Öldin - 24.02.1892, Blaðsíða 3

Öldin - 24.02.1892, Blaðsíða 3
iö því að lofa oss að tma svo um dyrnar að herberjii þessu að utan, að eigi verði komizt út, og ég ætla að láta yðr vita, að nokkrir af mönnum vorum munu verða látnir bíða spöl- korn frá gluggunum þarna. Reyni nokkur maðr að komast út héðan, eða gjöri neinn hávaða núna eina klukku- stund, munuð þ é r gjalda dirfsku hans, og því kalla ég yðr ráðlegast, að hætta eigi á það. dð stundu liðinni megið þér gjöra hvað yðr lízt“. Þessar^ boða var nákvæmlega gætt, því nóg hafði mönnum þótt um hót- anir gestanna, og ekki íékk húskarl- inn að taka grjótið frá hurðinni, fyrr en kornið var á aðra klukkustund. Var þá þegar tekið til að leita að Sezelju, en lnin fa'nnst hvergi, og þeg- ar farið var að gæta í fataskáp henn- ar, þóttust menn vita, að hún mundi eigi ætla sér að korna aftr fyrst um sinn, og var, ef til vildi, eigi að bú- ast við að sjá hana nokkurn tíma framar. Eins og eðlilegt var, vóru ýmsar getgátur um jafnkynlegan atburð og þetta, og ræddu þær mæðgur um það út í æsar, áðr en þær gengu til livílu, og vórn þær þó nokkuð þreyttar eft- ir kvöldið. Don Gil Mendez lét und- ir eins söðla hest handa sér, og reið þegar í stað til Santander. Vóru taf- arlaust sendir menn í allar áttir að leita stigamanna þeirra, er hann kvað ráðið hafa á hús sitt og rænt það; en öll leit varð árangrslaus, og kyn- legast var það, að ekki hafði orðið neitt vart við för stigamanna í þorp- '■unum eða kofunum þar í nágrenn- inu. Iivergi höfðu Karlungar sézt né þeirra heyrzt getið. Á hinn bóeinn sáust alls engin liestaför eða manna nálægt bæ Gil Mendezar, og er þó oftast talsverðr traðkr eftir stóran her- manríaflokk, og leiddi þetta alt- til þess, að flestir komust á þá ætlun, að kaup- mannsskepnunni Irefði sýnzt stigamenn talsvert fieiri en þeir vóru, af því hann hefði verið hálftrylltr af undr- un og ötta. Að nokkrum tíma liðnum spurðist ein af þessum fregnum, er virðast koma ofan úr loftinu, og eigi er unnt að komast fyrir, hvernig á stendr,— og trúðu margir henni í Santander. Hún var þannig hljóðandi, að Karl- ungar h'efðu aldrei komið á heimili Don Gils, heldr rnundu menn þeir, er rænt höfðu fénu, er reyndar var lítilræði af öllum eigum Don Gils, hafa verið fjórir ungir sveitarforingj- ar, sænskir eða pólskir, er væru í her- sveit einni útlendri, er komið hefði frá Frakklandi og gengið í herþjón- ustu á Spáni. Hefðu þessir veslings úllagar eigi séð annað fyrir sér liggja en að þeir mundu aldrei fá mála þann, er þeir áttú inni lijá stjórninni, með því að þá var næsta lágt í fjárhirzlu ríkisins, og þess vegna fundið þessa nýju aðferð, sern reyndar var ekki sem allra-löglegust, til þess að fá laun fyrir herþjónustu sína og blóð það, er þeir höfðu látið. Væri nokkuð slíku tiltæki til afsökunar, þá væri það það, að þeir hefði verið staddir sem út- lagar í ókunnu landi, og svo hitt, að þeim hefði verið nauðugr einn kostr, að afla sér fanga, að minnsta kosti til að lralda við i sér lífinu. Ið fyrsta, er Don Gil Mendez kom tii hugar, er menn þeir vóru komn- ir á stað, er elta skyldu Karlungana, er menn hugðu vera, var að rita til Miranda, til þess að láta föðr Sezelju vita um ið kynlega rán dóttur hans. Hann vissi, að vinr hans var maðr fremr vanstiltr í skapi, og beið því svars með óþolinmæði; en um þær mundir var, eins og áðr er sagt, ilt um- ferðarogsamgöngur litlar .manna á milli, og leið því á löngu áðr svarið kom. Loks kom það, og flutti betri tíðindi, en hann hafði búizt við. Don Raqvena hafði frétt til dóttur sinnar; og keypt hana af stigamönnum fyrir ærið lausn- argjald; kvað hann hana nú vera hjá vini sínum einum á Frakklandi. Samt sem áðr þótti mega lesa ina bitrustu heift milli línanna í bréfi hans og auösætt var það, að faðir Sezelju forð- aðist að minnast á þetta neitt nákvæm- ara, enda rak in glöggskyggna frú Mendez þegar augun í það. Hún hristi höfuðið og kvað sér