Öldin - 18.11.1891, Blaðsíða 1

Öldin - 18.11.1891, Blaðsíða 1
ÖLDIN, an Icelandic Weekly Record of Current Events and Contemporary Thought. Suhscr. Price $ 1,50 a year. Olafsson & Co. Publishera. O LD I M Advertising Rates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo’s; 6 mo’s; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. # Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. I. 7. WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, 18. NOVEMBER. 1891. Fyrir ? 1 getr hver maðr fengið Öldina senda í heilt ár til einhvers vin'ar síns á Islandi. Tjl Ijl einhverjir af kaupendum U * hlaðsins skyldu ekki fá það með skilum, þá gera þeir oss greiða með að láta oss vita það. F R É T T I R. UTLÖND. — Pafinn er, eins og vérgátum um um daginn, dauðvona, ekki sárþjáðr að vísu, en batavon engin. Þvi er lieldr kvikt meðal kardínálanna, því að þeir erti þegar farnir að liugsa um, hver næstr skuli kosinn páfi. En páfinn er með því marki brendr sem fieiri, að honum er ekki mikið gefiðumþá, sem hann hyggr sé að búast undir að verða eflirmenn sínir. Monsignör Parocchi er sá kardínáli, er páfa gengr næstr, og þóttist páfi komast á snoðir um, að hann væri farinn að búa í hag fyrir sjálfan sig til væntanlegrar páfakosn- ingar. Þetta mislíkaði páfa og hefir hann skorað á Parocchi að segja afsér embætti. — Annars er það tvent, sem veitir í hönd farandi páfakosningum sérstaklega þýðingu : annað er það, að ekki þykir óhugsandi að sá kunni ein- hver að ná kosningu, sem kynni að vilja gera sátt og samkomulag við Ital- íukonung og falla fra öllum kröfum til veraldlegra yfirráða. Er sá annar ttokkr í kaþólsku kyrkjunni, er æskja mundi að slíkt ráð væri upp tekið, en hinn sá, er þetta mundi álíta ina mestu ógæfu og óhæfu. Er eigi reynt, hvor þeirra flokka kann hlutskarpari að verða. Hitt atriðið er það, að hingað til liefir ítölum tekizt að halda hefð á því, að jafnan sitji ítalskr maðr á páfastóli; en nánari samgöngur og viðskifti manna í ýmsum löndum lieims hafanúsvosem stytt leiðir milli landa og gert mönnum auðveldari samkynning. Því vilja nú kaþólskir menn margir, að kosinn sé páfi næsta sinn óítalskr maðr, annað- hvort franskr, þýzkr, enskr eða amer- ískr til dæmis. — Laks Oftedai., norski ofstækis- prestrinn nafnkwnni í Stafangri, játaði á sig af prédikunarstól snemma í þ. m. kvennafar og klæki, og sagði svo lausu embætti sínn. — Uppreistin í Brasilíu er nú í ljósum loga; Fonseca forseti er þar að leika inn venjulega leik allra forseta í suðr-amerískum þjóð- veldum, þann, að setja sjálfan sig upp yfir lögin og fulltrúa þjóðar- inuar. Syðsta ríkið í Bandaríkjum Brasilíu er Rio Grande del Sul, og hefir það nú sagt sig úr lög- um við ríkjasambandið. Það lítr út fyrir að uppreisnarmenn víðsvegar um ríkin hafi talsvert fylgi af hern- um og lielzti hershöföinginn er með þeim. l’io Grande er aðalstöðin, sem uppreisnarmenn úr öllum ríkj- unum þyrpast að. Uppreisnarmenn hafa sett hráðahirgðastjórn; Fon- seca er að halda með her á hendr þeim. Líklegt að eitthvað skríði til skarar næstu viku. BANDARIKIN. — Ai.t fer enn friðsamlega meðChili og Bandaríkjunum, en óvíst hversu ræðst. Sendiherra Bandar. í Italíu kom skyndilega heim til Washington í vik- unni; veit enginn, hvað til kemr. Sum- ir ætla að Ítalía liafi sætt færi, er ófrið- lega leit út milli Bandar. og Chili, að lierða nú á með kröfur sínar til hóta fyrir New Orleans morðin. CANADA. — Mercier hefir höfðað mál á móti blaðinu Empire og 4 öðrum stórblöðum fyrir óhróðr um sig. Nefndin, sem mál hans átti að rannsaka, liefir enn eigi látið uppi álit sitt, en talið víst að hvin hljóti að bera hann undan sökum. Fullyrt er nvi, að Angers