Öldin - 24.02.1892, Blaðsíða 1

Öldin - 24.02.1892, Blaðsíða 1
ÖLDIN, an Icelandic Weekly Reeord of Current Events ind Contemvjorary Thought. Subscr. Price $1,50 a year. Olafsson & Co. Publishers. LD I N. Advertising Rates: 1 inch single column: 1 month; 3 mo's; 6 mo's; 1 year $1,00; $2,50; $4,50; $8,00. Adr.: Box 535, Winnipeg, Man. 2L WINNIPEG, MAN., MIÐKUDAG, ££. FEBRUAR. 1892. — LEIÐRÉTTING. I „Alberta- söng" (Öldin I, 17; Jan. 27.) heflr á 1. bls., 2. dálki, 9. 1. a. n. misprent- azt: „greiða" fyrir „gróða", eins og nærri bersýnilegt er af sambandinu. R ý t, t. Ýmsir liafa óskað að íá myndina af Jóni Ólafssýni keypta sérstaka. Vér getum ekki orðið við þeim tilmæl- um. Hún fæst að eir.s keypt í sam- bandi við „Öldina". Hver sem seiid- ir inn $1,75 fyrir nýja áskrift að „Öldinni", fer blaðið frá byrjun til ársloka með mynd. F R E T T I R UTLÖND. — England. Parlíamentið, sem sett var 9. þ. m., gengr enn spaklega'. Trska landstiórnar-frumvarp Balfours vakti bara há-hlátra á fundi meðal frjálslynda flokksins, og aftrhaldsmenn ýmist steiuþegja um það eða veita því fylgi með sýnilegri hálfvelgju. Mr. Stead segir í „Pall Mall Gaz- ette", að það sé mi sök sér, að frv. sé ófrjálslegt og aí' þeirri ástæðu ó- hæfilegt; en hitt sé verra, að það sé sauð-heimskulegt, og það sé jafn- heimskulegt, livaö upp sé tekið í það, og hverju úr því sé slept; og oins heimekulega að sínu leyti sé valinn tíminn til að leggja það fram. Og þetta segir hann sé því óskiljanlegra, sem Balfour sé þó ekki heimskr. — Nýdáinn er þar í landi Sir Provo Waldis, admíráll; hafði einn um tí- rætt; hann var elztr allra foringja í sjóliði Breta. 1812 var hann foringi á herskipinu „Shannon" og vann það ár sigr á ameríska herskipinu „Chesa- peake", og haíði þá að eins einn um tvítugt. — Austbbíki-Ungabaland. Þessi 2 ríki eru eins koiiar tvíbura-ríki. Austr- ríkis-keisari er jafnframt konungr í Ungaralandi. Hvort ríkið um sig hefir lðggjafarþing og sjálfsforræði sinna mála. Auk þess hafa þa« sam- þing fyrir sameiginleg mál, og sitja á því fulltrúar kosnir af hverju lög- gjafarþingi um sig, Austrríkis og Ung- aralands. Það var frjálslyndi íiokkr- iun í Ungaralandi, sem fékk þessari skipun á komið, og var inn mikli gáfumaðr Tisza fbrvígismaðr þess fiokks í 18 ár. Eu Tisza lét sér ekki mjög annt uni ftamfarir að öðru leyti, og þegar hann íór frá völdum, varð ,fúlíus° Szpary greifi eftirmaðr hans, og setti iiann þegar fjölmörg frum- vörp til röksamlegra endrbóta a dag- skrá frjalslynda flokksins. Menn lögðu mesta kapp á kosningarnar frá báð- uin hliðum, og sagði mönnum ýrnis- lega liugr um, hve fara mumli, enda urðu kosningarnar allvíða nokkuð róstusamar, en svo lauk, að frjáls- lyndi flokkrinn vann inn frægasta sigr. BANDAFUKIN. — í Geobgia var sú spuraing lögð fyrir 1239 af merkustu mönnuin bænda- félagsins þar („Farmers Alliance"), hver þeir vildu hel/.t aÖ yrði forseti Bandaríkjauna mest. 849 nefndu til Clevelaud, 277 IIill, 24 Gormann, 13 Gray (frá Indíana) og 2 aðra menn. — Hill vill nú helzt að sérveldis- flokkrinn