Öldin - 01.08.1894, Qupperneq 6
118
ÖLDIN.
MIKIÐ YILL MEIRA.
Eftir IIerbebt Spencer.
[Lausleg þýðing,]
Alment álit skynsamra manna & þjóð-
félagsskyldum og athöfnum verður í reynd-
inni ekki ósjaldan að römmustu öfugmæl-
um. Alt gengur öfugt við það sem ætlað
var. Þegar bók er löstuð, eða þegar reynt
er að hindra útbreiðslu hennar með laga-
valdi, selzt hún hundraðfalt meir en ann-
ars. Þegar lögin takast í fang að vernda
ídþýðu fyrir okraraieigu af lánspeningum,
þrengjast um helming kostir jpeirra cr
þurfa að fá peninga til láns. Þó cr þcssi
þvergirðingsnáttúra einkennilegust að því
leyti, að þess meiri umbætur scm eru gerð-
ar, þess almennari verður klögunin yfir
að alt só að hríðversna. Á meðan alþýða
hafði cngin pólitisk áhrif og því síður völd
heyrðist lítið sem ekkcrt kvartað um undir-
okun. En eftir að stjórnfrelsi var aukið og
alþýða var tekin til greina á Engiandi svo
að meginlandsalþýðan í Evi'ópu öfundaði
enska Jýðinn, eftir það byrjaði klögunin
yfir höfðingjastjórn. Sú kvörtun og kiög-
un óx og margfaldaðist þangað til enn
meira írelsi var veitt og kosningaréttur og
kjörgengi gert enn almennara. Sú breyt-
ing til batnaðar var ekki fyr fcngin en
uppreis enn meiri klögun yfir, að alt færi
versnandi af'því að ekki fengist enn meiri
losun á öllum böndum.
Athugum meðferð kvenna frá fyrstu
tíð og fram á vora daga. Fyrrum máttu
konur bera byrðar eklci síður en mennirnir
og sætta sig við að ncyta úrgangsins á
borði eftir að mennirnir iiöfðu matast. Á
þeim tímum kvartaði engin þeirra um illa
meðferð og leið svo langt fram eftir. Nú
á tímum sitja konur hvervetna fyrir karl-
mönnum, um þær og, þeirra þægindi er
hugsað fyrst af öllu. Og einmitt nú, þeg-
ar upphefð þeirra er svo mikil, rís klögun-
aróp þeirra hærra og hærra og verður æ
almennara í Evrópu, til styrktar ópinu úr
kvenna-paradísinni—Ameríku.
Fyrir hundrað árum var sjaldsén sá
maður, sem ekki varð ölvaður endrum og
sinnum, enda alment að sá maður var fyr-
irlitinn, sem ekki gat drukkið úr einni eða
tveimur fiöskum af víni. Þá fáraðist eng-
inn um svívirðing ofdrykkjunnar. En nú,
þegar tiltöluleg hófsemi er almenn, eftir
50 ára starf bindindisfélaga, aulc þess er
ýmsar aðrar ástæður hafa orsalcað vaxandi
hófsemi; eftir að svona er komið og hóf-
semi ríkir, er úr öllum áttum að heyra
frckjnleg óp um lög, er fyrirbyggi hina
eyðileggjandi ofdrykkju. Sama er að
segja um alþýðumentun. Það eru ekki
svo margir mannsaldrar síðan heldri menn
einir voru læsir og slmfandi. Þá datt eng-
um í hug að æskja eftir jafnvel einföldustu
undirstöðumentun fyrir lýðinn, cða, ef upp
á slíku var stungið, var bara hlegið að
þeim er flutti málið. En á dögum afa
vorra, þcgar sunnudagaskólarnir fóru að
útbreiðast, og þegar svo daglegir skólar
fylgdu þar á eftir, svo að meðal fjöldans
var það ekki lengur neitt afbrygði að vera
læs og skrifandi, þá var það að byrjaði
hrópið, að lýðurinn væri að farast vegna
þekkingarskorts. Þá var heimtað að liið
opinbera tækist í fang að uppfræða lýðinn,
og ekki nóg með það: þvingunarlög voru
einnig heimtuð af stjórninni, svo að þegn-
arnir skyldu mega til að mentast.
Líti maður á ástand almennings í heild
sinni, að því er snertir fæði, klæðnað, húsa-
kynni og almenn vinnuáhöld, þákemurhið
sama í ijós. Að undanskildu hirðingja
timabili fyrri alda, sér maður við saman-
burð live mikil f'ramförin Iiefir verið frá
þeim tíma, þegar flestir sveita og alþýðu-
menn neyttu byggbrauðs og rúgbrauðs, til
yfirstandandi tímans, þegar allir borða
brauð úr hvítu hveitimjöli. Þá var hnésíð
úlpa úr ruddalegasta efni aðalskjólfat karl-
manna, en fótleggirnir verjulausir upp fyr-
ir hnö. Nú er enginn svo armur að ekki