Stefnir - 16.12.1893, Blaðsíða 2

Stefnir - 16.12.1893, Blaðsíða 2
90 S T E F N I R. 1893 pffjggg^Sjggfcír.-. Eigi að kenua leikfimi í skólanum, verð- ur að gjöra við husið og kaupa áhöld. En þetta er pó tilgangslaust nema tím- inn til leikfiminnar sje aukinn; nú er pað aðeins 1 tími á viku, sem ætlaður er til leikfimi, en mætti ekki vera minna en 4 tímar. En pann tíma má ekki missa frá öðrum námsgreinum. J>að ber pví að þeim brunninum, að nauðsynlegt er, pó ekki væri nema þessa vegna, að lengja skólatímaun eins og opt hefir áður verið rætt um. En pótt allt petta fengizt nú, pá vantaði nokkuð enn. Enginn afkenn- urum peim, sem nú eru, er fær um að kenna leikfimi að nokkru ráði, eptir pví, sem peir sjál'fir hafa sagt. J>eir eru allir af gamla skólanum og hafa ekki lært leikfimi nerna lítið eitt í skóla af kennara, sem talað var um í sumar á pingi, að veit-a fjárstyrk til leikfimisnáms erlendis, og svo af kennara hans, sem var auðvitað enn pá eldri í hettunni og öll aðíerð hans enn pá úreltari. Af pessu leiðir, að ann- aðhvort pyrfti einhver af hinum núver- andi kennurum að læra leiklimi og kynna sjer leikfimiskennslu utanlands, eða pá, að nýr kennari væri fenginn til pess að kenna pessa grein, sem fær væri um pað í alla staði. Yrði skólatíminn lengdur um eitt ár, pyrfti að öllum líkindum að bæta við einurn kennara; sá kennari ætti ein- mitt að kenna leikfimi, söng og teikning, sem alveg hefir verið vanrækt á skólanum. J>á væri allt fengið, pví öllum ber sam- an um, að kennsla á skólanutn sje að öðru leyti í bezta lagi. En meðan allt petta kernst í kring, sem vonandi verður ekki langt eptir að bíða, pá verð jeg að álíta iieppilegast, að leikfimiskennslunni sje al- veg hætt, pví eins og hjer að framan er sýnt, hlýtur hún að verða bara kák, og eintómt humbug að telja hana ineð í skólaskýrslunuin. Hjer er um eina hina allra helztu al- menna menntastofnun landsins að ræða, og varðar pví mál þetta allari almenning. Leyfi jeg mjer pví að biðja yður, herra ritstjóri, að lána línum þessum rúm í yð- ar heiðraða blaði. Sjerstaklega vildi jeg óska, að skólastjóri, kennarar og yfirstjórn skólans ihuguðu petta mál rækilega, pví jeg óska einskis íramar en að pessi parfa stolnun geti náð sem mestri fullkomnun. Ritað á Eligiusmessu 1893. Ármann. --------—-—- Vestan mn haf eptir Dr. Valtý Guðmimdsson. III. Edínborg, 14. júlí 1893. J>að er ekki neitt skemmtilegt að lifa bjerna í Edínborg á sunnudögum og öðrum helgum dögum. Engar skeinmtan- ir, engin vagnaferð um göturnar, tæpast mannaferð, nema peir sem í kirkju fara, dauðakyrð yfir öllu. Allir veitinga- og matsölustaðir lokaðir, og getur ferðamað- urinn hvergi lengið mat nje drykk, ef hann hefir ekki verið svo forsjáll, að kaupa sjer bita kveldið áður og biðja húsmóður sína að malreiða pað fyrir sig. En pað eru ekki allir, sem vara sig á slíku og mega svelta fyrir bragðið. Skotar eru trúmenn miklir. J>eir tigna tvennskonar þrenningu: heilaga prennineu ásunnudögum, en málm- þrenninguna L. s. d. ( = pund, shilling og penny) á virkum dögum. Er pað nokkuð ójafnt skipt, að pjóna mammoni alla vikuna, en guði aðeins hvern sjöuuda dag, en með pví meiri strangleika lialda peir hvíldardaginn. Húsbóndanum dettur ekki í hug að raka sig á sunnudegi, því pað væri syndsamleg vanhelgun á hvíldar- deginum, að bæta peirri aukavinnu á elda- buskuna, að vera að láta hana hita rak- vatn. J>að hetír verið og er jafnvel enn álitið syndsamlegt, að lesa blöð og ganga sjer til skemmtunar á sunnudögum. Á .pað bendir og pessi saga. Eríkirkjuprest- ur einn mætti einhverju sinni sóknar- barni sínu, ungri stúlku, og mælti við hana: «J>að bar vel 1 veiði, að jeg mætti pjer, því mig hefir lengi langað til að tala um nokkuð við pig, sem mjer liggur á hjarta. Jeg hefi heyrt — en pað getur varla verið satt — jeg hefi heyrt, að pú gangir pjer stundum til skemmtunar á sjálfan sunnudaginiu. — «Jú, prestur minn, petta er öldungis satt; en i biöíunni stendur líka, að Drottinu vor hafi geugið yfir kornakur á hvíldardegi*. — «Ójá, satt er nú pað», sagði hinn árvakri sálnahirðir og varð eins og dálitið