Austri - 14.04.1917, Qupperneq 1
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<, ♦♦♦♦♦♦
í: Ritstjóri og ábyx’gðarmaður SlG. BaLDYINSSON frá Stakkahlíð.
11. tbl.
XXVII. ár
t Talsimi ritstjóra 18 a. jj Seyðisfirði, 14. apríl 1917. (j Prentsmiðja Austra. Sími 18 b.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Nathan&Oisen S P A R 1 í)!
Seyöisflrði
hafa á lager:
*
Tvisttau, Léreft (8 tegundir).
Sokka karla og kvenna, Vasaklúta.
Húfur, Nœrfatnað fyrir karla og konur
Handtöskur, Handsápu og Pvottasápu.
Chocolade, Cacao, Cigarettur, Vindla, margar teg.
Éldspitur, Pakkstriga (Hessians).
Macaroni, Rúsínur. Sveskjur.
Miöixrsixöuvorur, syo i«m
Perur, Apricosur, Plómur, Kirsubei', Jarðarber, Asparges, Siipur, Þurk-
að kjöt, Leverpostej, Sardinur.
Skósvertu, Bursta, Spil, Handtöskur, Kerti o. m. fl.
Ef þér noti 1 L F A L A Y A L skilvinduna, sparið þér árlega
Ef skildir eru 100 pottar af mjólk daglega, þá vinnur sem sé Alfa
Laval 38,2 kg. meira smjör úr mjólkinni en aðrar skilvindur. — All-
*
ir sparsamir bœndur kaupa Alfa Laval. — Yfir 150,000 b»ndur víðs-
vegar um heim nota nú Alfa Laval.
H. BenediktssoD.
Reykjavík.
t
Lárus Sígmundur Tómassoa •
hóksali
lézt að heimili sínu hér í bsenum
aðfaranótt 2. Páskadags s. 1. eftir
langvarandi heilsubilun.
Hann var fæddur 22. júní 1854
að Brúarlandi í Skagafirði, sonur
séra Tómasar Þoi'steinssonar, er
þar var lengi, og konu hans, Mar-
grétar Sigmundsdóttui', systur séra
Lárusar er eitt sinn var prestur
að Hólntum í Reyðarfirði. — Séx’a
Tómas var ættaður af Suðurlandi.
Systir hans var móðir séra Jensar
sál. Pálssonar í Görðum.
Lárus sál. naut fyrst kenslu hjá
föður sinum, en fór síðan í lat-
iuuskólann í Reykjavík og stund-
aði þar nám í 2 vetur en varð þá
að hverfa frá því sökum efna-
■skorts. Bauðst honum og kenn-
arastaða á Norðurlandi, er hann
þáði og stundaði í 4 ár.
Arið 1881 kom Lárus fyrst hing-
að til SeyðisQarðar. Dvaldi þá
sumartíma á Vestdalsevri, en vet-
urinn eftir (snjóflóðsveturinn 1882)
kom hann aftur alfluttur hingað
til Seyðisfjarðar og tók við kenslu
í bax naskólanum á Fjarðaröldu
og var kennari við hann i 20 ár,
lengst af einn.
Jafnframt kenslustörfunum r*k
hann bóka- og pappírsverzlun.
Mun það oft liafa verið aðal tekju-
grein hans, því kennarastarfið var
ætíð illa launað.
Xuk hins langa kennarastarfs
síns inti Lárus sál. af hendi mikil
og mörg störf í þai'fir sveilar- og
bæjarfélagsins hér, eftir að Seyð-
isfjörður fékk bæjarréttindi.
Bókavörður Amtsbókasafnsins
var hann frá stofnun þess um
mörg ár.
Gjaldkeri Sparisjóðs Seyðisfjarð-
ar var hann fi-á stofnun þess
sjóðs og þar til Útbú íslandsbanka
tók hér til stai'fa. Einaig var hann
gjaldkeri kaupstaðarins um eitt
skeið. Mö'-g ár átti hann sæti í
niðurjojnunarnefnd ogí skólanefnd
var hann frá því hún varð til og
þar til heilsan varnaðí honum
allra starfa.
