Stefnir - 13.04.1897, Side 2
22
vilji víst eigi, að nein íslandssaga sje skrifuð.
Jeg nafnleysinginn skal nú fyrst geta
þess, að skýringin á því, hvað bitlingar væru,
er óbeinlínis dregið út úr flugriti einu, sem
heitir »Launalög og launaviðbætur» Khöfn.
1887. þ>að var nafnlaust níðrít um ýmsa beztu
menn þjóðarinnar, en það var hinsvegar á
margra manna vitorði, að höfundurinn var,
herra Bogi Melsteð. Jeg fór þó eigi eins
langt eins og hann, því hann gefurþað full-
komlega í skyn, að bitlingar sjeu kúgaðir út
úr þinginu, einkum af embættismönnum í
lívík, sjá t, a. m. bls. 12 og 18, en auðvitað
gat jeg eigi fylgt honum í þeirri fjarstæðu,
svoþað eru endurminningar hjá Boga Melsteð
sjálfum, sem hafa vakað fyrir honum, nú
þegar hann var að skrifa þessa grein, sem á
að rjettlæta bitling hans. 1897 er öldin önn-
ur en 1887. Nei, mjer datt eigi í hug að
koma fram með þá mögnuðu vitleysu, að al-
þingi yrði »kúgað« til þess að veita styrk,
þess vegna skrifaði jeg, að hans væri aflað á
einhvern lúalegan hátt, t. a. m,þegar menn
látast hafa skrifað svo og svo mikið, til að
halda styrk, en hafa þó eigi skrifað einn staf,
því að það getur þó varla verið alvara Boga,
að benda á ritgjörðina í Búnaðarritinu, sem
heimild fyrir því, að halda styrknum ár eptir
ár, það er ritgjörð, sem er 28 blaðsíður oo-
o
nauða ómerkileg, sem hver sá, sem nasað
hefir dálítið í fornsögurnar og Sturlungu, og
það liafa flestir gjört, hefði getað samið,
IJaö eina rjetta, sem er í grein Boga,
er það, að hann hafi eigi nema 1200 krónur
á fjárhagstímabilinu, það hefir af ógáti orðið
að ári, þetta gat hver maður sjeð, sem flettir
upp alþingistíðindunum C deildinni. Að Bogi
sje eigi embættismaður, gjörir minnst til, úr
því hann hefir laun eins og margir embætt-
ismenn; í daglegu máli er reyndar staðahans
kölluð embætti, en hvað um það, þá er ]>að
ekki honum að kenna, að hann er eigi orðinn
embættismaður, svo mikið kapp lagði hann
1895 um haustið, á að verða kennari við
lærðaskólann, en það lánaðist nú ekki, enda
hefir maðurinn ekkert embættispróf, því Ma-
gister conferens er eigi embættispróf. En
hjer kemur ein spurning til Boga, og hún er
sú: ætlaði hann sjer að halda bitlingnum
jafnframt embættislaununum, ef hann hefði
fengið embættið ? Út úr svari hans hjer uppá,
hvort sem það verður játandi eða neitandi,
má draga margar fróðlegar athugasemdir, og
skal það gjört þegar svarið kemur.
Að endingu vil jeg slá því »resultati«
föstu, að Bogi Melsteð hefir eigi með einu
orði minnst á, og það er þó aðalatriðið,
hvað hann hafi unnið að verzlunarsögu lands-
ins fyrir þær 3600 krónur, sem hann hefir
fengið til þess, og er vonandi, að þingið láti
eigi gabba sig svona ár eptir ár.
UMBROT JÓHANN ESAR í BJARKA.
f>að hlýtur æfinlega að vera óþægi-
legt að þurfa að jeta ofan í sig bein ó-
sannindi, eða mega til með að öðrum kosti
að standa naglfastur ósannindamaður í
gapastokknuin frammi fyrir almenningi.
þegar menn komast í slíkt ástand, leita þeir
venjulega allra undanbragða, og lemjast
um á hæl og hnakka til að komast úr
bobbanum og læðast í brott svo lítið beri
á. í sviplíku ástandi brýzt Jóhannes fram
í Bjarka 19. febr. þ. á. Engan þarf því
að furða, þó hann krafsi í kringum sig og
„slái um sig“, svo að ritstjóri Bjarka, sem
varla verður hissa af smámunum, hefir fundið
sjer skylt að gefa honum í skin að æski-
legt væri að hann hefði heldur hægra um sig.
Jóh. hefir í Bja. 8. des. sagt: ,.enda er
tæplega hægt að segja að þau blöð (Ste'nir
og Austri) hafi aðra st»fnu en þá að tina
■saman ritg. . . . úr ýinsum áttum“; og enn
fremur: „og er þá eigi von að vel sje hægt
að merkja stefnu hans (Stefnis), nema ef
vera skyldi þá, að taka enga ritgjörð um
þau mál er umræður getur vakið“. J>að
var þessum áburði, sem Stefnir mótmælti
11. jan., og ber fram að áburður þessi hafi
neglt höf. sinn óþægilega fastan. Stefnir
fær nú alls eigi sjeð að hann sje genginn
af nöglnnum, þrátt fyrir sviptingar hans og
stóryrðahnykki i 7. bl. Bja. J>ví þó hann
komi nú með, að hann hafi haldið fram „að
það sæist ekki að nokkur ein aðalhugsjón
vekti fyrir þeim, er stýrði blaðinu11 [J>etta
heíir höf. ekki áður nefnt], þá sannar
þetta ekkert stefnuleysi blaðsins; að fara
að veifa í kringum sig aðalhugsjón í stað
stefnu, og segjast hafa tekið þetta fram
áður, er auðsjáanlega gjört til að reyna að
að villa mönnum sjónir til þess fremur að
komast úr bobbanum. Sama er að segja
um það, er hann síðar í umbrotunum kem-
ur með þessa setningu: „af því hann hefir
enga aðalhugsjón með stefnu blaðsins“, þetta
bendir á að höf. ætlar með lagi að koraa
því að, að það sje aðalhugsjón, sem stjórn
Stefnis vanti, hann hefir sjálfsagt von um
að sjer gangi betur að verja það en stefnu-
leysi blaðsins, ef til vill af því hann hefir
enn ekki neglzt á þeim ummælum.
