Stefnir - 13.04.1897, Qupperneq 1
Argang. 24 arkir. Yeri’l 2 kr., er-
lendis 2 kr. 50 a. Borgist fyrir
lok júlím. Uppsögn ógild nema
komin sje til útsölumanna 1. okt.
STEFNIR.
Fimmti árgangur.
Augl.kosta 75a.hver þuml. dálks
eða 12 a. línan af vanalegu letri
tiltölulega meira af stærra letri’
þuml. 90 a. á 1. síðu, 5 a. líuan
ír. C.
Akureyri, 13. april.
1897.
Fjárkláðinii.
I síðasta blaði Stefnis stóð grein eptir
Benedikt Jónsson um fjárkláðann. I>essi grein
er að því leyti betri en brjefið, sem stóð í
blaðinu um daginn, að hjer er ekki verið að
skrifa í blóra við aðra, en að öðru leyti tek-
ur þessi grein hinni ekkert fram. J>ær verða
að standa sem vottur um verklega þekkingu
manna lijer á landi, og ef þær yrðu hvöt
iyrir menn til þess, að efla verklega menntun
í landi þessu, þá gæti þó eitthvað gott leitt
af þeim.
£>ær verða ennfremur að standa sem
vottur um rirðingu manna fyrir lögum og
rjetti, sem fulltrúar þjóðarinnar hafa sett á
allsherjar þingi, og fyrir löglegum skipunum
yfirvalda. Og ef þær gætu sýnt mönnum að
ferill mótþróans og ólöghlýðninnar er ekki
heppilegur vegur til þess, að fá ráðið bót á
meinum landsins, þá væri það einnig góð af-
leiðing.
Að öðru leyti sýnir greinin mest ímynd-
anir einstaks manns, sem virðist óþarft að
svara. Aptur á móti vil jeg fara nokkrum
orðum um sjálft kláðamálið.
Um daginn skrifaði jeg um skoðanir
ýmsra rithöfunda um kláðann. En nú vil
jeg skýra frá skoðun eins bónda, sem hefir
reynslu í þessu máli, og er það fórður hrepp-
stjóri Guðmundsson á Hálsi í Kjós, sem er
amtsráðsmaður fyrir Kjósar- og Gullbringu-
sýslu. Hann skrifaði alllanga grein um »Óþrifa
vanhöld og baðanim, sem var prentuð í ísa-
fold 2. okt. 1895 (81. tbl.) Hann fer meðal
annars þessum orðum um málið:
»Margur er að káka við ýmsan íburð,
sem að vísu getur dugað við fátt fje, með
mjög mikilli hirðusemi, en nærri ókleyft á
mörgu fje, og að sjálfsögðu miklu dýrara en
bað, sje tíminn reiknaður nokkurs virði.
Að baða fje sitt að vetrinum er stór-
mikill hagnaður, einkanlega það, sem stöðugt
er í húsi og á gjöf, svo sem lömb og ær.«
»Má að minnsta kosti reikna kr. 1,10 hag
í heysparnaði og meiri ull á hverri kind fyrir
að baða hana.« »En hverjum einstökum og
öHum þeim, sem ekki þekkja nytsemi bað-
anna af eigin reynslu vil jeg af einlægni en
alvarlega ráða til að viðhafa þau á komandi
vetri.« »Bezt er á vetrardegi að baða fje
ínni í fjárhúsunum, en sje það ekki hægt —
kúsin t. d. sjeu svo þröng — er sjálfsagt að
sUppa kindinni inn í húsið jafnóðum og bað-
að er; en sje frost lítið og þurt veður, hefi
jeg gjarnast látið fjeð út daginn eptir böð-
unina og aldrei orðið að meini.«
Ennfremur vil jeg því skýra frá, hverj-
ar reglur hafa verið settar hjá Dönum gegn
fjárkláðanum, en, eins og kunnugt er, standa
Danir mjög framarlega í öllum búnaði, Hinn
14. apríl 1893 voru lögleidd hjá Jieim ný lög
um næma húsdýra-sjúkdóma. J>ar er fjár-
kláðinn talinn meðal hinna verstu sóttnæmis-
sjúkdóma, og er ákveðið, að yfirvöld skuli
jafnan verja almenning fyrir þeirri sýki.
En það er of langt mál að fara út í
ákvæði laganna. Hjer vil jeg að eins taka hin
sjerstöku ákvæði um fjárkláðann, sem eru í
erindisbrjefi, er innanríkisráðgjafinn heíir gefið
út 24. ágúst 1894 samkvæmt lögunum. J>ar
segir svo um fjárkláða á sauðfje:
69. gr. Umsjón yfirvalda nær aðeins til
sauðkindanna í landareigninni').
70. gr. Öll hjörðin skal, svo flótt sem unnt
er, takast undir umsjón dýralæknis til
lækninga með maurdrepandi meðulum. Með-
an umsjón yfirvalda varir, á hjörðin að vera
aðskilin frá öðru fje, annaðhvort í húsi,
tjóðri, girðingu eða stöðugri hjásetu.