Gjaldkei'i i Útbúi íslandsbanka
hér var hann fi'á því það var
stofnsett meðan honum entist heilsa
til, eða þangað til á árinu 1915.
Sumarið 1915 fór hann til Reykja-
vikur til þess að leita sér lsekn-
inga við heilsubilun sinni, sem
mun hafa stafað af heilablóðfalli.
Fékk hann þá nokkr* b<’ !, en afí-
ur sótti í sama horfið og nú í
meira en ár mátti svo heita að
hann lægi rúmfastui'. — Eigi þjáð-
i»t hann mjög að jafnaði, en frá
því seint á árinu 1915 var hon-
um því sem næst varnað máls, en
var þó oftast með fullri rænu.
Mun það hafa valdið honum mik-
illar hugraunar hve erfitt honum
veittist að gera sig skiljanlegan.
Lárus sál. var einn þeirra manna
sem enginn hafði ástæðu til að
segja annað en gott um. Hann
var hvers manns hugljúfi, sakir
prúðmensku sinnar og hógværðar.
Ollum ójafnaði var hann svo frá-
hveifur ogsamvizkusamur af hjarta
i öllum störfum sínum og breytni,
að fáir voru hans líkar. Mesti
reglumaður var hann alla tima
og tók lengi mikinn pátt í bind-
indisstarfsemi og var einn af
stofnendum Bindindisfélags Seyð-
isfjarðar, er hér starfaði mörg ár.
Einn hinn söngfróðasti maður
hér um slóðir var hann, enda
unni hann mjög sönglistinni. Fag-
ur söngur og hljóðfærasláttur var
hans mesta yndi. Sjálfur lék hann
á fiðlu og orgel og kendi fjölda-
mörgum söngfræði og hljóðfsera-
slátt og átti drjúgan þátt í efling
sönglistarinnar hér.
Hve djúpar rætur sönglistin hafði
fest i sál hans kom oft greinilega
i ljós eftir að heilsa hans bilaði.
Honum var þá sem áður mest
yndi að song og hljóðfæraslætti.
Gat hann sungið tónrétt þótt mál-'
ið bristi og eigi ósjaldan, þegar
hann hafði rúmvist, bað hann um
flðluaa sína og lék á hana. Þótt
svo virtist jafnvel að hann hefði
gleymt málinu og tungan væri
fötluð, átti sönglistin samt óða!
sitt í sál hans.
Árið 1887 giftist Lárus sál. Þór-
unni Gísladóttur Wiium, er lifir
mann sinn ásamt 4 börnum þeirra:
Gísla sfmriiara hér á Seyðisflrðl,
Margréti konu Guðmundar Þor-
steinssonar læknis á Borgarfirði,
Inga Tómasi verzlunarmanni á
Borgarfirði og Snorra bankaritarat
hér á Seyðisfirði.
F'yrir nokkrum árum síðan reisti
Lárus sál. sér traust og gott hús
hér í bænum og endaði í þvi æfl
sína. — Munu eigi fáir sakna heim-
ilis þeirra hjóna — þangað lá eigi
sjaldan vegur söngvina og annara,
því jafnan skipaði sönglistin, gest-
risnin og alúðin öndvegið. Sam-
úðarhugur fjölda margra stefnir
nú þangað, sem eftirlifandi ást-
vinir Lárusar sál. eru. — Þar hafa
margar örðugar stundir að hönd-
um borið síðan heilsutjónið hús-
föðursins skygði í heimilisham-
ingjuna.
En þeim er hvíldin sæl, sem
aldurhnígnir og langþjáðir verða
og margar hlýjar hugrenningar
fylgja sál hins horfna til sælustað-
arins, þangað sem hún mun ber-
ast á hljómvængjum eilífra unað-
arsöngva.