Öldin - 16.12.1891, Blaðsíða 3

Öldin - 16.12.1891, Blaðsíða 3
vestrs. 'og nær alt til Tobolsk. Með j öðrum orðum: lnillærissvæðið í ár nær yfir landsvæði 3000 mílna langt, , og 500 til 1000 mílna breitt; á þessu | mikla landsvæði lifa einar 35 mil- | jónir manna. í vor, sem leið, var ákaflega kalt á þessu svæöi og svo eitir vorkuld- ana komu sííeld þurviðri og regn- leysi og dróg það allan vöxt úr grasi og sáðtegundum, alt jurtakyns skræln- aði og dó út. I mörgum héruðum eru fullorðnir hestar seldir fyrir $1,25 til $2,50, og urmull ai foluldum hefir verið seldr fyrir $1 liver gripr. í héruðum þeim, sem Volga rennr um, var í September í hauet fargað um helming allra vinnu-hesta, seldir eða þeim slátrað; og þeita er í afbragðs akryrkjulandi. Hundruð þúsunda af fólki í þessum héruðum hafa yfirgefið heimili sín og íer um flakkandi á vergangi; betlar, stelr, rænir og mvrð- ir til matar sér. Hvernig hreinlæti, siðferði og heilsa sé hjá þessum aum- ingjum, má nærri geta. Hávaðinn er veikr af blóðsótt, skyrbjúg og öðrum sjúkdómum; augnalokin eru þrútin og bólgin, svo að herfilegt er að sjá. Andlitin eru Vdeikgul eða hvít og skinin af lior, og öll mannsmynd á þessum veslingum afskræmd, svo að þeir líkjast mest liryllilegui.* votum. Htundum mæta menn þessum písl- arvottum hungrsins þar sem þeir reika eins og svipir innan um eyði- þorp, sem allir eru flúnir úr, svo að ekki stendr eftir nema auð og tóm lnisin, stundum að eins brunnar húsa- rústir; og er þeir ganga inn í hús og ætla að biðja sér beininga, efein- hver skyldi vera eftir liér eða þar, þá hitta þeir þar oft fyrir ámóta vof- ur og þeir sjálfir eru, magnþrota aum- ingja, sem liafa leitað sér þar skjóls, er einatt verðr þeirra síðasta hæli; oft hitta þeir og að eins fyrir rotin lík eða beinagrindr í maðkahrúgu. Fjölmargir fyrirfara sér sjálfir til að létta af sér kvölum hungrsins. .,Hungrbrauðið“, sem þeim er selt sumstaðár, er engu líkara en hörðum leirkekki, sem mold liefir verið, núið utan á. Sumir seðja hungr sitt á grasi og jurtarótum og trjáberki. Dæma- laust er það lieldr ekki að foreldrar hafi slátrað börnum sínum og étið þau. Konur selja sjálfar sig til livers sem vill, að eins fyrir að fá að borða. Grein Mr. Lavin’s endar á þessum orðum: „Einmitt núna sem stendr er rúss- neska stjórnin alvarlega að íhuga það, livort það sé eigi ráðlegt;. til að bæla niðr sjálfstæðisanda bændastéttarinnar í landinu, að innleiða með lögum ýmis lítilsvirðingarmerki gagnvart al- þýðu, svo sem að lögbjúða að þúa alla alþýðumenn, í stað þess að ait heldra fólk þérar hvað annað; að lögbjóða bændum að standa berliöfðaðir í návist presta, aðalsmanna og em- bættismanna, hvort lieldr í húsum inni eða úti á bersvæði, og leggja hýðing við, ef bóndi hefir á höfðinu þar sem „heldri maðr“ er viðstaddr11. Matvæla/ramleiðsla heimsim um ókomna tíð. Það ætti að vera flestum kunnug kenning Malthusar um framtíðarliorf- ur niannkynsins. En því miðr mun það nú eigi vera. Malthus hélt því fram, að mann- kynið hefði tilhneiging 0g hrefileika til að fjölga miklu hraðara heldr en framleiðsluhæfileiki jarðarinnar gæti aukizt, og ef ekki væri drepsóttir, styrjaldir og aðrar þvílíkar orsakir, mundi því brátt að því reka, að jörð- in