71. gr. Hagi, þar sem kláðasjúkar kind-
ur hafa verið, má eigi takast til afnota fyr-
ir heilbrigðar kindur fyrri en eptir 6 vikna
tíma.
72. gr. J>egar kláði kemur upp í fje í
sambeitarlandi, skal gjöra þessar ráðstafanir:
a) Allar kindurnar skal taka undir umsjón
yfirvalda, og fara svo með sem segir í 70.
gr. 1. málsl., og skal eigendum skýrtfrá
þessu.
b) Enga kind má taka úr liópnum, áður um-
sjóninni er lokið. Lögreglustjórnin skal
semja skrá yfir tölu og kynferði sauðfjár-
ins og líta eptir því að minnsta kosti á
hverjum hálfum mánuði, að kindurnar sjeu
með tölu. J>ví að eins að eigi sje hægt
árstímans vegna, að hafa allt fjeð saman,
má leyfa eigendunum að taka ijeð heim,
enda skal það vera í umsjón yfirvalda
eptir sem áður.
c) Dýralæknir skal þegar í stað gagnskoða
þær kindur eigendanna, sem liafa verið
eptir heima.
73. gr. Kjöt af kláðasjúkum kindum má
því aðeins nota til manneldis, að sýkin hafi
eigi valdið drepi í kjöti kindarinnar.
Skinn af kláðasjúkum kindum skal
annaðhvort þegar í stað flytja með nauðsyn-
legri varkárni til sútunar, eða sótthreinsa
rækilega.
Aður en ull af kláðafje er notuð eða
seld, skal þvo liana úr heitum sóda eða
pottöskulút.
74. gr. |>egar búið er að verka eða sótt-
hreinsa fjárhúsin, á að viðra húsin vel í 4
vikur, áður en þau eru notuð.
Taðið og íburöinn undir fjeð skal ann-
1) í Danmörku eru lönd manna girt, og er því
hjer tekið svo til orða.
aðhvort gTafa eða plægja niður. J>ar sem þessu
eigi verður við komið, skal setja kalk saman
við og síðan grafa ofan í mykjuhauginn.
75. gr, Umsjón yfirvalda skal eigi lokið
fyrri en 2 mánuðum eptir, aö allt fjeð hefir
við skoðun dýralæknis litið út fvrir að vera
albata, og getur umsjónin þó því að eins
hætt, að dýralæknir skoðihverja eina einustu
kind að nýju á þessum tíma, og sjái að þær
sjeu alveg heilbrigðar.
76. gr. Að jafnaði þarf einungis 4 skoð-
anir dýralæknis, sem sje, þegar kindurnar eru
teknar undir umsjón yfirvalda, þegar maur-
drepandi meðul eru liöfð við kindurnar í
fyrsta sinn, þegar eigandinn skýrir frá að
þær sjeu heilbrigðar, og þegar 2 mánuðir
eru liðnir frá því er dýralæknir taldi þær
heilbrigðar.»
J>egar menn athuga þessar reglur ná-
kvæmlega, þá sjá menn, hver alvara liggur á
bak við, því að þessi fyrirmæli eru eigi
sett til þess, að hafa þau á pappírnum,
lieldur til þess að framkvæma þau í verki.
En þar sem menn setja þessar ströngu regl-
ur hjá sjer, þá er auðsætt, að menn munu
setja strangar reglur við því, að kláðinn verði
innfluttur frá öðrum löndum. J>að hefir
maður sagt við mig, að bændur gætu eigi
staðizt þann kostnað að útrýma fjárkláðanum.
En hvernig myndu menn fara að, ef útlend-
ingar eigi að eins bðnnuðu innflutning á
sauðfje frá íslandi, lieldur einnig innflutning
á gærum og innfiutning á ull? petta er í-
hugunarvert og meir en það.
Páll Briem.
Bogi Melsteð og bitlingarnir.
(svar frá höf. í 20. bl. Stefnis f. á.).
Fagurt galar haim fuglinn sá.
Máltak Boga Melsteð.
Hún hefir hitt »naglann« á höfuðið
greinin mín litla í Stefni í haust um bitlinga,
enda var svo tilætlazt, að hún gjörði það,
og þá er tilganginum náð. Að Bogi Mel-
steð myndi svo sem fara að afsaka sig, vissi
jeg fyrir, en að hann myndi gjöra það á
jafn klaufalegan hátt, það varði mig sízt.
Hugsunarþráður lians í svarinu er þessi:
Greinin er nafnlaus; jeg hefi eigi 1200 kr.
á ári, bara 600 kr.; jeg hefi ekkert embætti;
jeg liefi skrifað ritgjörð úr verzlunarsögu
íslands, í Búnaðarritinu; nafnleysinginn kall-
ar bitlingana þannig fengna, að hann segir,
að jeg hafi »kúgað« styrkinn út af alþingi,
en liann getur eigi komið því inn í sitt fer-
hyrnda (en fyndnin) höfuð, að eigi er hægt
að kúga alþingi; og svo rekur lestina á allri
þessari dellu, sú röksamlega ályktun, að jeg