Öldin - 11.11.1891, Blaðsíða 3

Öldin - 11.11.1891, Blaðsíða 3
vÍKSii; en auðsætt virðist oss, að rit- | stjórn „Kyrkjublaðsins'1 þyki það ekki | aiveg eins sjálfsagt inái, eins og ! rnálgögnum AVinnipeg-lúterskunnar, að setja 8?ra Mattli. Joch. frá kjoli og kajli. Á það virðist oss beiuía orðin uin, að „rnálið vandizt“ við það, live alinenn þessi skoðun sé orðin, jafn- vel meðal prestanna. JOn málið er íhugunarvert. Það er af fleiri ástæðum ekki svo einfalt og sjálfsagt, sem þeir ritstjórar Lögb. og Sam. virðast ætla. Þjóðkyrkjan er einkcnnileg stofn- nn; luin er eins konar tví-dýr, eins konar láðs og lagar dýr. Hún stendr í samliandi á aðra hliðina við (það sem oss væri kannske leyfilegt að kalla) sín „andlegu viirvöld": trúar- reglur sínar og þá er kallast hafa úrsku rðarvald um, Jivað þeini sé sam- kvæint; en á liina hlið er þjóðkyrkj- an ríkisins ambátt, undirgefin liigleg- um yfirráðum þjóðarinnar og stjórnar liennar, án nokkurs tillits til réttrún- aðar þeirra. Það hefir oft verið sagt, og sér í lagi haldið fram af Sam. hér. að það væri siðferðislega rangt afþeimprest- um, sem víkja í nokkru atriði frá trúarreglum einhvers kyrkjufélags, að standa kyrrir í því félagi; þeir ættu að segja sig úr. Sérstaklega minnir oss það hafa verið tekið fram sem einkar-„sorglegt“ um séra Pál lieitinn Sigurðsson, að hann skyldi eigi leggja niðr embætti sitt sem þjóðkyrkjuprestr. Vér álitum þetta svo íjarri sanni, að vér erum einmitt gagnstæðrar skoð- unar, að það sé slcylda slíks pre.sl.s við málstað sinn, að vera kyrr í kyrkjufélaginu, svo lengi sem honum er þar vært. Ef hver maðr, sem í nokkru víkr frá viðteknum trúarreglum kyrkjufél., væri "iindir eins skyldr að ganga úr því, þá yrði kyrkju’élag það eilífr steingjörfingr, klerkar þess . lireinir • Mandarínar. Yfir allri sjálfstæðri hugs- un, allri framfarasemi og ölliim mögu- legleika til framfara og þroskunar, væri þar með dauðadómr upp kveð- inn. Allir, sem nokkur sjálfstæðr rann- sóknarandi lirevfði sér í, yrðu lokað- ir úti. Ef „Kyrkjan" á að vera óbreytileg, og engum framfórum að mega taka —ja, þá er það all right að losa sig undir eins við alla, sem sjálfstæð hugsun gg sannleiks-eftirleitim hreyfir sér hjá. En eigi kyrkjan að geta tek- ið breytingum og framförum eins og annað í heiminum, lagað sig eftir tím- ans þekking og andlegum skilyrðum, þá getr slíkt eigi orðið með neinu móti öðru en því, að hún þoli kenni- mönnum sínum sem ýtrast rannsókn- arfrelsi og frábrigðileik í skoðunum og skilningi. Vér liöfum ekkert að segja um at- vinnu-spurninguna, um harðneskjuna eða réttlætið í því að taka „brauðið" frá einum af landsins mestu ágætis- mönnum á gamalsaldri hans. lif það a ð ö ð r u 1 e y t i er réttlátt að setja góðan kennimann af embætti fyrir skilning á trúarbók kyrkju sinnar, sem ekki kemr heim við það sem meiri hlutinn gengst enn þá opinkerlega við að sé sín trú—svo, gott og vel, þá er að gera það. ísland er megnugt um að sjá lífi Sr. M. borgið á annan liátt, ef drengskapinn vantar ekki. En það er annað, sein vér viljum vekja athygli á. Hverjar verða afleiðingarnar fyrir þjóðkyrkjuna sjálfa af því, ef hún fer að setja hvern ínann frá embætti, sem víkr frá viðtekinni rétttrúnaðar-skoð- un á eihhverri kyrkju-kenning? Það eru ævinnlega gáfumennirnir, sem hættast er við að víkja frá við- teknum skoðunum. Og sé hætta við tímanlegum óhag, svo sem embættis- missi, samfara því að láta slíkar frá- brugðnar skoðanir í ljósi, þá má ganga að því vísit, að allir eigingjarnir og óhreinskilnir hræsnarar meðal frávíkj- endanna munu þegja, til að gota setið kyrrir við tekju-kjötkatlana. En þeir hreinlyndu, óeigingjörnu elskendr sann- leikans, þeir tala, og verða afsettir eða verða að segja sig úr. Atíeiðingin af strangleika í þessu efni hlýtr því að verða sú, að reka úr kirkjunni beztu kraftana, vitsmuna- lega og siðferðislega. Og það er víst meir en vafasamt, hvort