gæti ekki framleitt fæðu handa öllu mannkyninu. Það hefir verið þráttað talsvert um þessa kenning fyr og síðar. En eitt mun óliætt að fullyrða: Kenningin var í aðalatriöum óefað rétt, og er það enn, ef að eins við er bætt: eft- ir því sem menn hafa hingað til kunnað og kunna enn að hagnýta framleiðsluhæfileika jarðarinnar. Má vera að mönnum lærist að hagnýta þá betr síðar og að hættan fjarlægist þá. Einn af þeim sem síðast hafa rit- að um þetta efni, er W. O. Atwater, sem ritar í mánaðarritið Cbntubv í f. m. Hann \ill sýna fram á, að mann- kynið geti aukið hæfileik jarðarinnar til íúðrframleiðslu því nær óendan- lega mikið. Þetta ætlar hann megi gera með því að fylgja betr en gert er vísindalegri aðferð í því að yrkja jarðveginn, og svo með aukinni fislci- rækt. Auk þess sé margs annars að gæta; það sé ekki nóg að auka meg- in matvælanna; það verði líka að liag- nýta betr það sem fram er leitt. Eyðslusemi mannkynsins eða bruðlun- arsemi með matvæli segir hann sé ákaflega mikil. Ef vér mælum fæðuna eftir hita- einingum (calorics)—en þær eru mæli- kvarði þess, hvað þarf til að halda likamanum við þrótt og hita, — þá eyða Ameríkumenn 50 pr. ct. (a: þriðj- ungi) meiri fæðu (fleiri hita-einingum) heldr en norðrálfu-menn. Vér Amer- íknmenn eyðum vafalaust langt um meiri fæðu, lieldr en vér þurfum. Sumu er blátt áfram fleygt út.; liitt étum vér oss til skaða fyrir heilsuna. Mest er eyðsla vor fólgin í keti og sætindum. Þetta er eðlilegt: flest fólk hér á hægt með að hafa þann mat, sem því fellr bezt, og svo mikið af honum, sem það vill. Langmest er eyðslan í meðferð kets- ins. Það er aðalkeppikefli allra, sem stunda griparækt, einlcum þeirra sem ala upp svín í Vestr-Bandaríkjunum, að gera dýrin að frámunalegum spik- hnullungum, því að það er ódýrasti vegrinn til að senda maiskorn þeirra til markaðar, að breyta því í spik- feitt flesk. Af þessu feita fleski eða keti étum vér alt það magra, eggja- hvítu framleiðandi efni, en. ekki nóg af því; Af inu feita, kolsýru fram- leiðandi efni, étum vér að eins nokk- urn hluta, en alt of mikið. Afgangr- inn fer venjulega til einskis. Jafn- framt þessu liefir það leitt af skeyt- ingarlausri jarðyrkju-aðferð, að eggja- hvítu-efnin („protein") í jurtafæðu vorri fara mínkandi. Það þarf stórt land- svæði til að frnmleiða tiltölulega lítið af keti. Jurtafreða sú, sem vér fáum af tilteknum bletti, er miklu meiri en ketfæða svi er vér getum framleitt með afrakstri sania bletts. Ket það er vér neytum, er nær ávalt of feitt, og sykr og línsterkjuefni, sem vér neytum helzt til mikils af, gera þetta feitmetisat enn óþarfara. Hér þarf bót á að verða þessari eyðslusemi. En sú bót kemr ekki fyrri en bændr læra að framleiða korn og aðra jurta- fæðu, se u inniheldr meira „nitrogen“, en nú gerist, og að framleiða meira ket og magrara ket af minni plöntu- fæðu. Eflaust munu margir minnast inn- ar merkilegu ritgerðar prins Krapot- kins í Nineteenth Century fyrir fám árum, þar sem hann lýsir þeim kynja-árangri, sem garðyrkjuræktin hefir borið bæði umhverfis París, í Hollandi og víðar. Hér skal þétta nefnt rétt til dæmis: 2125 ekrur um- liverfis París, sem hafðar eru til garð- ræktar, framleiða nægt kálmeti, rófur, kartöflur, og aðra