Austri - 26.08.1916, Blaðsíða 3

Austri - 26.08.1916, Blaðsíða 3
42 9 A U S T R I séu látnar í té sagnir eða munn- mæli, er menn kynnu að hafa heyrt um Jónas, t. d. um tildrög sumra kvæða hans o. fl., alt að tilgreindum heimildum. Allir þeir, sem kynnu að gela rétt nefndinni hjálparhönd í þessu efni, eru beðnir að senda gögn sin einhverjum nefndarmanna sem allra fyrst. Reykjavik, 13. jútí 1916. Helgi Jónssoii* Matthías Þórðar.son. Jón Sígnrðsson, -----:♦♦♦:------- R i t f r e g n. Ársrit hins íslenzka frœðafélags í Kauqmannahöfn. Hið íslenzka fræðafélag ætlar í haust að byrja að gefa ut Ársrit. í því munu birtast ýmsar alþýð- legar ritgerðir um margskonar efni l)æði frá íslandi og öðrum lönd- um, og hafa ýmsir hinir fróðustu og ritfærustu íslendingar lofað að rita í það. í ritiþessu munu einn- ig verða birt bréf og ritgerðir eftir látna menn, sem eru í söfnum og öllum almenningi sem hulinn fjársjöður. Ársrit þetta verður viðlíka stórt og endunninningar Páls Melsteðs, í sama broti og prentað mcð sama letri. Verð þess verður aðeins 1 k r. 5 0 a u r a r, og er það mjög ódýrt, einkum þá er miðað er við það, hve dýrt er nú að gefa út bækur. En til þess að sem flest- ir alþýðumenn og ungir menn á íslandi geli eignast rit þetta, verð- ur það selt á íslandi fgrir hálj- virði fram til ársloka; verður það því hin langódýrasta bók, sem út kemur á íslenzku í dýrtið þessari. Svo tramarlega sem ritið fær svo marga kaupendur á Islandi, að Fræðafélagið fái þrjá fjórðu liluti al’ útgáfukostnaðinum endur- goldinti á íslandi, verður það framvegis selt þar á hálfvirði öll- um þeim, sem nú þegar gerast kaupendur þess, og ckki heldur hækkað í verði, þóttvið þaðverði aukið einni örlc eða á meðan Jiað fer eigi framúr niu örkum prent- uðum, 144 bls. ajls. Allir, sem vilja kaupa Ársritið, eru beðnii* að rita nöfn sin á boðsbréf þetta, og scnda þaðhlul- að.eigandt umboðsmanni Fræðafé- lagsins. Kaupmannauöfn, Ole Suhrsg. 18, i júlímánuði 1916 BOGI TH. MELSTEI). ♦♦♦:- S í iu s k o y t i til Austra frá Rvk., 23. ágúst 1916. -♦- Búlgaraframsókn til Kavalla. Brusiloff Rússaherforingi hefir tek- ið 350 þús. fanga frá byrjun sóknar gegn Austurríki. Enskum beitiskip- um Falmouth og Nothingham söki, sömuleiðis tveimur þýzkum kaf- bátum. Landsþingið fellir sölu Vestindia, konungur reynir að mjmda sam- steypuráðaneyti. Heyskapur gengið illa á Suður- landi, fyrstu þurkdagar i gær og í dag eftir langa óþurka. Flóra kom i morgun. Gullfoss fer til Akureyrar á föstudag og til Ame- riku 7. seftbr. Halldór. —♦------- Rvk. 25. ág. 1916. Þýzka kafkaupfarið »Deutsch- land« heimkcmið frá Ameríku. Búlgarar hrekja Salonikiher. ítalskt- Rússneskt herlið komið til Saloniki Bandaveldi sækja fram á vest- urvígstö ð v u n u m. Yfirréttur dæmir Liebknecht í fjögra ára b.etrunarhús og 6 ára ærumissi. Nýjar þingkosningar í Danmörku vegna sölu Vesturheimseyja. Þurkar og góðviðri. Annars fréttalaust. Halldór. ----♦------ SEYÐFFJÖRÐUR. Skipaferðir: »Goðafoss« kom að norðan 21. ]). m. og fór aftur samdægurs. Farþegar: Stefán Th. Jónsson og frú hans, Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður o. fl. Héðan fóru til Norðíjarðar frúrn- ar Björg Sigurðardóttir, Háncfs- stöðum og Helga Rasmusdóttir Sörlastöðum o. fl. »Ceres« kom að norðan að morgni 23. J). m. og fór aftursið- degis. Hiugað komu með skipinu: Kris’ján Blöndal, póstafgreiðslu- maður á Sauðárkróki og Brynjölf- ur Bjarnason (bróðir Páls V. Bjarnasonar sýslum.). Með skip- inu á leið til Fáskrúðsfjarðar var Kjartan Ólafsson rakari úr Reykja- vík. Á leið til útl.: Capt Trolle o. fl. Héðan föru, alílutt