Öldin - 01.08.1894, Side 4
116
ÖLDIN
Ég gat Jiess áður, að Aryanar þessir á
Indlandi hefðu upprunalega dýrkað hina
sárstöku fyrirburði náttúrunnar og álitið
yíirnáttörleg öfi. Snemma á þessu náttúru-
dýrkunar-tímabili var byrjað að skipa hina
sárstöku náttúrufyrirburði í flokka innan
þeirra ýmsu, ímynduðu verkahringa. Af
því leiddi svo tilhneiging til að uppgötva
eindrægni meðal þeirra. Á þennan hátt
fengu Aryanar ákveðinn guðaijölda, guð-
dómlegar tilverur, er hver fyrir sig réði
yflr ákveðnu starfsviði. Vald og sérskild
áhrif þessara guða á samsvarandi atburði
mannlífsins, var svo smá-aukið og guðun-
um gefnir mannlegir ciginleikar og líffæri.
Á j ennan hátt urðu guðirnir æðstu
stjórnendur náttúruaflsins. Ekki þar með
búið. Efni í nýja guði var sótt í siðalær-
dóma og siðferðisskyldur manna, og fjölg-
uðu þeir því enn meir. Og allir þessir
guðir voru gæddir guðdómlegu valdi,
mannlegu eðii og mannlegri sta>'fsemi.
Aryanar fundu 1-C?s vegna brátt þörf á að
skipa guðunum í flokka, að gera þá jafna
að valdi og að koma upp slcipulegu guðs-
musteri (Pantheon) handa öllum þessum
guðafjölda. Skilningur þeirra á náttúr-
unni réði þeirri skifting og niðurröðun,
öldungis eins og hún réði hugmyndinni
um guðina sjálfa. Þeir hugsuðu sér því
guðina alstaðar, á himninum, í loftinu, í
vindinum og á jöi'ðunni. Sólin, vindurinn
og eldurinn urðu svo aðal guðatilverumar.
Eftir að hafa gert þessa gjörráðu flokka-
skifting, og jafnvel áður en þeir fluttu
austui' yfir Indus, byrjuðu Aryanar að á-
kveða skyldleiks-afstöðu þriggja þcssara
guða, sólar, vinds og lofts. Kom þannig
fram ósjálfráð löngun til að sameina guð-
ina og vald þeirra, enda voru Aryanar
svona snemma farnir að ákvarða guðunum
sérstaka eiginleika. Þannig hugsuðu þcir
sér einn æðstan, algerlega einvalda tilveru,
cr þeir nefndu Brahaman. Er það í fyrsta
skifti að það orð kemur fyrir í trú-breyti-
þróunarsögu Indo-Aryana. Stofn þess
orðs er Sanskritarorðið brh eða vi, og þýð-
ir breytiþróunarhugmynd eða framför per-
sónulegs anda, guðhræðslu og tilbeiðslu,
Alt þetta var kallað Brahaman. En auðvit-
að þýddi þetta orð á þeim tíma ekki hina
Brahmisku stéttaskipun, er síðar varð til.
I virkileikanum gat þetta samt sem áður
ekki orðið föst eingyðistrú, af því skilning-
ur Indo-Aryana á því var að eins óljós
hugmynd. Þvert á móti létu þeir einn af
sinum aðal-guðum á víxl hafa ótakmarkað
æðsta vald og dýrkuðu þá þannig sinn í
hvort skiftið sem sinn æðsta guð. Sólguð-
inn f'ékk þetta vald fyrstur, en alt í gegn-
um hið Vediska tímabil halda loft og eld-
guðirnir þessu æðsta valdi, vegna þeirra
nánari áhrifa á mannlíflð.
Hvernig voru þá guðir þessir dýrkað-
ir ? Þeir voru ákallaðir og lofaðir með
söngvum og þeir voru tignaðir með fórn-
færingum. Og' hverjir sömdu þessa sálma ?
Það gerðu menn er nefndir voru Rishis,
nefnilega leiðandi mennirnir í hvorum ein-
um flokki og ættbálki. Þeir voru höfundar
allra sálma um Agni, eklinn, um Vayu,
vindinn, um Surya, sólina, og hina aðra
guði. Jafnvel þó þessir Rishis væru skáld
hirðingja og flökkuþjóðar, megum Vér ekki
gera lftið úr hinu sérstaka gildi kvæðagerð-
ar þeirra. Ef einhverjir af samtíðamönn-
um vorum væru kvaddir til að kveða lof
um sól, tungl ogstjörnur, mundu þeir ekki,
þrátt fyrir alt vort 19. aldar mentaglamur,
gera betur en hin gömlu skáld Vediska
tfmabilsins.
Vér verðum jafnframt að hafa hugfast
hvernig lifnaöarháttum þessara manna var
varið á þciin tíma. Á mcðal Aryönsku
þjóðanna bjuggu ættbálkarnir hver út af
fyrir sig og umgengust lítið aðra, og höfuð
livcrrar fjölskyldu var undir eins prestur
og dómari hennar.
En á meðal þeirra var engin allsherjar
prestastétt, né kyrkjuveldi, jafnvel ekki á
seinustu tímum Brahmanismussins. Hver
ættbálkur hafði sfna sérstöku ljóðasmiði,