Öldin - 01.10.1894, Qupperneq 7

Öldin - 01.10.1894, Qupperneq 7
ÖLDIN. 151 sögur þessar um mjög sterkan, starfandi anda. Algerlega sérstök saga er “Mínir vin- ir,” eftir Þorlák kaupmann Jónsson. Er saga sú rituð móti áhrifum Danmerkur á ísland og til eflingar íslenzk-ensku verzl- unarfélagi. Meira skáldlegt gildi hafa sögurnar eftir Jón Ólafsson (f. 1850) : “Hefndin,” “Eyvindur,” “Nýjársgjöfln” og “Sumargjöfln.’, — Þá hefir og Jónas Jónasson, (f. 1856), ritað sögur margar : “Gletni lífsins,” “Bjöm í Gerðum,” “Brot úr æflsögu,” “Yflrmenn og undirgefnir,” “Frelsisherinn,” “Áhúðarréttrinn,” “Rand- íður í Hvassafelli,” “Jedók,” “Offrið” og “Magnúsar þáttur og Guðrúnar.” Lýsa sögur þessar að mestu leyti sérlega hugsandi skáldi. Loks viijum vér nefna liin yngstu söguskáld íslands. Páll Jónsson reit “Skin og sltuggi,” Guðmundur IIjaltason “Dalarósir,” • ‘Jökulrósir” og “Melahlóm,” Ingibjörg Skaftadóttir reit “Kaupstað- arferðir,” Baldvin Jónatansson “Sveita- lífið” og loks heflr Gunnsteinn Eyjólfs- son á þessu ári ritað “Elenóru.” Er saga sú rituð af töluverðum hættleikum og segir frá lífi nýlendumanna í Winnipeg, en er þó að líkindum alt of svört lýsing á hátt- um og siðum hinna íslenzku vesturfara, og kann þó nokkuð að vera satt í lienni. Þá skal loks telja Þorstein Gíslason. Er sagahans: “Yísindamaðurinn,” mjög ein- kennilegur og óvanalegur skáldskapur, er lýsir vonleysi skáldsins. Skáldið sér eng- an tilgang heimsins eða veru manna á jörðu og hefir harla undarlegar hugmyndir um “kærleika guðs.” Að svo mæltu Ijúkum vér þessari of fáorðu tiiraun að lýsa. hinum nýrri íslenzka söguskáldslcap, en viijum um leið geta þess, að þótt vér höfum farið fljótlega yfir verk hinna yngstu skáldanna, þá mega menn ekki ætla það, að skáldrit þessi séu einkisvirði, eða hafl enga þýðingfvrir önn- ur lönd eu Island. Eins og nú cr, eru þessar nýrri hókmentir íslendinga alt of lítið þektar á Þýzkalandi til þess, að ýtar- leg lýsing á þeim öllum ætti við, og sökum þess ætluðum vér að láta oss nægja, fyrst um sinn, að henda á það sem mest skaraði fram úr, að minsta kosti að láta menn sjá fullkomna hókaskrá yflr ritin. Að hinn nýrri íslenzki söguskáldskap- ur sé þess verður, að eftir honum sé tekið, getum vér þegar séð af því, að segja má, að.hann sé hinn yngsti frjóangi hins forna nafnfræga íslenzka söguskáldskapar; hinir eldri voru æfintýrasögurnar. En auk þess era skáldrit þessi sannarlega þess verð, að eftir þeim sé tekið, og getur hver sannfærst um það sjálfur, sem lesa vill þetta litla sýnishorn, fáeinar sögur, sem þýddar hafa verið á þýzka tungu, ef menn fordómslaust vilja líta á þessa hreinu náttúruþjóð, úti- lokaða frá heiminum, er á að berjast við ó- blíðu lofts og harðindi. Veldur hið síðast- nefnda því, að söguskáldskapur hennar kemur oftlega fyrir sem pessimismus, sem biturt háð gegn stéttum mannfélagsins, sem vér alt of oft hikum oss við að dæma. Skáldrit þeirra ráðast einnig oft á ýmsar stofnanir og háttu, sem vér aflöngum vana látum standa án þess að róta við þeim, og mundum jafnvel skoða sem glæp að gera það. Að líkindum hætum vér seinna við línur þessar nokkrum orðum um hina mik- ilsverðu íslenzku lyrik (bragljóð), cn ósk- um nú, að línur þessar, þótt fáar séu, létti fyrir oss, að vekja eftirtekt á liinu forn- germanska bræðrafólki norður undir heim- skauti, sem starfar svo vel og kostgæfilega, og hjálpi oss til þess, að afla hinum nýj- ustu bókmentum þeirra nýja áhangendur og yfir höfuð almennari og fjörugri áhuga fyrir þeim, heldur en hingað til liefir átt sér stað, hæði hjá sjálfum oss og öllum öðr- um þjóðum. * * * Þai nig lýsir herra Kuchler söguskáld- skap vorum. og hufum vér litlu þar við að

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.