Jóh. hefur auðsjáanlega gleypt aptur
vitleysuna, sem til færð er í 23 línu grein-
ar þessarar, því hann minnist eigi frekar
á hana, en kemur aptur fram með aðra
náskylda henni en nokkuð óvitlausari, sem
hljóðar þannig: „Ritgjörðir þær sem höf.
nefnir hafa mjer vitanlega engar umræður
vakið.“ J>etta „mjer vitanlega“, er auð-
sjáanlega smuga, sem höf. ætlar að smjúga
í gegnum verði reynt að króa hann af
sem ósannindamann fyrir þessi ummæli
(brent barn forðast eldinn), en hræddur er
Stefnir um, að smugan verði þröng, þegar
á reynir og höf. er minntur á, hvernig
hann byrjaði opinberun sína í Bjarka 8.
desbr. fyrra ár, og hann sleppi aldrei
gegnum hana, nema með því að segjast
ekki vita hvað hann sjálfur hafi skrifað.
Jóh. þykir það dálagleg sönnunarað-
ferð hjá Stefni að leggjafram blaðið sjálft,
og segir að þessi sör.nunaraðferð sjo sama
og að slá sjálfan sig á munnin. þetta
bendir á að hann í þrætumálum mun van-
arí að sannað sje með rakalitlum fullyrð-
ingum og gorgeirsrembingi, heldur en því,
að grandskoða þrætuefnin sjálf, en flestir
skynsamir menn vilja jafnframt skoða það
og unrsagnirnar, vilji þeir nokkurn dóm
leggja á þrætuna. |>essu til skýringar skal
hjer færa til dærni: Ef einhver hefði
verið svo ósvífinn að segja að trúarbragða-
fyrirlestur höf. á dögunum hefði verið hol-
óttur og götóttur eins og sumt hraungrjótið
í Laxárdal (þrátt fyrir það þó höf, læsi
prýðisvel á blöðin), og hann svo þverneit-
aði þessu. myndi þá nokkrum nema honum
detta í hug að segja að það væri sama
sem (eins og hann og Danskurinn að orði
kerast) að slá sjálfan sig á munnin, að
leggja fram fyrirlesturinn til skoðunar, til
að sýna að hann væri þó ekki líkur hraun-
grjóti (þrátt fyrir það þó sumum kynni
að þykja hann gefa hugmynd um hve hjól-
liðugur höf. virðist vera að hafa harna-
skipti f trúarbragðaskoðunum og að svo sje
að heyra. sem aðalhugsjón hans hafi verið
mjög á reiki um dagana, og að síðustu fyrir
borð borin).
Jóh. bregður Stefni um meiðyrði, þó
hann kannist ekki við að hafa haft ósönn
meiðyrði um hann, vill hann eigi bera á
móti að hafa verið full orðhvass. því vakað
hafi þá fyrir sjer danska máltækið : „Det
skal skarp Lud til skurvede Hoveder“ (það
þnrf sterkt bað á óþrifahausa), en höf.
mun illa við böðun um hávetur eins og
fleirum.
|>á heldur Jóh. því alldjarflega fram
að „það sje jafnvel skylda allra hugsandi
manna að láta menn ekki átölulaust kom-
ast upp með að lifa á því að pranga út í
almenning ónýtum og þýðingarlausum blað-
sneplum.11 En þeir, sem kynnu að kannast
við mann, sem stundum er á ferð á Akur-
eyri með ýms blöð til afhendingar og sölu
og þekktu að þetta væri einmitt prófessór-
inn með mörgu sneplana, þákynni þeim sömu
að detta í hug, að þessi kenning hans
væri eitthvað í ætt við atvinnuróg, og hann
muni langa til að verða einvaldur snepla-
höfðingi.
Ut af belgingnum í Jóh. um nafnlausa
ritstjórann, sem hann svo nefnir, vill Stefnir
taka það fram, að hann að svo komnu leiðir
þá ádeilu hjá sjer. En það þykist hann
geta fullvissað höf. nm, að þeir sem hafa
skrifaðnafnlaust í Stefni, fari varla aðbreyta
útaf þeim vana, þó hann lemjist um í Bjarka
og hreiti ónotum í ýmsar áttir.
Skiljanlegt er að .Tóh. sje eigi laun-
ung á nafni sínu, svo mikið álit mun hann
hafa á sjálfum sjer og sinni speki, enda
mun hann vilja að menn taki eptir hvað
honum blæðir mörlega á ritvellinum (ella
væri hann varla að bregða öðrum um blóð
og mergleysi), en nú er eptir að vita hvort
hann gerir í blóð sitt þegar til kernur, og
munu spádómarnir um pað allmisjafnir.
45 piltar hafa nú þegar sótt um inn-
göngu á Möðruvallaskólann næsta haust og
2 fyrir árið 1898—99 til þess að veravissir.
Sjálfsagt sækja margir enn. í fyrra sóttu
um 50. Aðsóknin liefir aldrei verið eins áköf