Öldin - 01.10.1894, Page 5
ÖLDIN.
149
í sundar brot og bresti einstakra manna og
heilla flokka mannfélagsins. Þar sein vér
að framan höfum sagt, að Gestur hafl ver-
ið snillingur svo mikill, að leitun sé á öðru
eins söguskáldi meðal allra þjðða þeirr;i, er
við bókmentir fást, þá á það bæði við hina
meistaralegu framsetning efnisins og- sjálf-
gerða sköpun lyndiseinkunna persónanna.
En fremur öllu öðru getum vér þó staðhæft,
að hann, í orðsins eiginlega skilningi, hafl
verið alveg óviðjafnanlegt háðskáld, Satir-
iker. Háð hans er ekki þvingað, hann slít-
ur ekki toppana flr höfðum manna. Yerk-
in og atvildn sögunnar gefa jafnóðum af
sér háðið. Hann heflr ekki beisk eða
brennandi, svíðandi orð, td að láta það
kotna í ijós. Nei, langt frð. Það liggur
svo meinlaust í eðlilegum orðum og verk-
um persónanna. Því er svo meistaralega
fyrir komið í allri rás sögunnar, í formi og
meðferð efnisins, og þó er það svo biturt
og skerandi og sláandi, að tæplega er
mögulegt að rciða harðari högg að hinni of
almennu hræsni, niðirrlægingogeiijkisvirði
tizkunnar og mannfélagsins. í þessu felst
hin óviðjafnanlega list Gests. Og bak við
þetta og sem grundvöllur undir því öllu,
eins og “Kærleiksheimilinu,” stendur djúp
alvara og góð siðferðisleg hugmynd, sem
sannarlega veitir sögum þessum svo mikið
gildi, að þær gnæfa hátt yflr margt það
hjá öðrum mentuðu þjóðum, sem oft er haf-
ið upp í skýin.
Hin sama siðferðislega, góðahugmynd
liggur til grundvallar fyrir þremur öðrum
sögum Gests og veitir þeim mikla þýðingu
og óvanalegt gildi. Það eru sögurnar :
“Hans vöggur”* og “Vakri Skjóni,” er
komu út í Suðra 1883, og svo “Sigurður
formaður,”** er kom út í Iðunni 1887. í
hinni fyrstu lemur hannástærilætinu, mik-
ilmenskunni og- fyrirlitningunni, sem hinir
ríku svo oft sýna hinum aumu og bág-
stöddu. I annari sögunni lcmur hann á
*) Poestion þýddi 1881.
**) Miss Lehmann Filhés þýddi 1891.
hinni hörðu og grimmu meðferð, sem mcnn
oft beita við hin tryggustu húsdýr. Og í
þiiðju sögunni sýnir hann hinar ótt.alegu
afleiðingar, sem hræðsla og hjátrú of'tlega
valda, og sem, án þess menn vilji það, oft
vcrður orsök ógæfu og skammar og verður
jafnvel stundum að synd.
Af þessu litla sem hér er sagt um rit-
verk Gests, geta mcnn séð þnð, að liann
hafði dómgrcind skarpa (kritisch angelegte
natur), cn hallaðist einnigað pcssimismus
(að því, að sjá hlutina frá verri hliðinni),
og þó kemur það öllu meira fram hjá hon-
um í deiluritum lians, sem heilmikið er til
af, og einna Ijósast í nokkrum kvæðum
hans. En þó gctur enginn staðhæft það
með réttu, að hann hafl litið of svörtum
augum á mannlífið, hvað söguskáldskap
hans snertir, og hin listfenga framsetning
hans og hið innra gildi söguljóða hans sýna
það ómótmælanlega, að hann erhiðstæðsta
og besta söguskáld hins unga íslands.
Að lokum viljunt vér drepa á það, að
það er vafalaust, að Georg Brandes hefir
haf't áhrif á tilflnningar, hugsunarhátt og
alt liið innra líf Gests með ltehningum sín-
um og ritum, því meðan Gestur dvaldi í
Kaupmannahöfn, sótti hann kappsamlega
fyrirlestra Brandes við liáskólann, las rit
hans og umgekst hann mikið. 0g þá cin-
mitt, meðan Gestur dvaldi í Kaupmanna-
höfn, var timi sá, er Brandesar-stefnan
hóf'st og valt fram sem flóð væri og hreif
mcð sér alla hina yngri menn og blés í þá
nýjum anda.
Verk þcssara þriggja söguskálda ís-
lands eru sannarlega þess virði, að öðrum
þjóðuin en Islendingum sé gert mögulegt
að lesa þau, og oss er ánægja að geta sagt
það, að hvað Þýzkaland snertir, þá er þeg-
ai’ búið að þýða flest rit þeirra. En auk
þeirra vil ég enn nefna til aðra þrjá, sem
óneitanlega hafa hæfileika sem söguskáld.
Fyrstur Þeirra er Jóx Þorleifsson
(1825—18G0), er með sögunni “Úr hvers-
dagslífinu” hefir sýnt það, að hann var efni