fylkisstjóri ætli að víkja Mercier frá völdum, og muni taka Masson fyrir forsætisráðgjafa í stað- inn. Masson liefir áðr verið fylkisstjóri. íslands-fréttir. Eftir Ísafold. — Verzlunarskóli reykjavíkr tók til starfa 5, þ. m. með 17 nemendum, og 7 kennendum, tímakennurum. Af nemendum eru 10 í neðri bekk og 7 í efri. — Stýrimannaskóunn í Rvík var settr 1. þ. m. í viðrvist landshöfðingja, biskups, er flutti ræðu, liins setta amt- mans og ýrnsra annara, í hinni nýju skólastofu, er forstöðumaðr skólans, Markús F. Bjarnason, hefir reisa látið á sinn kostnað. Er það vandað hús og vel til hagað, með loftsvölum til afnota við tilsögn í mælingafræði, t. d. að reikna sólarhæð o. fl. Kenslusalr- inn er 9 álna breiðr og 13 álna langr og vel hátt undir loft. Lærisveinar eru nú 11 við skólann og von á 3 í viðbót í haust. Auk skólastjóra, sem kennir stýrimannafræði og reikning (i stundir á dag, hafa 4 menn tímakenslu við skólann. — Fjarverzlunin. Sjö farma af sauðfé hefir Zöllner sótt hingað til lands í haust, að þeim meðtöldum, er bíðr á Borðeyri eftir nýju skipi, í stað þess er laskaðist: 1 úr Skagafi og Húnav.s. austan Blöndvi, rúm 2000; 2 úr Eyjafj. og Þingeyjars., samt. um 8000 ijár; 1 af Seyðisfj., um 3000; 1 af Vopnafirði og Fáskrúðsfirði, 1000 og 1 af suðrlandi, Rvík. Mikið af þessu fc hafa pöntunarfelögin sent fyrir eig- innreikning; sumt liafa kaupmenn sent á sama liátt, t. <1. Örum & Wulff frá Vopnafirði og Fáskrúðsfirði, en sumt kevpt fyrir fyrir peninga. Hefir pen- ingaverðið verið hér syðra 8—10 kr. fyrir vetrgamalt, meðalverð rúmar 9 kr., og fyrir tvævetra sauði 11—14 kr., meðalverð rí fl. 13 kr. (14. Oct.) — Lœknaskólinn. Þar hefir enginn lærisveinn viðbæzt í haust, en 7 vóru fyrir. — Prestaskólinn; Þar eru nú 17 lærisveinar eða eiga að vera—einn er ókominn, af Austfjörðum,—9 í efri deild og 8 í neðri. — Latínuskólinn. Þarer lærisveina* talan nú 82, að meðtöldum 6 piltum, sem munu vera á leiðinni austan úr Múlasýslum, sjóveg. Nýsveinareru 20. (17. Oct.) — Maðr drukknaði nýlega á ísafirði, Kristján skipstjóri Sigurðsson, hrökk fram af bryggju, ölvaðr. — Afli var lítill á Austfjörðum er Thyra fór þar um í lok f. m., vegna beituleysis, en ekki af því, aðeigiværi nógr fiskr fyrir; þeir örfáu, er í síld náðu stöku sinnum, öfluðu mætavel á liana. En síldarhlaup var nýkomið á Seyðisljörð, 4 lásar Norðmanna fullir þar kveldið, sem skipið fór þaðan, og því búizt við góðri haustvertíð. (24. Oct.) — Aðfi.utningr afengra drykkja. A Vestfjörðum er að komast á hreyf- ing í þá átt, meðal kaupmanna þar, að hætta að flytja til landsins áfenga drykki til sölu, alla nema öl, rauðvín og messu- vín. Frumkvöðull þessa lofsverða fyr- irtækis mun vera Björn Sigurðsson, kaupstjóri, en hann ræðr fyrir tveimr verzlunum, í Flatey og í Skarðsstöðinni; verðr tekið alveg fyrir slíka aðflutninga þangað upp frá þessu. 1 félag með hon- um um þetta eru þegar gengnir iiinn kaupm. í Flatey, Eyjólfr Jóhansson. og formaðr pöntunarfélags Dalamanna, Torfi Bj arnason í Olafsdal. Ymsir kaupm. og verzlunarmenn vestra hafa tjáð sig málinu hlynnta, eg láta vonandi verða af því að ganga í þessi samtök, sem hver sannr þjóðar-vinr lilýtr að telja sér skylt að styðja kostgæfilega í orði og verki, þannig, að þau komist á um land alt með tímanum, heldr fyr en síðar. — Ellefu þilskip átti Ásgeir kaupm. Ásgeirsson á ísafirði á fiskveiðum í sumar, og öfluðu flest inikið vel, þar á meðal eitt, Louise, 62,000 fiskjar, sem er ef til vill in mesta aflaupphæð á íslenzku fiskiskipi hingað til. Formaðr á Louise var Bjarni Jóhansson (prests frá Jóns- nesi). — Brauð veitt. Landshöfðingi veitti 22. þ. m. prestaskólakand. Jóni Pálssyni Höskuldstaðaprestakall, eftir