svíki mestöll heitorð sín um toll-lækkanir. — Morton varaforseti Bandaríkj- anna ætlar ekki að ke^Dpa um endr- kosningu. Hann mælir með að flota- ráðgjafinn Tracy verði tekinn í sinn stað. — I New York-ríkisins löggjafar- þingi í Albany er nú fram lagt frv. um, að leyfa að hafa vínveltingahús opin á helgidögum og færa niðr leyf- isgjaldið fyrir vínsölu. Eiunig er þar nú fram lagt annað frumvarp um að lögleyfa hóruhús undir urnsjá ríkis- ins. Það eru Hills-liðar, sem eru feðr að f'rumvörpum þessum, og er eigi ólíklegt, að þau nái fram að ganga, því að lögum og lofum ráða leigukvikindi Davíðs Hill þar á þing- inu. Þykir enn sem flestar svívirð- ingar sigli í kjölfar þessa manns, hvar sem hann kemr f'ram. — Silfkið heldr áfram að falla í verði. 9. þ. m. var únzan verð 89J cts. Eftir því er sannvirði silfrdoll- arsins tæplega 69] cts.— Effríslattu- lög, sem sumir eru að berjast fyrir, kæmust á í Bandaríkjunum, þá gætu eigendr silf'rnámanna látið móta alt silfr, sem þeir fá úr námum sínum, í dollara, og mundu þeir þá græða 30J cts. á hverjum dollar. — í Chicaoo eru — segir „Ame- rika" 17. þ. m. — nú um 30,000 at- vinnulausir menn, og alt af streymir þó fólk að í von um vinnu. Margir af þeim eru allslausir. A West Chi- cago Ave. lögreglustöðvunum er um 20(1 ut þessn f'ólki hýst á hverri nótt í varðhaldsherbergjunum, og ámóta á mÖrgum öðrum af' lögreglustöðvum bæjarins. En þó má urmull liggja úti, og er það eymdarlíf, nú um há- vetrinn. Húsbrot og ránskapr . er á- kaflega títt um þessar mundír í borg- inni, og stafar án ef'a mikið af at- vinnuleysinu. — Tammany-flokkrinn er alvaldr í kjörnefnd New York ríkis, og hefir nef'ndinni komið saman um, að halda 11 ill fram sem forseta-efni. — 150 demó- kratar haf'a kvatt til nýrrar nef'nda.r- kosningar og samkomu í Maí í vor. .—^------- CANADA. — TJmtalsefni Eev. Björns Pétrs- sonar á sunnud. kemr er: ímynduð frelsun og sannarleg frelsun. — Eins og menn muna, var einn af inum þrem dómurum rannsóknarnefnd- ai-innar í Mercier-málinu, Jette, veikr í vetr,er nefndin sendi stjórninni bráða- birgðaskýrslu sina. Nú hefir álit hans (minnihlutans) verið birt loks, og hafði Angere landsstjóri leynt því um tíma. Það ber allar sakir af Mercier og sýknar hann algjörlega. Jette er tal- inn iangmerkastr lagamaðr af þeim sem í nefndinni sátu. Þetta hefir mjög glatt fylgismenn Mercier's, en athugavert er, að síðan hafa fram komið miklar sannanir fyrir fébrögð- uni hans í öðrum atriðum, og að þetta uefhdarálit nær eigi til þeirra. Efast víst l'áir nú um, að Mercier sé sekr, þótt eigi hati legið nægar sann- anir fyrir nefndhmi í vetr. WINNIPEG. — Maðb nokkfr, Begsley, er reynt hafði að nauðga gamalli íslenzkri konu í Cavalier, N. D., náðist hér, og var dreginn fyrir dómarann (Bain) a f'östud. var. Kneeshaw, attorney-general, frá North Dakota og Mr. Magnús Brynj- ólfeson, málaflutningsmaðr frá Cavalier, vóru hér fyrir hefe, til að fá mann- inn fram seldan. En ekki vóru næg gögn fyrir hendi tii að veita það, og var þeim veittr frestr til næsta