Stefnir - 13.04.1897, Blaðsíða 3
23
Verðlag
áhelztu útlendum vörutegundum
hjá undirskrifuðum móti peningum út í hönd, og íslenzkum vörum eptir samkomulagi:
Kaffi pd. á 75 aura, kandís 28 a., melís 25 a., munntóbak 1 kr. 80 a., róltóbak 1 kr.
40 a., export 45 a., brennivín pt. á 65 a., afsláttur verður gefinn á ðllum öðrum vör-
um móti peningaborgun út í hönd, þegar í minnsta lagi er keypt fyrir 1 krónu í einu.
Akureyri, 26. marz 1897.
Eggert Laxdal, Joh. Christensen.
eins og hin síðustu árin og skaði er, að skól-
inn skuli ekki rúma alla þá, sem á hann vilja
ganga. Nú eru um 40 á skólanum, og út-
skrifast rjettur helmingur af þeim í vor.
t 26. f. mán. andaðist að Sauðárkrók
Jðliamies Davíð Ólafsson,
sýslumaður Skagfirðinga. Hann var mjög
harmdauði öllum sýslubúum hans, því hann
Var að allra dómi eigi einungis einhver hinn
bezti maður heldur og einn með beztu em-
bættismönnum þessa lands.
Hið íslenzka kaupmannafjelag í Kaup-
rnannahöfn, er nú að semja um, við hið danska
landbúnaðarfjelag (Det kgl. danske Landhus-
holdnings Selskab) að flytja til reynslu í haust
1 skipsfarm af lifandi fje til Danmerkur,
flta það þar og selja síðan kjötið í Englandi.
Allt útlit var fyrir að samkomulag um
hetta tækist, enda er, eptir lögum fjelagsinsi
*'tt af ætlunarverkum þess að styrkja land-
^innjtjtslandi._______________________
Anglýsingar o. fl.
ÞAKKARÁVARP
til
.Tónasnr Einnrssonar á Skeggstöðum.
1. Svöl eru „vetrar kvöldin köldu,“
krenkist fjör er golan bítur,
dofnar allt að lífi’ er lítur,
Ijósin hvarma deprast völdu.
þá er vina þægast skjólið,
þegar snýst við lukku hjólið.
2. Allt eins er þá æfi hallar,
elli kuldinn þrengir fjöri,
þá er öllum þægst í kjöri,
þegar vinur til bans kallar,
hans þá mundin hlúir vöngum,
heitt er vinar brjóstið löngum.
3. Yinur þú sem verið hefur,
vina tryggstur alla daga.
fró mjer veitt, og fyrtir haga,
fremur öllum þitt mjer gefur.
þjer til reiði drottinn dýri,
dýrðar krans. er ljós hans skýri.
4. þökk jeg inni’ af heilum huga,
heill þín vaxi alla daga,
hvar sem bölstað kýstu laga,
komi’ ei neitt er þig má baga.
Vinur minn er varst mjer beztnr,
vert þú að allri gæfu mestur.
þuriður Asmundsdóttir.
Til Fjárbððunar
verður eptír komu „Thyru'1 — þ. 29.
niaí stórar byrgðir til af Karbólsýru, hjá
undirrituðum, — sem selt verður rneð ept-
ú’fylgjandi lágu verði:
Óhreinsuð Karbólsýra 100° 0 að styrk-
^eika á 50 au pd. Óhreinsuð Karbólsýra
^0—60°)ft að styrkleika á 30 au. pd. þareð
óhreinsuð Karbólsýra íæst með allskonar
styrkleik erlendis, og verðið á henni auð-
vitað eingöngu fer eptir því, hvað sterk hún
er, þá vil jeg ráðleggja mönnum helzt að
kaupa þá sterkustu (100°/0) sem er tiltölu-
i íega ódýrust, og áreiðanlegust.
1 Pund af 100° 0 óhreinsaðri Karból-
sýru skal til fjárböðunar blanda með 17
pottum af vatni, gefur það r. 3° 0 sterkt
Karloólvatn og með hæfilegri viðbót af græn-
sápu (1 V2° o' eitt hiðbeztabað, sem menn
geta fengið.
Allar upplýsingar um tilbúning bað-
lagarins svo og um aðferðina er viðhafa
skal við böðunina, verður í lvfjabúðinni gef-
ið hverjnm sem æskir þess.
Akureyrar lyfjab. 6. Apríl 1897.
0. C. Thorarensseu.
Yjer undirskrifaðir húsfeður í Lundar-
brekkusókn í Bárðardal finnum hjá oss hvöt
til þess, að votta yður, herra hjeraðslæknir
Guðmundur Hannesson, þakklæti vort og virð-
ingu vora og allra vorra sveitunga, karla og
kvenna, fyrir þá röggsemi og staðfestu og þann
mannkærleika, er þjer hafið sýnt í því, að
sporna við útbreiðslu hinnar næmu og hætt.u-
logu kíghóstasýki í vetur, — svo lengi sem
yður var leyft að beita yðar heillaríku ráð-
stöfunum að því marki. — f»að er sannfær-
ing vor, að þessar yðar öruggu framkvæmdir
hafi til þessa dags varðveitt hörn vor frá hinni
þungu sýki.
