Öldin - 01.04.1895, Blaðsíða 9

Öldin - 01.04.1895, Blaðsíða 9
ÖLDIN. 57 eru því slíkir kyrkjugarðar hættulegir mjög og sannnefnd pestarbæli. Úr þessu efni tókst dr. Engler að búa til steinolíu. Ilann tók glerpípu, lokaða í annan endann, beygði hana sem kné og fylti svo aðra álm- una hinu nmgctna efni og bræddi svo fyrir opna endann. Síðan liitaði hann þá álm- una, er efnið var í, 300—400° (Celsius) og við það safnaðist í tómu álmuna vökvi, sem reyndist að liafa alveg sömu eigin- leika og náttúrleg steinolia og sem úr mátti fá hin ýmsu efni, svo sem benzin, parafin o. s. frv. eins og úr steinolíunni. Öll dýra- feiti, svo sem sauðatólg, svínafeiti o. s. frv., sem dr. Engler hagræddi á sama hátt, breyttist í steinolíu, og meira að segja var það aðeins sárlítið (1/10 partur)af feitinni sem ekki varð að steinolíu. Þetta er harla mikilvæg uppgötvun, bæði frá náttúruvísindalegu og iðnfræði- legu sjónarmiði, því þar með er sýnt og sannað, að búa má til steinolíu, og hver veit hvað langt verður að bíða þess, að verksmiðjur verði settar á stofn, til þess að gera þetta að sérstakri iðngrein. [L. A.] JUUTAGRÓÐUR ER LÍFSSKILYRÐI FYRIR DÝRIN. Af hverjum lOOmælum andrúmsloftsins, er talið að rúmir 20 mælar (20.61) só súrefni (oxygen), tæpir 80 (77.95) köfnunarefni (nitrogen), lítið eitt (0.04) kolsýra auk vatnsgufu, sem er talsvert mismunandi. Þessi sainsetning loftsins er svo að segja hin sama hvar sem er á hnettinum, en ei- litlu getur þó munað. Þannig er loftið við yflrborð vatns og sævar ofuilítið súrefnis- rýrara en yfir þurru landi, því sjór og vötn soga það stöðugt í sig og þaðan taka flskarnir það. Dýrin anda surefninu að sér og breytist það í þeim í kolasýru. Súr- efnið inundi liverfti af yfirborði linattarins ef grös og jurtir væri ekki til, því þær eru sú verksmiðja, ef svo mætti að orði kveða, þar scm súrefnið er losað við kolsýruna og slept aftur út í loftið, og krafturinn, sem vinnur á þessari jurtaverksmiðju, er sólar- geislarnir. En súrefnið liefir ekki ávalt verið til. I elztu klettamyndunum íinnast t. d. brennisteinssúr sölt og graíit, sem brunnið mundu hafa upp ef súrefnið hefði til vcrið samtíða. Gufuhvolfið, sem þessar kletta- myndanir kólnuðu í, var samsett af kol- sýru, köfnunarefni og vatnsefni. I slíku lofti hafa hinar fyrstu jurtir lifað. Hvernig skyldi þá jurtagróður vorra tíma þróast í slíku Jofti ? Við úrlausnina á þcssari spurning hefir efnaf'ræðingur einn enskur, J. L. Phipson, fengist nokkur undanfarin ár, og skal hér með örfáum orðum getið um tilraunir hans. Við tilrauniinar notaði hann 6 jurta- kyn [: poa (sveifgras), agrostis (hvíngras), trifolium (smára), myosatis (kattarauga), antirrhinum og convolvulus]. Gróðursetti hann jurtirnar í frjómiklum jarðvegi, en hvolfdi yfir þann partinn, sem upp úr jörð- unni stóð, glerkrukkum svo tilbúnum, að jurtirnar fengu sólarljósið sem náttúrlegast og hann lét liitann í glerkrukkunum vera 15—26° C. á daginn. Fyrst reyndi hann hvernig jurtirnar þyldu kolsýruioft með því að fylla gler- ldukkurnar þeirri lofttegund og þoldu þær það illa. Þá fylti hann klukkurnar vatns- efni og reyndist það talsvert betra fyrir plönturnar. Þá revndi hann köfnunarcfni. í þeirri lofttegund tókst honum lengi að lialda lífinu í “Convolvulus arvenis” með því að láta ræturnar standa í vatniog hafa sífelt nóg af kolsýru í vatninu. í köfnun- arefni, sem blandað var að þriðjungi kol- sýru, þróuðust jurtirnar vel, enda reyndist svo, að cftir örfáar vikur var loftið í gler- klukkunúm búið að fá nærfelt sömu sam- setningu og gufuhvoiiið. Þessar tilraunir Phipsons eru mjög merkilegar, því þær sýna, að súrefnið átil- veru sína jurtalífinu að þakka, en án súr- efnis er alt dýralíf ómögulegt. [L. A.]

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.