slík lækn- ing verðr ekki hrossalækning. Þá er enn að athuga í þessumáli: hvaðan fékk kyrkjan eignir þær sem hún á? Meginhluti þeirra er frá ka- þólskri tíð. Þá vóru þær gefnar og lagðar „til guðs-þakka“, þ. e. til stuðn- ings og eflingar kaþólskri kyrkju. Með ólögum og ofríki rændi stjórnin við siðaskiftin undir lútersku kyrkj- una því af þessum eignum, setn hún stal eigi handa sjálfri sér. Það er bágt að sjá, hvernig in núverandi (lút- erska) þjóðkyrkja gæti réttlætt eignar- hald sitt eðr arftöku sina á þessum eignum, á annan Jiátt en þann, að halda því fram, að þótt kaþólskir menn gæfu kaþólskri kyrkju þessar eignir, sem þeirri einu sönnu kyrkju er þeir álitu vera, þá liafi þó ín sannari og dýpri þýðing gjafarinnar verið, að gefa hana til eflingar sannri trví, en in núverandi lúterska sé svi sannari trú, andleg dóttir hinnar. En í þessu liggr þá og, að samtíðin sé bærgri um að dæma en fortíðin, hvað sönn tm sé mi; með öðrum orðum: gjöfin verðr til eflingar þeirri trú, sem viðtekin er á hverjum tíma sem er. Og nú á tímum er það hvorki kúngr né páfi, sem skerúr, hvað er sönntrú. Úr því sker hver einstaklingr fyrirsig, hver söfnuðr fyrir sig o. s. frv. Hvað sem lagabókstaf líðr, þá er það óefað, að svo lengi sem söfnuðr er ánægðr með kenning síns prests, svo lengi sem söfnuði og presti kemr sam- an um, hverja trú þeir játi og vilji kenna láta, svo lengi hefir ekkert utan að komandi vald, hvorki kyrkja né ríki, neinn siðferðislegan rétt til, að raska sambandi prests og safnaðar eða meina söfnuðinum að verja safnaðar- eignum til að lauiyi^presti sínum með. Vitaskuld erum vér eigi hér að tala um laga-rétt Það er veraldlegrayfir- valda að beita honum, ep þeim sýnist svo. En betr liæfir kyrkjunnar mönn- um að líta á inn siðferðislega rétt. Og frjálslynd landstjórn lít-r mest á það, hvað söfnuðrinn vill. Þetta er sú skoðun, sem viðrkend er 1 orði, og fylgt í verki i inni enksu þjóðkyrkju, inni frjálslyndustu og framfarasömustu af öllum þjóðkyrkjum í heimi. Að vísu hefir þar eigi framar en ! j annarstaðar skort ofstækisfulla klerka, j sem hafa viljað láta beita „afsetning frá brauðinu“ við frjálshugsandi stétt- arbræðr; en in veraldlega stjórn hefir aldrei viljað fara að því nú á dögum svo að nú er það álveg óheyrt á Eng- landi, að nokkrum kennimanni, sem söfnuðriun cr ánægðr með, sé vikið frá embætti fyrir sakir trúskoðana, og þó eru margir prestar í ensku þjóð- kyrkjunni, sem opinberlega neita ei- lífri útskúfun, aðrir sem neita inn- blæstri biflíunnar og guðdómi Krists. Enginn þeirra er settr af. íslenzka kyrkjan hefði því fyrir sér dæmi, sem hún þyrfti varla að skammast sín fyrir, þótt hún léti ekki ofstækisgjamm Sameiningarinnar siga sér á stað til trúar-ofsókna. FRÁ LESBORÐINU. — DrYKKPELDNI ER I.ÆKSASLEG. — „Nortli American Review“ hefir borizt oss sjðan vér ritnðum grein um þetta efni í síðasta bl., og flytr hún meira um málið enn, og er nú tekið í þann streng, sem vér tókum í um daginn. Höf., sem nú ritar um málið, nefnir sig „l’elix Oidboy", því að undir því nafni liefir hann ritað áðr, en réttu nafni heitir liann John Flavel Mines. Hann vottar það af eiginni reynslu, að drykkfeldni sé sjúkdómr, ogaðhún verði með lytjúm læknuð. Mr. Mines liafði verið drykkjumaðr í mörg ár. Hann gat stundum lialdið sér frá að drekka nokkra mánuði, en svo kom löngunin aftr svo sterk, að hann fékk með engu móti við spornað og ekkert vald fékk haldið honum í skeÝjum. Loks örvænti hann um að geta með nokkru móti við drykkfeldn- inni spornað, en vildi þó reyna Dr. Keely, og fór því til Dwight í Illinois. Þar vóru þá fjölmargir til lækninga, og rneðal þeirra nokkrir inna ágætustu gáfumanna; þar vóru lögmenn, læknar, ritstjórar, ka'upmenn, . dómarar, þing- menn; allir þráðu lækningu, og flest- alt var þetta of skynsamt fólk 'til að láta narra sig með tómu húmbúgi. Ef þeir yrðu læknaðir, hlaut lækningin að vera vafalaus og