Öldin - 01.10.1894, Qupperneq 15
ÖLDIN.
159
og annar Sál meðal spámannanna. En nú
spyr ég í einfeldni minni, Bertel minn,
hvernig við fíirum að komast héðan ?”
“Við ryð.jum okkur hraut, varðliðið
sefur og nú er reginnótt.”
“Ég játa, vinur, að skyldi nokkur, og
þó það væri ég, Larson sjálfur, kalla þig
geit, þá skyldi ég kalla hann lygara. Það
er satt, að einu sinni tókstu nærri því solu*,
einn, alienus, aleinn, þennan kastala, en þá
hafðir þú þó sverð I hendinni og nokkur
þúsund röskva drengi fyrir aftan þig ....
Þey, er nokkur að trampa á tröppunum ?
Nei, þar er enginn; við verðum að tifa
eins og heimasætur; álfurinn hann Pekk
slánast áfram eins og lieill ríðandi herflokk-
ur sé í hælunum á honum.”
Þcir félagar voru nú komnir þrjátíu
eða fjörutíu höft upp tröppurnar og þá
fyrst urðu þeir birtu varir hátt upp á skör-
inni. þcir námu þá staðar og drógu and-
ann, alt var hljótt og kyrt. Nú áræddi
Larson að gægjast inn, stakk fyrst höfðinu
inn, sícan fætinum og lolcs öllum sínum
digra búk. “Við erum á réttri leið,” hvísl-
aði lmnn, “takið af ykkur stígvélin, allur
herinn skal ganga á sokkaleistununij^osíVo,
að herinn sé í nokkrum sokkum. Fram !
fram!”
Svefnherbergi biskupsfurstans, sem
þeir nú voru í komnir, var stórt og hafði
verið hlaðið skrauti. Hálfslokknaður
lampi sló daufum bjarma á hina gullnu
refla á veggjunum; þar stóðu logagyltar
myndir af helgum mönnum, en sængin var
úr íbenviði, þar sem hinn gamli preláti
hafði hvílt og sofnað frá sínu Rínarvíni.
Þar var ekkert kvikt inni, en gegnum einn
gluggann, sem snéri að hallargarðinum,
mátti sjá hallarkyrkjuna alla Ijósum lýsta
og fulla af fólki. Garðurinn sýndist líka
fullur af mönnum og báru margir kerti.
“Það má salta mig niður í pækli eins
og síld ef ég get skilið, hvað þetta fólk
hefst að um hánóttina,” umlaði kapteinn-
inn í illu skapi. “Þeir Iiafa sjálfsagt sam-
anstreymt til þess að horfa á hvernig geng-
ur að steikja þrjá heiðarlega Finna við
seinan eld alt eins og kola.”
“Við verðum að útvega okkur vopn
og falla eins og hreystimenn,” sagði Bertel
og litaðist fyrir í herberginu. “Ágætt!”
æpti hann hátt, “hér eru þrjú sverð og
fleiri þurfum við ekki.”
“Og þrír daggarðar,” sagði Larson,
sem fundið hafði dálítið vopnabúr bak við
líkneski eitt í veggjarskoti. “Þessir verð-
ugu feður fælast ekki daggarðana heldur
en Austurbotnungarnir púúkóinn* sinn.”
“Eg held nú,” sagði Pekka, sem sjald-
an var margmáll, og benti á flösku mikla
þar í horni einu, “ég held, að fyrst þetta
er jólanóttin sjálf, þá...”
“Dáðadrengur,” sagði kapteinninn og
varð allur á lofti, “þú ert undarlega þofvís
þegar eitthvað er að fá í staupinu. Æru-
verði Jesúíti, þú lieflr unnið eitt góðverk á
æfinni. Jólanótt sagðirðu; hvers vegna
sagðirðu það ckki fyrri, flónið þitt ? Það
er alt í augum opið, að hálf Wurzborg heíir
hlaupið upp til hallarinnar til þess að hlýða
messu hans Hieronýmusar. Samt er
ég svei mér hræddur um að honum
þyki ílengjast þeim góða manni. Sjáðu
nú, vinur, nú drekk ég þína skál; fyrirlið-
inn á ætíð að ganga á undan liðsmönnum
sínum með góðu eftirdæmi. Skál, drengir
góðir....en hver fjandinn .... iK'ilvaður
karlinn hefir skammarlcga leikið á okkur
......ég hcfl drukkið ólyfjan, ég er bráð-
feigur maður!” og hinn ágæti kafteinn
varð náfölur í framan.
En þeir Bertel og Pekka gátu varla
varist hlátri þi’átt Íyrir allar kröggurnar,
þegar þeir sáu Larson hvítna af hrollinum
cn biksortna um leið af vökva þcim, sem
hann hafði drukkið og spýtt út aftur.
“Taktu smærri sopana næsta sinn, þá þarftu
ekki að drekka blek,” sagði Bertel.
“Blek —það var eftir honurn, þessum
*) Finnskur beltishnífur.