föstu- dags til að nalgast frekari málsgögn. Æíintýri úr Norðr-Kastilíu. Eftir Albert Lenoir. i i i i i )¦ i i- Það var komið rökkr og átti að f'ara að borða. Don Gil Mendez var staddr í herbergi sínu undir lofti í húsi sínu, og kona hans og börn voru þar hjá honum. Gólfið í herberginu var úr fjöllitum marmara, og lagði því npp úr því þægilegan svala; Glugg- ar stóðu opnir og vóru breiddar fyrir þá drifhvítar blæjur, til að varna flug- unum, sem flögruðu í'yrir utan þús- undum saman, að komast inn í hús- ið. Um sólarlagið hafði komið dálít- ill andvari, en hvarf nú smátt og smátt, unz svo lítið var eftir afhon- um, að naumast bærðust blöðin á greinum trjánna þar í garðinum; ang- aði loftið af ilmnum af blómunum í aldingarðiuum fyrir utan glnggana, og lagði ilminn inn um þá, svo liúsið fylltist af svölu anganlofti. Menn vóru seztir að kvöldverði. Fimm menn vóru alls í salnum; það var Don Gil Mendez og kona hans, þrifleg húsmóðir, nokkuð ieitlagin og dætur þeirra tvær, ungar stúlkur og fjörugar; þær vóru reyndar ekki neitt afbragðsfríðar, en þó vóru þær prýdd- ar tveim aðalkostum, er bæta þykja að mestu upp f'yrirtaksfriðleik, eink- um á spænsku kvennfólki; en það vóru fögur augu og mikið hár, hrafnsvart. Vel má vera að þær hefðu virzt fríð- leiksstúlkur, hefði eigi þriðja stúlkan verið, sem bar langt af' þeim. Það var ung vinstúlka þeirra. er dvalið hafði um hríð í húsi Don Gils. Þungr hryggðarblær hvíldi yflr asýnd hennar og skerði nokkuð fjör það og fegrð, er lýsti af' yfirbragði hennar; en þrátt fyrir það bar hún þó af miklu f'ríðari stúlkum, en þeim dætrum Don Gils Mendezar, þótt þær væru all- snotrar. „Það veit þó heilög hamingjan, Donna Sezelja", mælti inn glaðlyndi húsbóndi og tók um leið víntlösku, sem stóð á borðinu, og laut niðr að inni ungu stúlku,—,.að það er svo að Bjá, sem þér kunnið eigi að meta það, sem náttúran gefr af sér hérna í fjöll- unum hjá okkr. Má óg nú ekki bjóða yðr dálítið af Pajar-víninu því arna; það er einmitt handa kvenfólki, því að karlmðnnum þykir of mikið sætu- bragð að því. En hvað óg ætlaði að segja", mælti liann enn fremr, og leit um leið til dætra sinna, „er þá alls eigi unnt að finna ráð til þess að nema burtu þennan sorgarmökkva, sem svífr yfir yfirbragði yðar? Þér vóruð svo glaðar og ánægðar er þér komuð síð- ast. Mér þætti þó mjög leiðinlegt, að verða að láta yðr fara heim aftr til föður yðar svona dapra og föla í bragði; hailn Kaqvena, vinr minn gamli, mundi ætla, að ég væri búinn að heilla barn- ið hans''. „Við skulum reyna allt, eins og við getum bezt, faðir minn góðr", svaraði eldri dóttirin, ,,en ekki trúi ég því að þú þurfir að óttast ámæli af vm þín- um fyrst um sinn. Þú skalt að minsta kosti fá tóm til að búa þig undir þau, því að við munum gæta Sezelju svo rækilega, að hún hyggi eigi a brott- för svo brdðlega". „Það þykir mér og all-líklegf", svaraði Don Gil, „og ég vona að ykkr takist það. Nví sem stendr er það mesta óskaráð, að láta inn fagra gest okkar ekki fara, með því að Karlungar* sitja á veginum milli Meranda og