Öldin - 01.08.1894, Blaðsíða 7

Öldin - 01.08.1894, Blaðsíða 7
ÖLDIN. 119 hafi liann nægan klæðnað til að hylja all- an líkamann og flestir hera utan á sér tvö og þrjú lög af skjólgóðum og áferðarfögr- um fötum, svo að ekki er auðvelt að þekkja þjóninn frá húsbóndanum á búningnum. — Þá voru íbúðarhús fjöldans eitt einasta her- bcrgi, allslausir hjallar, sem ekki höfðu svo mikið sem reykháf sér til ágætis. Nú er naumast þann íbúðarhúskofa að finna, sem ekki hefir meira en eitt herbergi. Hús handverksmanna og enda daglaunamanna hafa alment fjögur til sjö og fleiri herbergi. Glergluggar eru í þeim öllum nú, en fyrr- um var slíkt dýrmæti ekki nema ríkis- manna að kaupa. Innan eru hús þeirra nú ætíð vegglíms-dregin eða þiljuð og be- trekt og annað tveggja eldavél eða arn, eða hvorttveggja, er í þeim öllum. Fyrr- um voru veggirnir berir, ef ekki götóttir og, sem sagt, ekki svo mikið sem reykháf- ur til þæginda. Alt þetta er bersýnileg framför og hún stórlcostleg, og þó er fram- förin að því cr ástand alþýðu snertir enn stórkostlegri á hinum síðustu áratugum- Ilver sem lítur til dæmis sextíu ár aftur í tímann, getur ekki annað en athugað hinn mikla mun. Fátæktin var þá ahnenn og flökkumenn og beiningamenn livervetna. Yið þann samanburð getur maður ekki annað en athugað hinn miltla mun á íbúð- arbúðarhúsum lýðsins þá og nú, á Itlæða- burði karla og kvenna, þar sem nálegaall- ir nú hafa tvennan og þrennan klæðnað og vinnukonurnar keppast við að skara fram úr jafnvel húsmæðrunum að því er stáss- lega kjóla snertir. Þennan mun getur maður heldur ekki annað en séð, ef maður ber saman fæði lýðsins fyrir 60 árum ognú. Það er tvent ólíkt. Nú nægir cngum ann- að en úrvalsfæða, að minsta kosti hefði svo verið álitið fyrir nokkrum árum. Alt þetta sr að þaltka tvennskonar breyting. Laun- in hafa hækkað en nauðsynjavörur lækkað í vei'ði og skattbyrðinni héflr verið létt af herðum alþýðu, svo að mikill hluti hennar hvllir nú á lierðum ríkisnianna. Þetta slð- asta airiði leiðir mann aftur til að athuga hinn mikla mun á kjörum manna nú og fyrir 60 árum, að því er pólitiskt tillit snertir. A þeim tíma varði stjórnin ekki milílu af tíma sínum eða þinganna til að hugsa um alþýðumál. Nú orðið taka þau mál upp ekki alllítinn tíma stjórnfræðinga. Bollaleggingar um það, hvernig helztmegi bæta hag millíóna lýðsins, eru nú tlmum saman aðal umtalsefnið bæði utan þings og innan. Auk þess eru allir efnaðir menn taldir sjálfsagðir til að taka þátt I einu eða öðru mannkærleiksverki og af öllu megni leitast við að bæta kjör bágstaddra manna. En þrátt fyrir alla þessa framför lýðs- ins, andlega og líkamlega, þrátt fyrir að þessi framför heldur áfram með stærri stig- um og um greiðfarnari veg en nokkru sinni áður, útbreiðist ópið mcir og meir og rís æ hærra og hærra, að svo mikið sé böl- ið að ekkert annað en gjörvöll þjóðfélags- bylting geti bætt það. Þrátt fyrir þessar bersýnilegu, stóru framfarir, þrátt fvrir þann sannleika að mannsaldurinn er stöð- ugt að lengjast, og sem út af fyrir sig er nægileg sönnun fyrir batnandi Hfskjörum,. þrátt fyrir þetta erþað tilkynt öllum mönn- um, ftð svo ilt sé ástandið að ekki sé um að gera annað cn að leggja I rústir allar nú- verandi þjóðfélagsstofnanir og uppbyggja aðrar með einhverju nýju lagi. í þessu efni, cins og öðrum áður tilgreindum, kem- ur því fram það scm vér sögðum I byrjun, að þess meiri umbætur sem eru gerðar, þcss almennari og frekjufyll'ri verðurklög- unin yflr, að engar gagnlegar umbætur eigi sér stað, og að þess Ijósar og mcð þess meiri rökum sem sýnt er afl náttúrlegra orsaka, þess meir eykst ogútbreiðist sútrú, að þær hafi helzt ekkert afL Hin elzta skáldsaga í heimi. Ilið forna Egyptaland var eins og all- ir vita vagga listanna og vísindanna, en

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.