jurtafæðu lianda þeim 2 miljónum manna, sem búa i París, og auk þess talsverðan afgang, sem seldr er til Lundúna. \rkjendr- nir framleiða þar, með sárlitlum sem engum áhöldum eða tilkostnaði, á liálfri ekru £, 200 ($1000) virði af jurt- um og ávöxtum. Þeir segja að þar þurfi ekki fulla ferhyrningsmílu af jarðvegi, til þess að framleiða, með engu kostnaðarsamari eða fleirbrotn- ari aðferð en þar tíðkast nú, næga jurtafæðu og ketfæðu fyrir 1000 manns. Og nú kemr það allra merkileg- asta: Þessari kynjamiklu aukning fram- leiðslunnar má koma til leiðar eigi að eins með vatnsveitingum, nákvæmri útvalning vítsæðistegunda og góðri hirð- ingu; en það er þar að auki bók- staflegr sannleiki, að það þarf alls engan jarðveg til þess að láta plönt- ur vaxa og þroskast. Eðli fæðu þeirr- ar sem plöntur lifa á, er þannig lag- að, að plantan getr fengið næring sína og samlagað sér hana í tómu vatni, alveg jarðveglaust, ef fæðucfni henn- ar eru látin í vatnið. Það hafa víða í Þýzkalandi verið gerðar tilraunir með þessa plönturækt í vatni. Pró- fessor Nobbe ræktaði í vatnskrukkum japanskar bókhveitis-plöntur, og uxu þær svo, að þær urðu 9 fet á hæð, óg varð fnllvaxin plantan 4,786 sinn- um þyngri en sáðkornið, sem hún hafði sprottið af. Helztu efni í fæðu plant- anna eru „nitrogen", fosfór og pott- aska, og það sem bændr vorir þurfa með, er að fá meira af þessum efn- um, einkum nitrogeninu. Eítir því stigi sem mannleg þekk- ing stendr nú á, eru fæðubirgðir mannkynsins í framtíðinni komnar undir tvennum skilyrðum. Annað skilyrðið er fæða handa plöntunum, liitt er atorka, þ. e. magn til að fram- leiða og flytja læðu handa plöntum og til að flytja vatn. Sýnilegum birgðum af fæðu handa plöntum er svo liáttað nú í heimin- um, að það eina sem á virðist skorta nægtir af því, er nitrogen. Nýjustu rannsóknir benda til þess, að það muni mega ná takmarkalausum birgð- um af því vír loftinu umliverfis oss. Yér getum haft skynsamlega von um að framtíðar-vísindin kenni oss veg til þess. — Mr. Atwater telr það alveg rangt, að miða lengr fæðuframleiðslu við flatarmál jarðvegs; svo mikið megi án efa yrkja á litlum bletti, að það muni mega í framkvæmdinni lieita að vera takmarkalaust. Að lyktum talar Mr. Atwater um ina stórfenglegu ráðagerð, sem nú er mjög um hugsað, að mynda ákaflega stór tjarnstæði eða stöðuvatns-stæði vestr í Klettafjöllum, til að safna þar í vetrarregninu, sem þar er svo nægt af, og leiða svo vatnið úr þessum vötnum eða stórtjörnum á sumrin viðs- vegar yfir þurlendið í vestrríkjunum, sem nú er ófrjótt fyrir ofþurka sakir, og gera þessi héröð að frjósamasta jurtagarði heimsins. Hann telr þetta allsendis gerlegt, og segir að þeir menn, sem bezt ættu vit á að hafa, sé á sama máli. hræðstu’ ekki fjandmenn frelsis og heilla, því fljótara’ en mjöllin þeir bráðna, er þú bregður upp sannleikans brandi á lofti í,brennandi guðmóð gegn óaldar-sið. Arnanir allra þér frjálslyndra fylgja, fvisir vér erum að veita þér lið. Villuráfandi Orthodoxista á leiddu sannleiks og mannúðar braut; þá munu vinir frelsis og frama fylgja þér gegn um sérhverja þraut. M. Snowfield. SPUKNIR OG .SYÖK. — Hvernig stendr á því, að þér segið í síðasta hlaði, að Dom Pedro II. liafi oi'ðið keisari