ósk safn- aðanna, og 24. þ. m. prestaskólakand. Rikkard Torfasyni Rafnseyrarprestakall samkvæmt kosning hlutaðeigandi safn- aða. (28. Oct.) Eftir Fjai.lkonunni. — Tíðarfar. Haustveðráttan liefir verið góð, alstaðar sem til hefir frézt, nema stormasamt nokkuð og gæftir því stopular. Regnsamt öðru hverju, en ekki til skaða. — Talsverðr fiskafli hér um slóðir ef gæftir væru. — Vinnumadr í Bárðardal (Jón 8ig- urðsson) kyrkti stúlku frá Svartárkoti, sem var ólétt eftir hann, og dróg hana í læk. — Barnaskólinn í Reykjavík hefir aldrei verið jafníjölsóttr sem nú. Ganga nú á hann 200 börn. (20. Oct.) FRA LONDUM VORUM. — West Duluth, 8. Nóv. Veðrátta er nú farin að verða kaldari, lítið frost um nætr. Veikindi hafa gengið hér töluverð, helzt taugaveiki; nokkrir land- ar hafa lagzt í henni, og tveir bræðr, Jóhannes og Hálldór Sigurðssynir hafa verið fluttir á sjúkrahúsið; en bæði þeim og öðrum, sem veikzt hafa, er nú að batna. — Vinna töluverðog borgað- ir fyrir strretavinnu $2 ádag. — Verzl- unarm. Mr. S. J. Ásgrímsson lokaði biið sinni í Oct. og mun það hafa komið af því að hann átti allmikið útistandandi, er seint borgaðist, því hér vóruslæmir tímar með vinnu fram um miðsumar. En nú opnar liann aftr eflir fáa daga. — Einnig ætlar landi vor Mr. B. Árna son að byrja verzlun með „Dry Goods“ þessa dagana. Ég hefi góðavonumað verzlanir þessara landa vorra geti haft góðan framgang, því að fullkomið útlit er á, að þessi ungi og litli bær marg- faldist að stærð áðr en mörg ár líða“. WINNIPEG. — Frost og vetrar-kuldi. Öll plæging hér í fylki hefir án efa endað með þessari helgi. — Kolin í háu verði, $9,50 ton. Engin merki sjást til verðfallsins, sem fylkisstjórnin hét mönnum í vor. — Séra Jón Bjarnason fór suðr til Dakota í fyrri viku. Okominn aftr. — Mrs. O. B. Halldórson fór á sunnud. suðr til Mountain, N. D., og verðr þar í vetr. — ÖLDINA vantar 6 nýja kaup- endr hér í bænum, til að fylla fyrsta hundraðið. — ÖLDIN hefir fengið nærri 300 kaupendr utanbæjar. Hún vill fá ein 200 til fyrir nýárið. Fái hún það, ætlar hún að reyna að gera eitt- hvað dálítið betr fyrir kaupendr sína, en hún hefir lofað þeim upphaflega. — Bjorn Pétrsson ætlar á sunnu- daginn að tala um ið ávaxtarlausa fíkjutré. — Ilr, Sigurðr Arnason frá Graf- ton, N. D., var hér á ferð síðastliðna viku, — Taylor bó/rbimlari, sem gerir /iost á sér til borgarstjóra (mayor), er einn af nýtustu mönnum, sem setið hafa í bæjarstjórninni. — Nú er tíð til að heimsæ&ja Osenbrugge, bezta s/rinnfatasalann í bænum. FRA LESBORÐINU. — Um kynbætr á mannkyni. Það er enginn bóndi það flón, ef hann á nokkrar kýr í fjósi, og vill alasér upp kálf, að hann ali ekki helzt upp und- an .beztu kúnni. Það er enginn fjár- bóndi svo skyni skroppinn, að hann reyni eigi að fá sér hrúta af beztafjár- kyni, sem hann á kost á til undaneld- is. Reiðmaðrinn, sem á bæði þróttlitla, liasta og lata truutu, og sterka, bráð- vakra og fjöruga meri, er eigi í vafa um, undan hvorri hann eigi heldr að ala sér upp hestefni. Þetta er vottr þess, að bóndinn hefir fyrir reynslu margra kynslóða sannfærzt um, að eiginleikar eru arfgengir. Af sömu ástæðu er það og, að vérvelj- um beztu kartöflurnar úr til útsæðis; Nú hafa vísindin kennt oss að þekkja arfgengislögmálið, sem áðr var lítt kunn- ugt. Náttúrufræðingarnir gera tilraunir til að rannsaka það æ betr og betr. Búfræðingar og búmenn beita lærdómi þeim, sem reynslan hefir kennt mönn- um, og gera sjálfir frekari tilraunir um kynbætr. Vér erum alt af að smá-fær- ast á veg með að hagnýta lærdóma, reynslu og þekkingar til kynbóta á húsdýrum vorum. [Framh. d 3. bls.]

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.