Stefnir - 21.08.1899, Side 3
sonur frú Hilclar Jónsdóttur frá Grenjaðarstað.
Byggja menn þessir hús á höfðanum fyrir
Ofan Alaireyri, og ráðgjöra einnig að hafa
stöðvar upp á Vaðlaheiði og Súlum.
Fiskafli á Eyjafirði er stöðugt allgóður
að öðru hverju. Með ágústmánaðarbyrjun
kom og góður aili á Húsavík, Raufarliöfn,
þ>órshöfn, Vopnafjörð og flesta firði á Austur-
landi; útræði er einkum mikið á Vopnafirði
og Seyðisfirði, 3 eða 4 gufuskip fara út með
báta á Seyðisfirði til þorskveiða, og í síðustu
viku komu þau inn daglega livert um sig með
3—4 þús. af vænum fiski. Meðan ritstjóri
þessa blaðs dvaldi á Seyðisfirði 10—15. þ. m.
var þar hið mesta fjör í allri sjósókn, og síld
fjekkst suma dagana nægileg til beitu, náðist
og þá dagana í vörpu á Reyðarfirði svo hundr-
uðum tunna skipti.
Veðrátta á Norður- og Austurlandi má
heita hagstæð til heyskapar; þótt óþurkar hafi
verið að öðru hverju, hafa allt af komið góðir
þurkdagar á milli, svo heyin hafa náðst.
Rigningarnar hafa verið öllu meiri nyrðra en
eystra, sem þó er óvanalegt.
Verslunarsamkeppnin er nú eigi lítil á
Norður- og Austurlandi. Hjer var lýsið sett
upp í 30 kr., eins og áður er skýrt frá í
blaðinu, og ullina settu Austfirðingar í 60
aura. Búizt er við, að kjöt verði í háu verði
í haust.
Hval fertugan fann hákarlaskipið Æskan
á hafi úti, og kom með hann bingað inn
fyrir helgina, svo menn eru hjer nú á hval-
fjöru. Hvalurinn var óskemmdur að kalta.
Hvaladráp fyrir Austfjörðum. Austur
fyrir land eru nú hvalamennirnir á Vestfjörð-
um farnir að sækja hvalina, Fyrir stuttu
komu þeir með 7 hvali inn á Seyðisfjörð, er
skotnir höfðu verið þar úti fyrir, og lögðu
með þá vestur þaðan.
Skemmtisamkomu hjeldu Seyðfirðingar
13. þ. m., og sóttu hana nokkuð á 2. þús-
und manna. Fr. Wathne lánaði gufuskip
til að flytja fólk af næstu fjörðum. Sam-
koman stóð á afgirtum túnbletti á Fjarðar-
aröldu. Flest var fólkið úr Seyðisfirði og úr
næstu fjörðum, en fremur fátt ofan af Hjer-
aði. Samkoman byrjaði með ræðum og söng
í milli. Fyrst talaði Sigurður hreppstjóri á
Hánefsstöðum (frá Sævarenda), skýr maður og
vel máli farinn. Næst talaði porsteinn Er-
lingsson, og er hann uppáhaldsræðumaður
margra Seyðfirðinga. «J>að er fyrst gaman
þegar hann fer að tala», sögðu margir fyrir
framan ræðupallinn, meðan beðið var eptir
honum. I’á var sungið nýtt kvæði prentað
eptir sama, Síðar um daginn talaði Skapti
Jósepsson og porsteinn í annað skipti, þá
talaði Friðbjörn Steinsson frá Akureyri og
síðast síra Stefán Sigfússon. ltömler smjör-
fræðingur talaði þar og um ferðir sínar hjer
á landi, og hvatti bændur til að fá sjer skil-
vindur. Hann tók fram að smjörgjörð gæti
efalaust borgað sig eins vel hjer og í Dan-
mörku. ísland hefði þá bestu smjörmjólk,
sem liann þekkti, og sagði að töðufóðrið
mundi eigi dýrara (en framleiddi betri mjólk)
heldur en kornfóður og olíukökufóður, sem
Danir yrðu mikið að nota. Söngurinn var
góður á samkomunni, enda eiga Seyðfirðingar
söngfróða menn og söngmenn góða, þar sem
eru þeir Kristján Iæknir, Lárus Tómasson,
I>orsteinn Skaptason, Arni Jóhannsson og ef
til vill fleiri. Hlaup og stökk og önnur leik-
fimi var reynd á samkomunni, og hafa sumir
ungir menn á Seyðisfirði nokkra æfingu í
þessum íþróttum. Sjónleikur var þar sýndur
á bersvæði (Varaskeifan, þýddur leikur) þó var
tjaldað í kringum leiksviðið. I>egar dimma
fór, var flugeldum skotið um stund, heppnuð-
ust þeir vel, og mun öllum hafa þótt fögur
sjón. í þremur hornum samkomusvæðisins
voru seldar veitingar um daginn, var Bakkus
einvaldur í einu þeirra, og var þar um stund
mestur aðgangurinn, en minnst var þar út-
haldið, því þegar degi tók að lialla,. var það
liorn hroðið , og sáust ei eptir nema rústir
einar, sporðreist borð og bekkir hvað ofan á
öðru, en hin hornin voru við lýði fram á nótt.
Veður var stillt um daginn, en rigning nokk-
ur. Yfirleitt mun fólk hafa skemmt sjer vel
á samkomunni.
