Öldin - 01.10.1894, Síða 3

Öldin - 01.10.1894, Síða 3
ÖLDIN. 147 heldur er alt svo einfalt og eðlilegt, svo ró- lega yndislegt, að því verður naumast með orðum lýst og varpar hægum friðarblæ á alla sqguna. Einmitt fyrir þctta er það, að menn geta kallað “Grasaferðina” perlu hins ís- lenzka söguskáldskapar. Enn hefir enginn tekið henni fram; hún er raeistaraverk sem skáldin hins nýja og hins komandi tíma stöðugt geta lært af og reynt sig við. Þá telur höfundurinn upp íleira eftir Jónas, t. d. “Fífill og hunangsfluga,” “Hreiðarshóll,” “Klauílaxinn,” “Aðtyggja upp á dönsku,” “Stúlkan í turninum,” “Brot úr bréfi.” Loks lætur hann í ijósi það álit sitt, að maigt dragi til þoss, að menn gcti með fyllra rétti kallað Jónas “Goethe íslands,” heldur en Bjarna Thorarensen, því margt sé svo likt með þeim Jónasi og Goethe. Á eftir Jónasi telur hann Jón Þókðar- son Thóroddsen (1819—1868) og nefnir fyrst til “Dálítil ferðasaga,” háðsögu cina eftir Jón, en mest af öllum verkum hans telurliann “Piltogstúlku,” (Pocstion þýddi hana á þýzku, Kaalund á dönsku). Scgir Kuchler, að af sögu þeirri geti útlendingar lært meira um ísland, en nokkurri annari bók er skrifuð hafi verið alt til þessa á öðr- um málum en íslenzku. Engin ferðasaga getur sett fram svo fagra, lifandi, fjöruga lýsingu á hinum norðlægu heimskautalönd- um og þjóðum þeirra, eins og þessi gerir. Hún lætur mann glögglega finna til há- tignar hinna miklu blágráu fjalla, hinna snækrýndu jökla, er þeir varpa frá sér glitr- andi geisluin norðurljóssins, hinna elsku- lcgu, unaðsríku, grænu fjalldala, er liggja frá fjöru til fjalls. Hún sýnir sjóinn í allri sinni tign, lífið í sveitunum og í borginni, iðju, siði og venjur bænda og borgarbúa, fátækra og ríkra, æðri sem lægri. Hún sýnir einkenni hverrar stéttar, uppeldi og fræðslu æskulýðsins. Hún sýnir skólalífið, sveitamálin. Hún leiðir fram liugsanir og tilfinningar hvers einstaklings, ástríður og hvatir, hið innra og ytra borgaralega og pólitiska ástand. Skáldið hefir oflð þetta alt saman með svo mikilli snild, að það er sem hann sýni lesaranum lifandi mynd þessa alls. Auk þessa hefir Jón bent á margan gallann, margan ósiðinn hjá þjóð sinni, svosem dönsku siðina, klæðaburðinn, durgaháttinn, “viktugheitin,” oggerirþað með brennandi háði, svo að menn skuli festa það í minni og forðast það. Og svo er sagan sjálf svo einföld og. eðlileg ; hún vex sjálfkrafa eins og grksið á enginu, hvert atvikið leiðir annað af sér. Þar er ekkert spennandi, ekkert æsandi, engin tií gerð — og það er einmitt það scm ein- kennilegt er iijá þeim Jónasi og honum, og meira að segja hjá öllum íslenzkum sögu- skáldum, það er þessi ró og lcyrð ; það er einhver látlaus ánægjublær yfir öllu, sem hlýtur að hrlfa mann og gerir sögu þessa að hinu göfugasta og fegursta listaverki. Sama ár og “Piltur og stúlka” kom út, skrifaði Jón aðra stærri skáldsögu : “Maður og kona,” einfalda sögu ogsláandi, en þar finst mér Jón verða sumstaðar lield- ur orðmargur, ‘breiður,’ of keskinn, og það finn ég helzt að honum, í sögu þcssari lýsir hann þó sláandi ýmislegum siðum og ástandi hjá þjóð sinni. Hann lætur menn fá óbeit á persónum þeim, sem lionum lík- ar ekki við. Grímur kemu'' einlægt með setningar úr biblíunni, en er þó óþokki. Hjálmar er hlægilegur, óvandaður strákur, Guðrún með fáar góðar tilfinningar, laus- lát og lítilsvirði. Alt þetta sýnir, hve ant honum er um þjóð sína, og hve heitt hjarta hans slær fyrir henni. Hann dregur upp þessar myndir til þcss, að hún slculi forð- ast þær. Einkunnum persónanna í sögunni er meistaralega lýst, svo að hún stendur lít- ið, ef nolckuð, á baki hinnar fyrri, og sum- ir álíta, að hún sé jafnvel Jóns bezta verk. Loks vil ég að eins geta þess, að svo lítur út sem bændasögur Auerbachs* hafi *) Auerbach, þýzkur skáldsagnaritai i, samdi alþýðlegar sögur úr bændabfiiuu

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.