þykja það kynlegt, að Don Raqvena slepti alveg því, að dóttir hans og Karlunginn þelctu hvort annað, er þau hittust og þó vissi enginn neitt um kunningskap þeirra, og mintist heldr ekki á, hvað fús hún hefði verið að fara með hon- um, er enginn hafði skilið í, því frá öllu þessu hafði Don Gil skýrt hon- um nákvæmlega í bréfinu, og svo virtist þó, sem meira væri varið í alt þetta en svo, að það gæti liðið með öllu úr minni. Nokkrum vikum síðar kom annað bréf frá Don Raqvena og skýrði hann í því frá því, að dóttir sín væri gift útlendum sveitarhöfðingja, miklum manni af góðum ættum. Um sömu muudir kom til Don Gil ókunnr maðr, og borgaði honum einmitt jafnmikið fé, og hann haiði mist nóttina góðu, þegar Sezelju var rænt. Kaupmanns- skepnan komst aldrei að því, livern- ig á öllu þessu stóð; en þær mæðg- ur vóru glöggskyggnari en hann, og komust að þeirri niðrstöðu, er þær höfðu hugleitt alla málavöxtu ná- kvæmlega, að Don Raqvena mundi hafa vitað af kunningskap þeirra dóttur hans og ins útlenda sveitar- höfðingja, og því kornið henni til vinar síns gamla, því hann hugði að þar mundi lienni vera óhætt, ef henn- ar væri leitað; og höfum vér nú séð, að sú varúðarregla stoðaði liarla lítið. Sveitarhöfðinginn hafði alls eigi vitað, hvar in unga stúlka var niðr komin, er hann lagði ráð sín gegn Don Gil Mendes, en hafði notað tækifærið, er hann hitti hana þarna svona óvænt, til að vinna þrent í einu: að hafa hana á brott með sér, afla sér fjár og þröngva föður hennar til að leggja samþykki sitt á ráðahaginn. FRÁ LÖNDUM VORUM. — Grund P.O., Febr. 18.•—Múnu- dag 15. þ. m. var fundr haldinn á Grund hjá Sigurði Kristóferssyni, sem hafði boðað til fundarins. Til- gangrinn var að stofna félag með- al íslendinga í Argyle. sem allir að kalla heyra til frjáislynda flokkn- um. Yar fólag stofnað og skráðu sig þegar yfir 30 menn í það. Lög félagsins vóru nálega orðrétt eftirrit af lögum félags oins í Winni- peg, sem kvað kalla sig „Ioelandic liberal Association“. — Sigurðr Kristofersson var kosinn forseti, Árni Sveinsson fyrsti varaforseti, Skafti Arason 2. varaforseti, Björn Jónsson skrifari, Björn Sigvaldason féhirðir. Aðkomandi utansveitar var þar viðstaddr Einar Hjörleifsson, sem Sigurðr Kristófersson hafði fengið til að koma þangað vestr til sín til að leggja sór orð í munn, hvað sem í skærist, því JSig- urðr er maðr einfaldr, en montinn og hégómagjarn. Einar hélt tölu og skýrði frá upprima frjálslynda flokksins. Hann minntist á hlut- töku landa í hérlendri pólitík. Hann kvað Islendinga vera skap- áða „liberals" að eðlisfari. Þeir hefðu heima mætt kúgun og of- beldi, og það væri einmitt það sem hefði gert þá frjálslynda. — James Dale, enskr maðr, hélt og ræðu á ensku. — Nafn fólagsins er „Icelan- dic Liberal Association of South Cypress“. — Wilno, Minn., Febr. 20. — 11. þ. m. andaðist sómakonan Björg Illhugadóttir, 68 ára, kona Sigr- laugs Sigurðssonar. Hún hafði ver- ið gigtveik í mörg ár. Þau hjón bjuggu vel og lengi í Gunnólfs- vík á Langanesi. K YRKJ UMÁ LÁ-F UNDR í MINNEOTA. (Fregnbréf til „Aldarinnar"). Minneota, Minn., Febr. 20. 1892. Kyrkjumálafundr var settr í dag í Minneota, til að ræða um almenn- ing varðandi mál innan saínaðar Minneota-nýlendu og enn fremr um allsherjar mál Isl. hér í álfu. Eundr settr kl. 2 síðd. og byi'j- aði á sálmasöng (nr. 101 í sálmab.). Þar næst las séra H. S. Þorláks- son nokkur vers úr postula-gjörða- bókinni, 20. kap. 8. M. 8. Askdal gerði þá tillögu, að hr. G. A. Dalmann fengi að sitja á fundi sem fregnriti „Heims- kringlu“, og vár það samþykt. Þar næst var tekið til umr. ,,blaða-málið“. Framsögumaðr hr. J. H. Frost. S. S. Ilofieig lagði til, að öllum væri gefið málfrelsi; stutt af S. M. S. Askdal. Tillagan var felld með 8 : 6 atkv. Sakir ólíkra skoðana, sem fram komu um tillöguna, færðist fram- sögumaði' undan að hafa á hendi framsogu málsins. G. S. Sigurðsson bauðst til að gerast