til Thorshavn í Færeyjum, Hallur Hallsson tann- læknir og kona hans Amalia Skúla- döttir. »Flóra« fór frá Rvk. í fyrradag beint til Siglufjarðar, fullfermir þar af síld og fer svo beina leið til út- landa. Jóh. Jóhannesson sýslumaður og bæjarfógeti er nú staddur á Eskifirði, og mun vera að dæma i málum þeirra Guðm. Eggerz séslum. og Guðm. Jóhanns- sonar kaupmanns. Sennilega nota sýslumennirnir þetta tækifæri til að koma sér saman um hvort og hvenær sani- einaði sýslufundurinn, sem hér ræðir um á öðrum stað i blaðinu, verði haldinn. — Kvenfélagið »KYIK« heldur hlutaveltu og happadrætti á morgun til ágóða fyrir Kirkju- byggingarsjóð Seyðfirðinga. Marga eigulega hluti kvað vera um nð gera rvo sennilega verða margir til þess að »freista hamingjunnar.« íþróttafélaginu »HUGIMN« hefir borist óskorun frá U. M. F. »Þór« í Eiðaþinghá um að þreyta við það knattspyrnu, að Eiðum 10. seft. næstk. — Mun »Þór« hyggja á hefndir eftir viðureignina hér 6. þ. m. »Huginn« hefir á- kveðið að taka áskoruninni. —♦♦♦-------- Giíting- Gisli simritari Lárusson (bóksala hér í bænum) og Lára Bjarna- döttir (prests Sighifirði) voru gefin saman í hjónaband i dag á Siglu- firði. Heill sé þeim. 405 »Eitthvað skemtilegt?« sagði hún cg gekk með honum að bekknum. »Það er ágætt, Hans! Það er heil eilífð síðan eg hefi heyrt nokkuð skemtilegt!« »Legðu ])á við hlustirnar — þú munt veltast um af hlátri!« svaraði hann og sett- ist við hlið hennar. ímyndaðu þér: í dag kom hertoginn af Lochlomond til mín í svörtum lafafrakka með perlugráa hanzka, hvítt blóm i hnepp'zlunni, pípuhattinn í hend- inni og----------nú, nú, Trix, gettu hvaða erindi hann átti við mig í allri þessari dýrð! Eg þori að veðja um aó þú getur ekk! upp á því!« »Hann hefir líldega komið lil að kveðja þig?« sagði Trix, fjörlega. »Skakkt getið!« svaraði Truchsess. »Hann hélt hátíðlega og hjartnæma ræðu og hóf bónorð sitt til Phroso!« - »Hans!« hljóðað; Trix. »Ségðu ekki svona —- svona« »Þvætting!« beetti liann við. »Það var rétt það sem þú ætlaðir að segja? Mig furðar ekki á því, eg ætlaði heldur ekki að trúa mínum eigin eyrum, og hváði svo oft, að þessi skrítni náungi hefir vist álitið mig fremur skilningsdaufan. Hertoginn er Iík- lega fyrsti maður, sem tckur það ráð að liefja bónorð til konu — við unnusta henn- ar, og eg hef orðið fyrstur til að furða mig 408 ekki veitt mér frelsi það er að segja, ef hertoginn, þessi dáðadrengur, hefði ekki greitt úr vandanum. Trix, geturðu imynd- að þér hvilikur fögnuður mér var J)að að vera rrjáls — frjáls, að mega elska eftir instu hvötum hjarta míns? Því það sem eg í fyrstu varla vissi sjálfnr, það hefir sífelt orðið mér meira og meira ljóst, frá þeim maímorgni þegar eg fyrir handan limgarð- inn við landamerkjaskurðinn sá bjarthært stulkuhöfuð — nú vissi eg hvar gæfan blómgaðist, sú gæfa sem eg, fáráðlingurinn hafði ekki beðið eftir! Trix. elsku, kæra Trix, snúðu ekki ásjön þinni frá mér, þó eg gæli ekki ])o!að við einum degi lengur heima hjá mér, er eg hafði hlotið frelsi mitt, án þess að segja þér hvernig ástatt væri fyrir mér — án þess að fá að horfa í blessuð yndæ:u augun þín, í þeim vildi eg fá að sjá og vona að þú munir ekki vilja hafna ást manns, þö hann, áður en liann þekti þig, hafði lagt hjarta sitt á altari ann- arar konu!« \ »Það væri lagleg ást, sem hnevxlaðist á þvi!« sagði Trix í hálfum hljöðum og snéri sér að honum. Þá varð henni lltið í augu hans, sem ljómuðu af óumræðilegri ást. »Hans!« hvíslaði hún hikandi, en án þess að líta undan. »Hans!« endurtók hún hærra, og

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.