áreiðaiieg. En aðferðin er í stuttu máli á þessa leið: Fyrst kemr sjúklingrinn á starf- stofu Dr. Keely’s, og verðr þar að lýsa sjúkdómi sínum; þar er ly'fvökva nokkr- um spýtt með verkfæri inn-undir hör- undið á vinstra liandlegg hans, og svo fær liann með sér flösku af bí-clóríd- blöndu af gulli, og á hann að taka inn úr henni annanhvofn klukkutíma með- an hann er á fótum. En innspýtingin á handlegginn er endrtekin 4 sinnum á dag: kl. 8 árdegis, kl. 12 á hád., og svo kl. 5 og kl. 7.] síðdegis; venjulega tekr lækningin 4 vikur, stöku sinnum 5—fi vikur. Efnýkominn sjúklingr þyk- ist eigi geta verið án þess að fá sitt öl eða brenmvín, svo fær hann það, flösku í einu, og meira er hann biðr um það, þangað til hann fær viðbjóð á því og vill sjálfr eigi hafa það. Mr. Mines læknaðist með þessu móti, og er sannfærðr um, að hann sé albata æfilangt af þessum sjúkdómi. Ótalmarg- ir aðrir votta alveg ið sama, liver um sig og sína eigin reynslu. Dr. Keely segir sjálfr, að samkvæmt reynslu sinni sé sér óhætt aö fullvrða, að hann skuli geta læknað 95 af hverjum 100, sem liann reynir við. FltÁ LÖNDUM VORUM. Garðar E D., 4. Nóv.: „Þreskingu heíir miðað furðanlega síðan rigning- ar inettu á dögunum, og þangað til á föstud. var að snjóhret gerði og hætta varð í eina tvo daga. Hveitið liefir ekki orðið fyrir neinum stórskemdum; mest af því gengr nr. 1 og 2 „northern“, 74 og 69 cts. núna, Það ég til veit hér í kring iiefir það gert 22 til 45 bush. af ekrunni. Ef góðviðri héldist í 2 vikur enn, verðr alt þreskt, sem til er á þessu svæði, sem Isl. byggja“. — mikley, 25. Oct.: „I gær var hér haldinn almennr safnaðarfundr, og sögðum vér Mikleyingar oss úr kyrkju- félaginn með 31 atkv. gegn 7. Þann- ig verkitði Þangbrands-koman hingað“. — Úk rreki a» vkstan, 24. Oct. : „Mér 1-ízt efnilega á Öldina. Sviprinn og vaxtarlagið þykir mér fallegra en á hinum ízl. blöðunum hérna, líkara því sem gerist á betri innlendu blöð- unutn, ég á við þau bl., sem hafa nokkurs konar menta-snið á sér, og ekki eru gefin út af „vasabókar“-rit- stjórnkænsku eintömri, og ég „geri mig til af‘ að liafa kynzt þess háttar blöðum nokkrum sinnum. Mér þykir vænt um að Öldin ætl- ar ekki að hlífa sér við að minnast á trú, ekki fyrir það að ég búist við að liún verði vantrúar-blað, og, af því ég er „vantrúar“-maðr, muni leysa mig af trúar-hólminum og verði mér nokkurs konar andlegr blámaðr, sem skammist og berjist við óvinina fyrir mig, fyrir dollar og hálfan um árið, svo að ég geti setið í friði í litla trúarríkinu mínu, sjálfr erfiðislaus og meiningarlaus „meðlimr" þess að „vera með“ — eins og sumt fólk heldr „Lög- berg“ og ,,Sameininguna“. Ég býst við að hafa aðrar skoðanir en Öldin. En trúarmálum vorum er ekki til neins að hlífa sér við; það er bara að svíkja sjúlfan sig. Þau verða að ræðast og útkljást. Ekki hvort guð er þrí-einn eða einn eða enginn. Það útkljáum við ekki fyrir alla. En hitt verðum við að útkljá á annan hvorn bóginn: hvort að noklcurt islenzkt vit, menningar- og þjóðrœknis-viðleitni, tímanleg eða „eilíf“ sáluhjálp sé til utan við lúterska kyrkjufélagið; og við það mál ættum við að geta skil- izt svo að ekki yrðu til tvær skoðanir“. — BÖRNIN eiga að fá leikföng eins vel og vér þeir fullorðnu verk- efni að vinna. Fyrir dálítið stálp- uð börn er ávalt gott að hafa leik- föng, sem æfa jafnframt greindar- kraftinn. Eitthvert ið bezta þess konar leikfang, sem vér höfum lengi séð, er The Engineer’s and Switchman’s Puzzle eða „Járnbraut- argátan“, sem vol mætti nefna það á íslenzku. Það fæst í Bókhlöðu Alox. TaylorV, 472 Main Str. og kostar að eins 25 cts. Hver sem annars kaupir eitthvað í búðinni fyrir samtals $2, fær „gátuna“ ó- lceypis, ef liann óskar. Margr full- orðinn hefir gaman af að reyna sig einu sinni á henni líka. Hver vill selja MJÓLKRKÚ RITSTJÓRI ' þessa blaðs vísar d K A U P A N D A,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.