framsögumaðr þess. Forseti (séra K. S. ÞJ) skoraði á hr. Frost að flytja málið; kvað hann orsök sína til neitunar vera þá, að meðmælendr tillögunnar hefðu ekki gefið glöggar skýringar yfir, hví þeir vildu hafa hór al- ment málfrelsi. Framsgumaðr (Frost) kvað alla mundu vita, að takmark [allsí] fó- lagsskapar væri, að ná fullkomnun. En svo væri og það víst, að eng- inn félagsskapr gæti staðizt, nema hver fólagsmaðr ynni að félagsins heill ? öllu. — Hann kvaðst hór ætla að tala um fróttablöðin okk- ar íslenzku. Hann kvaðst ekki þurfa að nefna nöfn þeirra blaðanna, er* væru móti kristilegu félagi; við þektuni þau allir; og hver sá safn- aðarlimr, sem verðr væri að heita safnaðarlimr, hlyti að taka þetta mál til alvarlegrar umræðu. S. S. Hofteig tók næst til máls. Hann kvað engan safnaðarlim mundu ljá þeim blöðum fulltingi, er ynnu á móti kristindóminum, en kveðst áiíta það skyldu sína að skoða blöðin, svo maðr gæti kynnt sór málið frá báðum hliðum. Séra N. S. Þ.: Yér erum ekki í neinum efa um, að kristindómr- inn só sannr; því er oss ónauð- synlegt að lesa mótspyrnublöð hans. Hér væri stórt efni um að ræða. „Heimskringla“ hefði nýlega flutt, að biblían stæði á líkum grund- velli sem Edda eða þvíumlík rit. Þetta gæti engum dulizt að væri háskalegt fyrir gamla og unga, og vér ættum ekki að styðja það sem niðr bryti kristindóminn eða rýrði dýrð drottins. Enda þótt ritsj. „Lög- bergs“ væri ekki rétt-trúaðr, þá léti , hann. þó mál kristindómsins í friði; | léti hann þau ekki í friði, kvaðst P. BRAULT & C0. 477 MA1N STR. WINKIPEG flytja inn ÖLFÖNG VÍN Og VINDLA. Hafa nvi á boðstólum miklar birgðir og fjölbreyttar, valdar sérstak- lega fyrir árstíðina. Gerið svo vel að líta til vor Vér ábyrgjumst að yðr líki bæði verð og gæði. ræðum. mundi snúa svo við honum sem hinurn. F. R. Johnson kvað það ekki vera tilganginn að rífa niðf blöðin, heldr að eins að bera saman skoð- anir manna um, hvað heppilegast væri að gera. Allir vissu, að „Hkr.“ og ,,01din“ væru að vinna á móti málum kristindómsins. Johs. Pétrsson kvað það ekkert flýtisverk að ræða þetta mál né gera þær samþyktir, er réttlátar væri. Kvað sór líka illa við Einar Hjörleifsson, hversu hann hefði kom- ið fram í kvennritara-málinu í Wpg. — .Undir stjórn Eldons væri ekki um „Heimskr.“ að tala; en Jón Olafsson þektu allir, svo að um hann þyrfti hann ekkert að segja. Frarnsögumaðr fór að útskýra skyldur safnaðarmeðlima. S. S. Hofteig kvaðst álíta að hann hefði fulla heimild til að lesa öll blöðin, þótt mismunandi skoðan- ir kæmu fram í þeim; og margt í blöðunum væri gott. Ymsir fleiri ræddu um málið. Arni Sigvaldason kvað almenn- ing þurfa að gera sór ljósa hug- mynd um, hvað það væri, sem bygði upp kristindóminn eða rifi hann niðr, og þ,ið yrðu menu að gera með góðu og með lipurð, en ekki með dómum. Þessi óeirðaralda, er nú gengi yfir Vestr-Islendinga, hún væri óttaleg. FramsÖgumaðr lagði þá til, að umræðum væi'i slitið, og lót. í Ijósi þá ósk, að aumingja börnin drykkju ekki í sig' það eitr, sem „Ileims- kr.“ og „Öldin“ eru að byi'la. G. S. Sigurðsson kvað það margt vera í öllum blöðunum, er betr væri þar ekki; en kvað sór illa líka alla porsónulega dóma. Till. framsögumannsins var studd og samþykt. Þar næst var tekið til umræðu skótarnálið (háskólamálið). Fram- sögum. var sóra N. S. Þorláksson. Hann kvað öllum fundarmönn- um kunnugt um þetta mál. Það hefði mest verið rætt af andstæð- ingum kyrkjunnar, og væri það næsta merkilegt; því kyrkjufélag- ið þarfnaðist ekki dóma þessara manna. Það gæti enguru dulizt, að þessi skólastofnun hefði mikla þýð- ingu í kristilegu tilliti og almennu mentalegu tilliti, og ef hún kæm- ist á fót, yrði hún Islendingum til heiðrs. Islendingar ættu að eiga sjálfir sína kristilogu mentastofnun, þar sem ísl. unglingar ættu að- gang að mentun, svo Islendingar gætu komið hór fram sem ment-

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.