Aðalfundur Gránufjelagsins var haldinn
á Seyðisíiröi 12. og 14. þ. m. Mættir voru
11 fulltrúar af Norður og Austurlandi. Reikn-
ingar fjelagsins fyrir 1897 og 98 voru fram-
lagðir endurskoðaðir og úrskurðaðir, ásamt
skýrslu um efnahag fjelagsins við árslok 1898,
Um reikningsmál fjelagsins urðu allmiklar
umræður, sjerstaklega hina miklu skuldasúpu
viðskiptamanna. Var ákveðið að framvegis
skyldi taka vexti af útistandandi skuldum.
Endurkosinn var í fjelagsstjórnina síra Davíð
Guðmundsson, og endurskoðendur kand. Jóh.
Halidórsson og amtsskrifari Júlíus Sigurðsson.
(jlem ikke
at skrive etter Pröver!
5 Alen ægteblaa, sort eg bruu C h e v i o t
til eu Klædmug 5, 8, 9'/2 1 ií*/*■
og 18 V2 Kr.
5 Alen heluld, sviert B u c k s k i n 7, 80, Sl/t
11 kr.
Do do do do af tvundet G arn
og meget stærkt 13, 14, lö1/., Kr.
5 Aieu ægte biaa og sort Kamgarn 18V2
21 Kr.
Alle V arerne ere mere end 2 Aleu brede,
Pröver seudes franko til Islaud.
Yarerne gode, Priserue lave, og alt
hvad ikke fuldt ud tilfredsstiller, t a g e s
helst tilbage og Portoudlæg
godtgjöres.
Skriv eí'tcr Pröver
Joli. Löve Osterbye,
S æ b y
Danmark.
Brúkaðu
Fiueste Skandinavisk Exporf
Kaffe Surrogat
það er ódýrasti og bezti kaffitilbúningur, sem
fæst í verslunum.
F. Hjort & Co. Köbenhavn K.
bókbandsverkstofa
á Odtleyri.
Háttvirtu bæjarbúar og nærsveitamenn!
Jeg undirskrifaður tek bækur í b a n d og
vinn allt, er að hókbandi lýtur, fyrir svo lágt
verð, sem unnt er. Jeg mun gjöra mjer allt
far um, að leysa verkið svo velaf hendi, sem
unnt er.
Sigurður Sigurðsson.
í bókaverslnn Frb, Steinssonar:
Sex sönglög e. sr. B. porsteinsson 0, 75
Hátíðasöngvar e. sama höfund. 1, 50
í fyrra vetur varð jeg veik, og snjerist
veikin brátt upp í hjartveiki nieð þarafleið-
andi svefnleysi og öðrum ónotum; fór jeg
þvi að reyna Kína-lifs-elixír herra Yaldi-
mars Petersens, og get jeg með gleði
vottað, að jeg hefi orðið albata af þrem
flöskum af tieðum bitter.
Votumýi i.
Húsfreyja Guðrún Eiríksdóttir.
pegar jeg var 15 ára götnul, fjekk jeg
óþolandi tannpínu og þjáðist af henni meira
og minua í 17 ár; jeg hafði leitað þeirra
lækna — allopatiskra og homöopatiskra —
erjeggat náð í, og loks fór jeg til tveggja
tannlækna, en ekkert dugði. þ>á fór jeg að
nota Kína-lifs-elixír þann er, hr. Valdimar
Petersen í Friðrikshöfn hýr til, og þegar
jeg var búin með 3 glös af honura, batnuði
mjer, og hefi jeg ekkert fundið til tannpinu
nærri því 2 ár. Jeg mæli því af fullri
sannfæring með fyrnefndum Kína-lífs-elixír
hr. Vald. Petersens handa hverjum þeim,
er þjást af ta'nnpínu.
Hafnarfirði.
Margrjet Guðmundsdóttir
yfirsetukona.
Jeg undirskrifuð hefi mörg ár þjáðst
af móðursýki, bilun fyrir hjartanu og þar
at leiðandi taugáveiklun. Jeg hefi leitað
margra lækna. en alveg gagnstaust. Loks-
ins tók jeg upp á að reyna Kína-lífs-elixír,
og þegar jeg var búin með 2 glös, fann
jeg bráðau bata.
púfu í Ölfusi 16. sept. 1898,
Ólafía Guðmundsdóttir.
Kína-lífs-elcxíriiin fæst hjá flestuni
kaupmönnum á Islandi.
Til pess að vera viss um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elexír, eru kaupendur beðn-
V. P.
ir að líta vel eptir því, að —p— standi
á fföskunam í grænu lakki, og eins eptir
hinu skrásetta vörumerki á fiöskumiðanum:
Kínvei’ji með glas i hendi, og tírmanafnið
Valdemar Petersen, Nyvej 16. Köbenhavn.
Fiskverðið hjá Akureyrarkaupmönnum
er í sumar 58 kr. skpd. af máli, 48 af undir-
máli, og 38 af ísu. Blautfisksverðið hefir
verið 6 au. pd. af máli, 4 au. af undirmáli og
3 aura af ísu, en er nú frá 20. þ. m. sett
niður í 5 au. pundið af máli, 3 '/2 af undir-
máli og 2'/ af ísu. Stafar verðfall þetta af
því, að eigi er húist við að fiskur sem aflast
þjer eptir verði verkaður í sumar, en hæpið
að háa verðið á fiskíhum haldist næsta ár.