Mætti stöðug heill og hamingja framveg-
is fylgja yðar líknarstörfum!
Með ást og virðingu.
Á sveitarfundi á Bjarnastöðum 5. marz 1897,
Karl E, Friðriksson, Albert Jónsson.
Sigurgeir Jónsson, Jón þorsteinsson, Sigurð-
ur Jónsson, Jónas Jónsson, Jón Jónsson, Jón
Marteinsson, Valdimar Guðlaugsson, Pjetur
Jónsson, Halldór Marteinsson, Jóhannes Jóns-
son, Kristján Jónsson, Jón þorkelsson, Sig-
urður hriðriksson, Jón Jónsson, Sigurgeir
Jónsson, Sölvi Magnússon, Sigríður Pálsdótt-
ir, Kristín Jónsdóttir, Sigurtryggvi Tómasson.
þann 21. desember 1896, andaðist hús-
frú Kristbjörg Vigfúsdóttir á Einarsstöðum
í Nupasveit. Hún var fredd á Núpi í Ax-
arfirði 21. apríl 1870. Sumarið 1892 gipt-
ist hun Stefáni Baldvinssyni frá þjófsstöð-
um í Núpasveit og eiguuðust þau 3 börn,
er öll lifa. Kristbjörg sál. var einkar
skemmtileg kona. glaðlvnd. gáfuð og vel að
sjer, og hafði þó mjög lítillar tilsagnar
notið. Hún var fríð með höfðinglegt yfir-
bragð og mjög fjörleg í framgöngu. Að
henni var hinn mesti söknuður.
J. S.
í nærsveitum þingeyjar- og Evjafjarðarsýslu,
austan Eyjafjarðar og fyrir innan Akureyri,
vitji blaðsins til herra utanbúðarmanns Hall-
gríms Hallgrímssonar á Akureyri; en kaup-
endur í Eyjafjarðarsýslu, vestan Eyjafjarðar
vitji þess til herra verzlunarmanns Pjeturs
þorgrímssonar á Akureyri.
Yaldemar Thorarensen cand. piiiios.
flytur mál í hjeraði, heimtir inn skuldir, rit-
ar samninga, kærur og umsóknir, hefir sam-
band við málaflutningsmenn í Beykjavík og
Kaupmannahöfn. Hittist fyrst um sinn í húsi
Carls Holms á Oddeyri.
Til bókaverzlunar
Frb. Steinssonar
er komið:
Eimreiðin 3. árg. 1. hepti. Verð 1 kr.
Bókasafn alþýðu.
1. þyrnar, kvæði þorsteins Erlingssonar,
verð 2 kr. 2. sögur frá Siberiu, verð 1 kr.
þeir sem gjörast áskrifendur að bóka-
safninu, til þriggja ára, fá þessar bækur
fyrir 2 kr. þessar bækur fást í skrautbandi,
einkar hentugar sumargjafir.
íslendingasögur. Reykdæla 45 a.
þorskfirðingasaga 30 aura, Björn og (tuó-
rún, skáldsaga eptir Bjarna Jónsson frá
Vogi, verð 50 aurar.
Við verzlanina fæst Kálfræ.
Húsfrú Ingibjörg Jónasdóttir á Flugu-
mýri, áður á Bakka í Yxnadal, hcfir gefið
styrktarsjóði fátækra ekkna og munaðar-
lausra barna í Eyjafjarðarsýslu 20 krónur.
Pyrir þessa höfðinglegu gjöf til þessafátæka
sjóðs, votta jeg henni hjer með þakklæti
mitt, og vona a-> aðrir verði til þess að
fylgja þessu lofsverða dæmi.
Akureyri, 20. rnarz 1897.
Kl. Jónsson.
UPPBODSAUGLÝSING.
Kunnugt gjörist að föstudaginn þann 7.
maí á hádegi verður opinbert uppboð haldið
á Syðrihaga, og þar selt 60 kindur, allskon-
ar búsgögn og sængurfatnaður m. fl.
Uppboðsskilmálar verða birtir á undan
uppboðinu.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 3. apríl 1897.
Kl. Jónsson.
UPPBODSAUGLÝSING.
Kunnugt gjörist að la ugardaginn þann
8, maí þ. á. á hádegi verður opinbert upp-
boð halclið á Kálfskinni, og þar selt meðal
annars 40 kindur, 1 kýr, 1 hestur og ýmisleg
húsgögn.
Uppboðsskifmálar verða hirtir á undan
uppboðinu.
Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 3. apríl 1897.
_______________ KI. Jóns^on.
Kunnugt gjörist að mánudaginn 1). niuí
kl. 11. f. h. verður opinbert uppboð haldið
á Hranastöðum í Hrafnagilshrepp, og þar
selt bú Jóhannesar bónda Jónssonar: 3 kýr,
6 hross, 70—80 ær , 30 gemlingur og alls
konar húshlutir.
TJppboðsskilmálar verða birtir á undan
uppboðtim.
Skrifstofu Eyjafjurðarsýslu 27. niarz 18J7.
Kl. Jó n sso n.