Öldin - 01.08.1894, Síða 14
126
ÖLDIN.
augum, en liinum brá svo kynlega við, að
hann slepti óðara takinu og hörfaði undan
sem hundur væri sneyptur. Með honum
hopaði fjöldi manna, sem næi’ri stóðu; eng-
inn þóttist skilja hvað undir bjó þessum
svörtu augum þarna í tunglsljósinu, en all-
ir fundu einhvern kraft af þeim standa.
Eftir fáar mínútur var svæðið autt þar sem
Regína stóð, orustan hætt, cnda kom þá
varðliðssveit og greip nokkra menn, cr
mestan mótþróa sýndu.
En lengi eftir þetta hélst viðsjá og
matningur frá kylfustríðinu gamla milli
bænda og liðsmanna, milli hins starfsama
plógs, sóma Finnlands, og liins sigursæia
sverðs, sem á þessum tíma lagði í leiðang-
ur til þess að temja hinn rómverska keis-
ara.
Um Rcgínu er þess cinungis getið í
þetta sinn, að hún lét mótstöðulaust leiða
sig aftur inn í sinn dimma einveruklefa,
'þótt sárt þætti henni að missa kórónu dýrð-
arinnar. Tók frú Marta aftur við gæzlu
hennar. En frá Bertilu er það að segja,
að hann hvarf heim til Stórkyro mcð dótt-
ur sina, hann með hugann bundinn við ó-
komna upphefð og frægð, en hún mcð minni
liorfinnar liamingju í hjarta. Og það skulu
menn muna, að alt þetta liafði viðborið á
einum og sömu tveim dögum sumarið 1632
og því á undan falli Gústafs konungs, scm
frá var sagt í enda hins fyrsta þáttar.
Og nú liðu dagar og mánuðir og örlög
manna breyttust, og hið skjótfæraorð verð-
ur staðar að nema um stund í von um
kvöld sem eftir koma. Söguþættir læknis-
ins vöruðu, eins og barnanna gleði og grát-
ur, einungis eina kvöldvöku— heldur stutt
fyrir þá sem í vinsemd hlýða til, en liklega
hinum heldur lengi. En aldrei slitnaði
þráðurinn í miðju efni, án þcss ungir og
gamlir hugsuðu með sjálfum sér! eitthvað
er eftir enn þá. Og því varð læknirinn að
lofa. Hann átti svo margt ósagt í fórum
sínum um örlög tveggja ætta, þátturinn
var ekki ncma hálfspunninn, næsta sinn
verður hann icngri — ef ekki á enda, þá
samt snælduna f'ulla og fulla lengd uppi-
stöðunnar.
ÞRIÐJA
SAGA liERLÆKNISINS.
Þegar læknirinn næsta sinn sá til sam-
ans komna sína sólgnu áheyrendur, unga
og eldri, voru sex vikur liðnar síðan síðast.
Viðburður nokkur hafði milli borið og
gcngið Bekk gamla nærri. Hver er við
sína heimsku bundinn í heimi þessum, og
ekki sizt aldraðir einlífissveinar. Bekk
liafði nú liugfest þann ásetning, að eiga
gott í elli sinni; hann átti uppi á kvistlofti
sínu allmikinn poka með dúni í og- við
þann dún var hann vanur að bæta vor og
haust dúni af fuglum þeim er hann skaut.
En það sagði hann engum manni, til hvers
hann ætlaði dúninn; einhverntíma svaraði
hann því til, þá er hann var spurður að
því: “Eg ætla að fara líkt að og hann
Possen gerði við Viborg; þegar Finnland
er í voða fer ég upp í háan turn og hristi
fiðrið mitt út í loftið, svo úr því verði eins
margir liðsmenn eins og dúnfjaðrirnar í
pokanum.”
“Skrattinn hafi mig ef þú talar ekki
eins og aulabárður, bróðir,” sagðiþáSvan-
hólm, kapteinn og póstmeistari. “Það þarf
meiri merg til að mynda úr hermenn
handa okkur nú á dögum. Fjandinn hafi
ef ég held ekki að þú haldir að við her-
menn séum hænuungar.”
“Já,” sagði læknirinn, þegar kapteinn-
inn vildi halda áfram, “ég skil hvað þú
ætlaðir að segja: öldungis’ eins og hann
Fieant við Kastúlu.”
Ilvað um það fór læknirinn samt einn