bvumsa við. En hann áttaði sig fljótt og bætti víð með spekingssvip: «En nú skal jeg segja pjer nokkuð, að hafi frelsariun gengið sjer til skemmtuuar á hvíldardegi, pá álít jeg að pað sje ekki til að auka veg hans». J>að eru ekki meira en 6 ár síðau að eptiríyIgjandi brjef stóð i blaði einu hjer i Edlnborg, frá skozkum presti, sem hafði verið borið pað á brýn af mótstöðumönn- um sínum, að hann hefði sjezt á gangi í einum af lystigörðum borgariunar á hvíldardegi. Erjefið hljóðar svo: «Yissar illgjarnar og samvizkulausar persónur hafa dirfzt að láta pann kvitt fijúga fyrir, að jeg hafi átt að sjást á gangi í hinum svo neínda Drottningargarði á hvíidardegi. Jeg pverneita sliku og Iýsi pað tilhæfulausa ákæru. Jeg geng mjer aldrei til skemmtunar á hvíldardegi. Jeg leyfi mjer að bæta því við, að þó jeg gæti stytt mjer töluvert leið frá heimili mínu til kirkjunnar með pví að ganga gegnum garðinn, pá íorðast jeg að gjöra pað. Hafi óvinir mínir auga með mjer, ef þeir vilja, og peir munu sjá, að jeg tek á mig krókinn og fer utangarðs*. Nú ganga pó sumir sjer til skemmt- unar á sunnudögum, og nú er ekki að tala uin að neinn Skoti leggi fæð á hæn- urnar sínar, þótt pær verpi á sunnudög- um, en sagt er, að peim haíi ekki fyrrum verið vel við slíka vanhelgun á hvíldar- deginum. Skotar tala við skapafann eins og bann væri nágranni peirra, segja honum frá pörfum sínum og óskum, og sjeu pær uppfylltar, pakka peir honum heitt og inni- lega fyrir náðargjafir hans. En fái peir ekki pað, sem peir biðja um, hafa þeir pað lika til, að ávíta hann með hægum orðum fyrir að hafa ekki bænheyrt þá. J>yki Skotanum máltíð sín hafa verið mög- ur og af skornum skamti, færir hann Drottni reyndar pakkir fyrir hana, en hann lætur hann um leiö skilja á sjer, að petta hafi verið ljelegur kostur. Hann gerir sjer far um að tala greinilega í bænnm sínum og skýrir þráfallt orð sín, svo ekki geti komið til nokkurra mála, að Drott- inn misskilji hann. Skotar eru ákaflega biflíufróðir og er ekki jafn tíðrætt um neitt og hana. J>eir kalla drottinsdaginn ekki sunnudag, held- ur-Sabbath. Slíkt er meira í biflíustýl. J>egar Skotar verða kenndir og fara að verða málhreyfir, pá fara peir jafnan að ræða uin trúarbrögð og bifliuspursmál. Hve rík bitiían er í huga þeirra sýnir eptirfylgjandi saga. Fyrir nokkrutn árum fór skozkur prófessor upp í sveit í sum- arfríinu og einn af hinum efnilegustu lærisveinum hans með honum. Pilturinn drukknaði í á og fannst lík hans mjög svo skaddað næsta dag. Prófessorinn varð alveg utan við sig af sorg, og fannst hann nærri þvf sekur í dauða hins nnga manns, sein honum hefði verið trúað fyrir. Hvað raundu foreldrar hans segja? Hann sendi hraðskeyti til föður hans og kom hann næsta dag. Prófessorinn tók á móti hon- um á járnbrautarstöðinni, og var sem steini væri lypt frá bjarta honum, er hann heyrði föðurinn segja: cDrottinn gaf, Drottinn tók; sje nafnið Drottins vegsain- að». Og svo bætti hann við : «J>essi á- gæta setning er í Jobsbók, 1. kap , 22. versi — nei, látum okkur sjá, er pað nú 21. eða 22. versið ? J>að er 21. versið, jeg er nokkurn veginn viss um pað». Övo gengu peir til húss pess, par sem lík liins unga manns lá, og voru alltaf að tala um Jobsbók á leiðinni. Menn skyldu nú balda, að Skotinn hefði hlaup- ið í faðm síns látna sonar til pess að kveðja hann með skilnaðarkossi. Ónei, hann bafði anuað að liugsa. Hann sá biflíuna par á borðinu, greip hana sem skjótast og fletti upp Jobsbók, og er hann hafði fundið staðinn, sagði hann um leið og hanu leit sigri brósandi á prófessorinn: «J>að er 21. versið. — Jeg vissi að jeg balði rjett íyrir mjer*. Skotar vilja jafnan sitja í fremstu röð og hafa beztu sætin, hvar sem peir eru. ekki einuugis í þessutn heimi, heldur líka í himmiríki og pangað eru peir allir vissir um að koma. Maður, sem fyrir fám árum ferðaðist um Skotland, segir frá málverki af dómsdegi, sem hann sá í húsi skammf frá Edínborg. J>ar stóðu til Guðs bægri handar fyrstur Johu Knox, par næst Robert Burns og Walter Scott og pví næst

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.