í Braz- ilíu 1831 undir eins og faðir hans (Dom Pedro I.) fór trá völdum, en „Heimskr." segir, að eftir að Dom Pedro I. fór frá völdum hafi verið þjóðstjórn í 10 ár í Brazilíu, og Dom Pedro II. hafi ekki orðið keisari fyrri en hann var á 15. ári. Hvort er réttara 1 Svar: Það er óþarfi að spyrja um það. Það er náttúrlega rétt, sem „Öld- in sagði. Það hefir aldrei verið þjóð- stjórn í Brazilíu fyrri en 1889. Dom Pedro II. varð keisari á 6. ári (en ekki á 15.), og „krýndr" var hann aldrei. Hann hirti ekki um þess hátt- ar húmbúg.— Það sem í „Hkr.“ stendr, eru náttórlega — prent-villur! — Hvernig víkr því við, að „Lögberg“ er að kvarta um aug- lýsinga-mergðina, sem sér herist, og kennir henni um, hve lítið af öðru efni komist í hlaðið, en prentar þó allt lesmál í hlaðinu með stóru, gisnu letri og glentum línumi Svar: Umkvörtunin um auglýsing- arnar er „húmbúg" og ekki annað; það er svo langt frá að blaðið neiti auglýsingum, að það hefir sífelt menn viti til að fala og biðja um aug- lýsingar, og tekst þó að eins að fylla blaðið með því móti að taka aug- lýsingar inn fyrir þriðjungi til helm- ingi lægra verð heldr en Öldjn t d. tekr fyrir auglýsingar. Ef blaðið héldi fast við verðlagsskrá sína á auglýs- ingum, þá er það birtir, þá marg- borgaði það sig að gefa vit auka- blöð með auglýsingum, er þær fást miklar. Einnig gætu þeir herrar haft smátt letr á lesmálinu, eins og öll sams konar ensk blöð gera, og þá gætu þeir bætt upp lesendum auglýs- inga-íjöldann. FliÁ LÖNDUM VORUM. Portland, Oregon, Nóv. 30.— ,,I like your paper immensely, and hope its days in tlie land will be many and glorious". (Mér líkar blað yðar ákaf- lega vel, og vona að það eigi sér lang- an og frægan aldr í landinu). Nortii Dakota, Dec. 1. — Góði vin. — Yið hugsum gott til komu þinnar suðr, og sjálfsagt verðum við betri við þig, heldr en Ný-íslendingar vóru við séra Þangbrand, sérstaklega við kvennfólkið; við brúkum aldrei vönd á mannfundum og erum mjög kur- teisar við aðkomumenn; en ekki for- tek ég að við kynnum að segja eitt- hvað, sem okkr byggi í brjósti, ef guðsmaðrinn kæmi liingað til að seg;a okkr að trúa á „helvíti"; en ekki mundum við hefja handalögmál við karlskjátuna. Kveðja til „Aldarinnar“. M.l.t.M-M.M.M.M-M,M-M. 1P. BEATJLT & CÖ| N-H-i. i*J.;. i.j. i-|. íí-í. j.X j77 Main Str. Winnipeg, flytja inn ÖLFÖNG, VÍN og YINDLA. Hafa nvv á boðstólum miklar birgðir og fjölbrevttar, vald- ar sérstaklega fvrir hátiðirnar. Gerið svo vel að líta til vor. V'ér ábyrgjumst að yðr líki bæði verð og gæði. Heill sé þér „Öldin'* íslenzka blaðið, sem út er gefið í Winnipeg, þvi sem oss fræðir um fjarlæga staði og framfarir heimsins á allan veg, herjaðu’ á ótrú, oftrvv og hjátrú, ánauðar hugmyndir slá þú i hel; áminn þú þjúðina’ að hata’ alla hræsni, í hvers konar myndum er birtast þú sér. Hreinsaðu blöðin afþrætum og þjarki og þýmensku hverri, sem skemmir þau nú; kostar í Ame- ríku $1.50, ef fyrirfrani er borgað, ella $2.00. Nýir kaupendr fá ókeypis 3 bindi (um 800 bls.) af Sögusafni. Leggið $1.50 í registr- bréf, eða sendið P. O. money order, og þá verðr blaðið og Sögusafnið sent yðr um liæl, ogblaðið áfram með hvevri ferð. ÍSAFOLD

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.