Öldin - 01.10.1894, Page 10

Öldin - 01.10.1894, Page 10
ÖLDIN. l'.,,7TV f *V . 154 virkileg og að úrið sé ekki heldur bama- ieikfang einungis, heldur fullkomið venju- legt sigurverk. Uppfinnarinn heitir Sivan og á heima í Geneva. Þessi orðmyndunar búningur er inni- falinn í skífu úr teigleðri, sem fellur utan yfir gangverkið. I hana eru ristar 48 rákir, ein fyrir hvern “kvart-tíma” í 12 stundunum. Ofaná skífunni er tveir vís- irar eða hamrar, er ganga eftir þcssum rákum og framleiða orðin, en rákirnar eru réttur eftirgerningur þeirra drátta, er hljrtðöldur manns-raddarinnar rista á möndul fónógrafans. Höfundur þessara “talandi úra” kvaðst auðvitað geta sett sama útbúning á öll sigurvei’k, kveðst jafnvel nú þegar byrjaður að búa til klukkur með vekjara, en sem í stað þeirra vekjara er menn hafa átt að venjast, orgar í sífellu bæði hátt og lengi: “Farið að vakna !” “Upp með ykkur úr bælinu !” o. s. frv. — Notkun rafmagns er sífelt að verða margbreyttari. Á suður Frakklandi er verksmiðjufélag eitt í undirbúningi með að hita verkstæði sitt alt með rafmagni framleiddu með vatnsafli; kveðst með þvf móti rýra gjöld sín svo nemi 30,000 frank á ári. I Suður-Ameríku eru menn farnir að þurka kornmat með rafmagni. Flytja kornið inn í þar til ætlaða skála og hleypa svo inn þangað rafmagnshituðum loft- straumi, svo heitum, að kornið breiskþorn- ar á stuttri stund. Leður em menn farnir að lita með rafmagni. Húðin, sem á að lita, er þanin yfir borð úr málmi og hún svo mökuð í litarefninu. Rafmagnsstraum- ur er svo leiddur að borðinu, og dregur hann litinn inn í húðina og gegn um hana. Er hún því á augnabliki lituð og þur eftir. Þá er og fundið upp ráð til að varna því, að turnklukkur frjósi. Annað hvort uppi yfir skífunni, eða meðfram henni á aðra hvora hlið, er festur skjöldur lítill og tengdur með vír við ijósa-vírklasann inni í byggingunni, eða niðri á strætunum. Þegar kalt er, er rafmagnsstraumur ieidd- ur í skjöldinn og honum haldið svohnitum, að gangverk klukkunnar getur ekki frosið. Sögur herlæknisins EFTIR Zaeharias Topelius. GUSTAF AÐÓLF OG ÞRJÁTÍU- ÁRA-STRÍÐIÐ II. íslenzk þýðing eftir Matthías Jochumsson. Framh. Bertel spratt upp og reif línið þá af höfði nunnunnar. Frammi fyrir honum stóð hin fríða og milda Katrínmeð brosandi andlit. Bertel fór hjá sér og hopaði aftur á bak. “Óvarkári maður !” mælti Katrín og huldi andlit sitt í skyndi. “Ég hefði óskað að mér licfði mátt hlotnast að þjóna yður, en þér neyðið mig til að eftirláta stöðu þá öðrum.” Katrín var horfin. Sama dags kveld kom nunna aftur inn til fanganna. Larson liélt fagra tölu, dróg hönd hennar upp að vörum sér og rak á hana smellandi koss. Rétt að því búnu heyrðist hann bölva og ragna út úr öllu hófi ; hann hafði nú kyst afgamla, visna hönd, sem var eins og hundr- að ára gamalt bókfellsskinn. “Það er sannast að segja, Bertel góð- ur,” sagði liinn blekti kafteinn með heim- spekilegri rósemd, “þeir hlutir eru til í náttúrunni, sem mannlegrí skarpskygni verða eilífar ráðgátur. Þessi hönd t. d. manus, mana, manum, hönd, eins og hinir fomu Rómverjar komust svo fallega að orði.....þessi hönd, vinur, mundi hafa skipað öndvcgissæti í ummyndunarkvæð- unum liins hágríska skálds Óvidíusa’", sem við forðum lásum í Ábæjarskóla, þegar hann faðir minn æflnði að dubba mig til prests. í gær heföi ég geiist ijaiidanum

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.