Öldin - 01.08.1894, Page 5
ÖLDIN.
117
eða heilög skáld. 0g skáld hvers flokks
fyrir sig ortu í ákaía hver í kapp við ann-
an stórkostlega og áhrifamikla sálma, sem
áttu með sínum háfleygu liugsunum, krafti
og málskrúði, að neyða guðina til að
vernda lýðinn írá uppskeru og grasbresti,
hungri, ofsóknum óvina þeirra, en gefa
hinum Aryönsku þjóðum auðæfl, heilsu og
hraust og voldug afkvæmi.
Að hafa framleitt sálma sem gátu kom-
ið öllu þessu til leiðar, svona snemma á
tímum, var þýðingarmikið fyrir þjóðfélag-
ið. Það varð meðalið til að sameina ij'ölda
af þessum ættbálkum, er þá tilbáðu sömu
guðina. Á þennan hátt safnaðist smám-
saman mesti sægur af söngvum og sálmum
í sambandi við fórnfæringarnar. Því
sálmasöngur auðvitað kom á eftir fórnfær-
ingunum. Til fórna var haft: hestar, naut
og Soma-lögur.* Af þessu leiddi að seri-
moníurnar og guðsþjónustureglurnar urðu
með tímanum æ flóknari og yfirgripsmeiri.
Um þetta leyti kom líka fram stórvægileg
breyting á hinar reikulu reglur náttúru-
tilbeiðslunnar á meðal Aryönsku þjóðanna
við Indus. Náttúrudýrkunin og dýrkun
guðanna með fórnfæringum var lcomin á
sitt hæsta stig. Soma-fórnin, ásamt öðrum
fórnum fengu þá persónulegt gildi og voru
í virkilegleikanum gerðar að guðum, sem
jafn vel voru guðunum æðri. Þetta var
lneinn uppspuni klerkanna, gert í þeim til-
gangi að auka vald þeirra. Guðirnir voru
álitnir að þurfa að vera þakklátir fyrir
fómfæringarnar og voru álitnir þyrstir í
Soma-vín. Soma er álitið að styrki Indra
(þrumuguðinn) í bardaga hans við illa
anda. Það var þessi guðaþrenning, Soma,
fórnfæringarnar og sálmarnir sjálflr, sem
átti að liafa verið til frá alda öðli. Þessi
sálmadýrkun jók fram úr hófl álit höfund-
*) Soma-lögur er áfengisdrykkur úr plönt-
unni Soma, eöa tungljurt (Asclepias acida).
Var þeim legi fórnað Soma og öörum guöurn
til dýrðar. Þýb.
anna og þeirra ættbálka, sem mann fram
af manni stóðu fyrir hinum opinberu fórn-
færingum. Þetta tímabil er einkennilegt
fyrir það, að þá byrjaði Vediskur lærdóm-
ur og Vediskar bókmentir. Án nokkurrar
þekkingar í þessu er nærri ómögulegt að
komast að nokkurri niðurstöðu í tilliti til
hinnar flóknu andlegu og mannfélagslegu
sögu Indlands, vegna þess, að öll Vedisku
ritin ganga út á að gylla og mikla þjóðfé-
lagslega yfirburði Brahmatrúarmanna.
Þau urðu ekki orsök í klerkaveldi heldur
stéttaskifting, stofnun geistlegrar stéttar.
Á þeim var bygð mergð mikil af trúfræð-
isskólum og á þeim voru bygðar siðferðis
og geistlegar reglur, lög, fyrirskipanir og
kenningin um sálnaflakkið, sem er hin
orþodoxa-Vediska kenning. Þegar þessum
trúbrögðum fór að hnigna, urðu Vedisku
ritin einnig orsök í hinum frábreyttu skoð-
unum, sem nefndar eru Sakhya-heimspeki,
sem Kapila var höfundur að; þau urðu
enda orsök í sjálfum Buddha villukenning-
unum.
Nafnið Veda er komið af Sanskritar-
stofnorðinu “vid,” að vita. Vedabækurnar
eru þess vegna samsafn af trúfræðum, er
öll eru byggð á hinum elztu sálmum Arv-
önsku ættbálkanna. I upphafl voru þær
ekki skráðar, en innihald þeirra alt geymd-
ist í minnum manna og gekk þannig mann
frá manni óbreytt í sinni upprunalcgu
mynd. Skrifuðu bækurnar, scm nú eru til
eru miklu yngri. Þcssar Vcdisku bækur
skiftast eftir efni í þrjá aðal-flokka: San-
hita-safnið; hinar prestlegn ræður og út-
skýringar, er nefndar eru Brahmanas; og
hinar kanónisku bækur, hina óendanlegu
þvælu af sögulegu efni, helgisiðareglum,
fyrirskipunum og lögum, sem í heild sinni
nefnist Sutra-safnið.
[Niðurlag næst.]