Öldin - 01.08.1894, Side 13
ÖLDIN.
125
slðan hefjast frá jörðu eins og heljarmikinn
hrafn og bera við stjörnuhimininn. Lesar-
inn 4 hægra með að skilja að hér fór alt
með feldu. Hergnýrinn og slcotin hafði
heyrst upp í hið afskekta herbergi Regínu.
Hún bjóst við á hverju augnabliki að verða
gripin og dregin af bððlum til aftökunnar,
og svo dýrmætt þótti henni þá sitt hlutfall,
að fá að deyja fyrir trú sina, að hún J>oldi
ekki við af óþreyju, einkum þar gnýrinn
óx æ meir og meir en enginn maður kom
til liennar dyra. Loks hreyf hennar
draumasál sú hugsun, að höfðingi myrkr-
anna mundi ekki una henni svo fagurs
hlutskiftis, væri því bardagijm þar niðri af
lians völdum stofnaður í því skyni að baka
henni langra og þreytandi daga í lokuðum
klefa 4n allrar gleði og afnota, í stað hins
dýi-ðlega píslarvættisdauða. Iíún mintist
ráða hinnar syngjandi konu, að síga niður
fi'á glugganum í dúkum og rekkjuvoðum;
liún tók óðara sinn ásetning og að svip-
stundu liðinni stóð hún á virkisveggnum í
augsýn þeirra, sem voi-u að berjast.
Jafnóðum og menn komu auga á hina
hávöxnu konu þarna uppi móti tunglinu,
greip þá alla hinn sami hjátrúaróttinn sem
stöðvaði orðastraum frú Mörtu. Bardaginn
hætti smátt og smátt af sjálfu sér nenia ut-
arlega á stöku blettum ; vini og óvini sló
sami óttinn og nærri virkisgai’ðinum varð
brátt svo kyi’t að vel mátti heyra sjávarnið-
inn við malarkampinn.
Nú hóf jungfrú Regina raust sína og
talaði skýrt og hvelt; mundu allir hafa
heyrt glögt og skilið livert orð, þeir sem
nálægir voru, ef hún liefði kunnað réttai i
framburð hinna sænsku orða. “Belíals
börn!’’ sagði hún með rödd, sem skalf lítið
eitt í fyrstu, en brátt varð róleg og föst,
“þcr villutrúarmenn, hví hikið þér aðtaka
líf raitt ? Hér stend ég án vopna og varna
með himinhvolfið yfir höfði mínu og jörð
og haf við fætur mér og segi til yðar: Yð-
ar Lúther er falsspámaður; það er enga sálu-
hjálp að íinna utan í hinni einu sáluhjálp-
legu kyrkju. Snúið yður því og trúið 4
hina heilögu mey og guðs hclgu dýrlinga
og játið að pifinn sé Krists umboðsmaðui’,
eins og hann vissulega er, svo að sverð hins
heiiaga Jörundar falli ekki yfir yðar höfuð.
Mig megið þér lífláta svo ég innsigli trú
mína með mínu blóði; hér stend ég, hví
hikið þér ? Eg er reiðubúin !” Það varð
ungfrú Regínu til lífs, að þeir, sem hún tal-
aði til, skildu ekki orð hennar. Svo var
mikill kraptur lúterskunnar á þessum glóð-
heita trúartíma, þegar rlki og þjóðir fórn-
uðu lífi og farsæld fyrir kenningu þessa,
að jafnvel hinir heimskustu og auðvirðileg-
ustu menn voru fullir brennandi vandlæt-
ingar og blindu hatri til páfans og hans
fylgjara; sýna það bezt og sanna hinir
harðorðu en kjarnmiklu fornsáímar, sem
geymdir hafa verið í sálmasöng Finna og
Svía alt til þessa dags. Hefði rnannös þessi
lieyrt og skilið orð Regínu, þar sem hún
lofaði páfiinn og kallaði Lúther falsspá-
mann, hefðu bæði bændur og liðsmenn ef-
laust óðir orðið og rifið meyna sundur lið
fyrir lið. En mál hennar fór sem suða
fyrir eyru þeirra ; þeir sáu hvar hún stóð
keyprétt, og sú virðing sem hugrekki og
hamingjuleysi í sameiningu ætíð vekur,
gerði óðara áhrif á hinn æsta sæg, er nú
stóð á tveim áttum og vissi ekki hvað úr
skyldi ráða. Jungfrúin beið enn þá búin,
en enginn kom til að draga hana til dauð-
ans. Iíún steig niður af virkisveggnum,
gekk inn í ösina, sem þokaði smeiktil hlið-
ar, allir máttu sjá að hún var alveg vopn-
laus og þó hreyfði enginn hönd eða fót til
að grípa hana. “Þetta er ekki manneskja
með holdi og blóði, heldur svipur,” sagði
gamall sveitarbóndi, lieldur en ekki smeik-
ur, “mér sýnist ekki beíur en að tunglið
skíni beint í gegn um hana.”
“Það verðum við að prófa,” gall ann-
ar við, og lagði hreifann heldur fast á öxl
jungfrúnni. Það var ískyggilegt augna-
blik. Jungfrúin leit við og horfði á mann-
inn með sinum djúpu, dimmu og tindrandi