Öldin - 01.04.1895, Blaðsíða 11

Öldin - 01.04.1895, Blaðsíða 11
ÖLDIN. 59 Sögur herlæknisins EFTIR Zaeharias Topelius. GUSTAF AÐÓLF OG ÞliJÁTÍU- ÁRA-STRÍÐIÐ íslenzk þýöing eftir Matthías Jochumsson. Framli. þá í hugsunarlausri aðdáun : Það var mik- ill maður.” Meðan á þessu eintali stóð, kemur konan, sem við könnumst við, frá kastala- garðinum inn. Hún lýkur gætilega upp hurðinni og læðist á tánum svo sem væri hún hrædd um að vekja sofandi barn. Síð- an setur hún niður seint og hægt viðar- bvrði sína, sem hún berífanginu. Dálítið liark var þó óhjákvæmilegt; liinn aldraði við borðið hrekkur upp úr draumórum sín um og snýr sór uppvægur að gömlu kon- unni með viðinn og segir: Kona, þú ert svo djörf að ónáða mig ! liefi ég ekki sagt þéi' iterurn iterumque, að þú eigir að flytja þína penates procula Parnasso ? Skilur þú það .... lupa /” “Iværi maður minn góður, égerað færa þér ofurlítinn eldivið. Þér hofir verið svo kalt þessa daga. Reiðstu mér nú ekki, þú skalt eiga hlýtt og gott, það er allra besta eldsneyti.” “Quid mihi fecum ? Far þú norður og niður! Þú ertir mig og mæðir. Þú ert, eins og Gústavus sálugi sagði ætíð, Messenii mala herbci, malurtin mín, brenni- netlan mín.” Lúsia Gróthúsen var kona ákaflega bráðlynd, geðvond og jögunarsöm við alla, en í þetta sinn steinþagði hún. Hve kyn- lega Iiafði ekki hennar lieimilisháttalag tekið stakkaskiftum ? Hún hafði aldrei séð sólina fyrir bónda sínum, en á meðan hann var heill og hagur hans stóð í blóma, hafði hún, þessi sterka sál, beygt hans óró- lega og hikandi anda eins og revr. Stóð þá hinn óárennilegi Messeníus alveg undir ríkisvendi konu sinnar. Nú höfðu þau umskift hlutverkunum. Eftir því sem að kraftar hans þverruðu og það kom í Ijós að dagar hans mundu styttast, hafði henn- ar ótakmarkaða ást lent í stríði við ofsa hennar og ráðríki, og unnið það ótrúlega þrekvirki, að boygja slíka geðsmuni til auðsveipni. Hún dekraði við hann eins og móðir við fárveikt barn; af ótta fyrir að missa lians við, þoldi hún alt með hóg- værð, reyndi með hlýjum orðum að mýkja hans önuglyndi og anzaði aidrei öfugu orði aðfinningum hans og átölum. Jafnvel í þetta sinn bar ekkert á henni, nema dálít- ill titringur í vörunum, hann sýndi, hvað hún tók nærri sér að halda í skefjum skap- inu, sem vildi brjótast út. Hún gekk nú nær lionum og sagði hlýlega: “Vertu nú góður, heillin mín, þú veist að heilsa þín þolir ekki að þér þyki fyrir ; næsta sinn skal ég leggja ábreiðu undir eldiviðinn, svo liann trufii þig ekki. Og í kveld ætla ég að sjóða handa þér allra besta læri af lambi, en því máttu trúa, að það var cng- inn hægðarleikur að útvega það. Eg sem sé náði því nærri því með valdi úr eldhús- inu höfðingjans.” “Hvað er þetta, kona, hefir þú lagt þig niður við að betla beneficia af harð- stjórans krásum ? Jupiter! er ég þá hund- ur sem á að éta molana af þeirra borðum ? Og svo ertu hölt; hví gcngur þú hölt ? Svara þú mér ! Þú hefii' víst aftur borið kerlingarþvaður í slotsfólkið og hsfir svo skollið á tröppunum landshöfðingjans með- an stóð á þínu málæði.” “Er ég liölt ?” svaraði Lúsia og brosti utan við sig, “jú, skyldi það ekki vera .... ég marði mig á fæti .... vanþakkláti inaður,” bætti húu við í lágum hljóðum, “það er þín vegna sem ég líð.”

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.