Santander, og er því in mesta mann- hætta að fara um hann. Það eru ekki rneira en 3 dagar síðan, að þeir heftu ferðamanna-hóp einn, sem þeir hafa annaðhvort rænt eða haft með sér upp í fjöllin, og ætlað sér að þröngva til að gjalda lausnareyri". Nú var farið að tala um hryðju- verk þau, sem unnin vóru í borgara- styrjöldinni, og ránskap Karlunga. Don Gil hafði einmitt sama morgun komið til Santander, og hafði fengið þar ýmisleg tíðindi; tók hann nú til að segja frá því, er hann hafði lesið í fréttablöðunum frá höfuðstaðnum, og sömuleiðis frá lausafregnum um hryðju- verk uppreisnarmanna. Kvennfólkið hlýddi á sögu hans titrandi af ótta, en með mesta athvgli, eins og þess er jafnan vandi, er sagðar eru hroða- legar sögur. Imyndunarafl þess æst- ist og efldist ávalt meira og meira, svo að þeim þótti bráðum sem þær væru sjálfar staddar í hættum þeim og skelfingum, er þær heyrðu sagt frá, og var eigi laust við að hrollr færi um þær, unz sögumaðr loks hætti, er hann hafði sagt fra nokkrum stór- kostlegum hryðjuverkum, er framin höfðu verið í Aragoníu, því að hann íniymlaði sér, að þær mundu þá vera búnar að fá nog. Síðan tók hann mais- blað eitt, vaí'ði því snyrtilega utan um tóbak, og kveykti síðan í; var það vandi hans, að reykja þess konar vindil, áðr en hann gengi til hvílu. „Guði só lof', mælti frú Mendez loks eftir langa þðgn, hafði konu- skepnan verið að hugleiða það, er hún haí'ði heyrt sagt frá; „guði sé lof! í þessum kyrláta og næðissama afkyma af Kastilíu erum við, þó laus við mörg óþægindi af þessum voðalega ófrið. Við getum borðað og drukkið, geng- ið til hvílu og risið á fætr, og þurfum eigi að óttast, að við munum lenda í klóm þessara grimmu morðvarga". Óðara en hún hafði slept síðasta orðinu, sá Don Gil, er sat andspæn- is konu sinni, hana skifta undarlega litum. Blóðið hvarf alt í einu úr kinn- um hennar, augun störðu eins og æð- istylld, munnrinn herptist saman og hún lmé aftr a bak í stólnum, eins og henni hefði orðið snögglega ilt. Því verðr reyndar eigi neitað, að Don Gil Mendez. er jafnau var glaðlegr og fjör- ugr í bragði, skií'ti og undarlega lit- um, er lionum varö litið í sðmu átt og konu hans, og sá þá í stofudyr- uiiuiii í'áein fet frá stólnum, sem haun sat á, alvopnaðan Karlunga, er honum virtist lita heldr óhýrum augum á heimamenn. Ungu stúlkurnar hljóð- uðu upp yíir sig, og í sama bili var tjaldinu fyrir einum glugganum svift i sundr, kom þar inn maðr eins út- lítandi og inn fyrri. Enn fremr heyrð- ist þungt í'ótataki frammi í göngunum, er virtist færast nær og nær; loks var dyrunum hrundið upp, og gamall húskarl og þrjár griðkonur komu inn (það var alt vinnuíblk Gils Mendezar þann tíma, er hann hafðist við á landi úti) og a eftir þeim þriðji Karlung- inn; nam sa staðar í dyrunum og stakk snuibyssu, er hann haföi hald- ið á í hendinni, í belti sér. Sá maðr- iim, er fyrst hatði komið inn, gekk (Framh. á 2. bls.). *) Svo nefndust þeir, sem fylgdu Don Carlos í valdastyrjöldinni a ár- uimm 1832—1840.

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.