Öldin - 01.08.1894, Page 11

Öldin - 01.08.1894, Page 11
ÖLDIN. 123 Sögur herlæknisins EFTIR Zacharias Topelius. GUSTAF AÐÓLF OG ÞRJÁTÍU- ÁRA-STRÍÐIÐ II. íslenzk þýöing eftir Matthías Jochumsson Framh. æskilegs færis til að lúskra þeiin piltum, bæði i nafni alls mannkynsins og til að vernda hús krúnunnar. Þeir lögðu því af stað, eitthvað tíutíu að tölu, undir forustu Bertila, til að bjarga kastalanum, en það sem sýndist vera byssur og spjót í tungls- Ijósinu, það voru mestmegnis staurar og stafir, hin venjulegu vopn manna þar í héraði þegar skærur urðu og skyndilega þurfti til að taka. Áður en rifbaldasveitin sá að ófriður var búinn úti fyrir, revndu þeir að dyija skálk sinn með ópum og hótunum. Vissu þeir ekki hve mikið aðkomuliðið mundi vera og fóru þá þegar sumir að hugsa um óvissa undankomu yfir skíðgarðinn með járnbroddana efst uppi, aðrir ætluðu að þar færi lieill herskari af afturgöngum, sem hin útlenda galdranorn hefði sært til sín og skaut það skelk í bringu jafnvel of- urhugunum sjálfum. Samt rönkuðu þcir brátt við sér, því þeir heyrðu glöggt hinn alkunna hljóm sænskunnar frá Malaxa- sveit og íinnskunríar frá Litlukyro, svo þeim duldist ekki að þær raddir komu frá mennskum verum cn ckki vofum. í sama bili sem aðkomuliðið fyllti ytra hliðið, varð alt hljótt á báðar hliðar sem mcð þegjandi samþykki, en meðan á kyrðinni stóð, heyrðist rödd frá hallarglugga kast- alans og önnur frá ytra virkisveggnum, og mæltu báðar í senn. “Hefi ég ekki sagt ykkur það”, æpti frú Marta einarðlega gegnum gluggann, “heíi ég svo sem ekki sagt ykkur, þjófar og drykkjusvín! að ráðlegra sé að líta niður fyrir sig áður en nefið er neglt í rif- unni, og að bezt sé að bíta af sér skottið þcgar í dýrabogann er komið. Drembn- um hæfa digrar herðar, verið svo góðir, gjaldið nú greiðalaunin!” Að svo mæltu hélt frú Marta heim til sín, á að gizka af ótta fyrir því að einhver kynni aftur að heilsa henni með úldinni rófu. Hin röddin, sem kom utan frá virkinu var cinarðleg öldungsrödd, cr mælti til hermannanna: “Ef þið leggið niður vopnin og fram- seljið ykkur íyrirliða, megið þið fara burt héðan í griðum. En ef ekki, skai hér haf- inn sá dans, sem Krosshólmur hefir aldrei áður séð, og ekki skal feitina vanta á fiðlu- bogana”. “Allur árinn eigi þig, karlskratti!” svaraði rödd inn í garðinum, og duldist eklci að hún kom frá vörum hins káta Bents Kristinnssonar. “Ef þú værir kom- inn á milli knúanna á mér, þá skyldi ég, skruggur og eldingar, paurinn og Papp- inheim'! kenna þér að bjóða drenglyndum dátum að gcfast upp eins og gungur. A- fram piltar, ryðjum portið og rekum þetta ruslaralið heim til kjötkatlanna aftur!” Til allrar lukku bar enginn dátinn skotvopn og einungis fáeinir höggvopn við hlið, því nýliðamir áttu eftir að taka við sverðum sínum. Flcstir höfðu ekki aðrar verjur en brandana,brot úr mölvuðum plóg um og viðarstaura, sem þeir höfðu þrifið í hönd sér. Með þessum vopnum ruddust þeir nú fram á portið. Óðara en þeim lenti saman rigndi svo tíðum stafahöggum vflr dátana, að margir hopuðu undan með blóðugum höfðum. En innan stundar urðu þx*engslin svo mikil í

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.