Öldin - 01.12.1895, Page 6

Öldin - 01.12.1895, Page 6
184 ÖLDIN. Árni lá 4 fjallinu í þrjá sólarhringa og sá þaðan til leitarmanna. En að því búnu lagði hann til ferðar og segir fátt aí því íerðalagi. Næstu 2 ár hélt hann til helzt þar sem býli voru afskekt framarlega í bygðum, eða hjá útilegumönnum. En- 1747 náðist hann aftur í hellir einum f'ram af Bárðardal í Þingeyjarsýslu; var hann þar hjá tveimur þjófum sem lagstir voru út, og hétu Jón Erlendsson, ættaður að sunnan, og ívar. Fundu Bárdælingar þá. En af því Árni var með þeim og áður dæmdur, var sjálfsagt að taka hann, þó ekki yrði sannað á hann að hafa tekið hlut- deild í þeirra handafia. Var hann þá fiutt- ur vestur að Stóruökrum í Skagafirði til Skúla sýslumanns Magnússonar, er síðar varð iandfógeti, og nafnfrægur er í sögu íslands. Hann unni mjög listum og hetju- skap og kannaðist vel við Árna, og vissi hversu mikill maður hann var, og fyrir hvers tilstilli hann hafði lent í þessa ógæfu. Var Árni þar um tíma í haldi að nafninu til, en hvarf þaðan. Kennir Espólín óað- gæslu Skúla það, og segir að hann hafi þá íarið austur í Múlasýslu og skift um nafn, en aldrei hafi borið á óráðvendni hans framar,* og sýnir það að hann hefir elcki verið náttúruþjófur, þó hann væri tældur í það af Guðm. sýslumanni.** *) MA lesa um þetta í Árbók Espólíns. Þar segir, að Arni liafi verið vel að sér í mörgu knár maður, þjóðhagi á smíðar og skraddari, en það er víst prentvilla, og mun eiga að vera: slcurðhagur, þvíhann var listamaður að skera út letur og myndir. G. G. **) Guðmundur sýslumaður Sigurðsson deyði undir máitíð á Staðastað, að Gísla pró- fasts Magnússyni, sem þar var frá 1746—1779, og var margiætt um dauða sýslumanns. Héldu sumir að hann hefði grandað sér með eitri, og mundi það hafa verið orsökin, að ný- búið var að haida vitnapróf að syðri-Görðum, er rengdi framburð sýslumanns í máli er hann hafði áður verið viðriðinn, og sýslumaður hafði áður látið fara utan, enn var sent heirn aftur til að fá frekari upplýsingar, og var eitt af þeim þjófnaðurinn á Grundarfirði 1716, Meðan Árni var í þessari útlegð segir sagan að hann hafi gengið fram á mikinn nautaflokk sem legið hafði úti svo vetrum skifti. Fyrir þeim fiokki gekk graðungur mannýgur og mannskæður; höfðu menn ekki getað höndlað hann, og var kallað, að hann væri orðinn tryltur. Hann var orð- inn hárlaus aftur að bógum af hnoði og rniklu umfangi; búið var að dæma hann réttlausann og dræpann. Þegar graðung- urinn sá manninn, réðist hann strax á móti honum. Sá Árni ekki fært að flýja og hörfaði upp grjótskriðu er þar var skamt frá, og varði sig með grjótkasti, en svo var boli áfjáður, að Árni taldi það með mestu aflraunum sínum að eiga við hann. Fóru svo ieikar, að boli hné dauður. Var þá Árni kominn að þrotuin af mæði. Eftir því sem vér getum komist næst, liðu tvö ár frá því Árni fór frá Skúla sýslumanni og þar til hann kom að Garði í Þystilfirði, á laugardag fyrir páska, og bað um nætur- gisting. Húsráðandi spurði hann að nafni, og sagðist hann heita Einar Jónsson og vera langferðamaður. Á páskadaginn fór margt af fólki til Svalbarðskyrkju. Einar bað bónda að lofa sér að vera um hátíðina, og var það velkomið. En ekki var heima á páskadaginn nema skríll, og var enginn fær um að lesa. Einar bað um bækurnar og söng og las svo vel, að tilheyrendum Sro bættist nú viö nýr þjófuaður í Ólafsvík 1752. Þar voru brotnir glugRar í vöruhúsi og stolið, og vissi enginn hver það hafði gert. J. Espólín segir svo : að G. sýslumaður hafi haft þann sið, að opna glugga á þeim húsum og láta þar út kornvöru sem hann var að miðla fólki — og þó hafði hann iykla að búð- unum — og þykir Espólín það iieldur óböfð- inglegt; líka að G. hatí verið grunaður um þjófnaðinn, og fært í brígsli viö hann, og muni hann hafa tekið sér það nærri, enda heldur Espólín að varla muni hægt að fá sönnui' fyrir orsöknm dauða iians. Vízilög- maður Eggert Ólafsson skráði æfisögu Guðm. sýslumanns og er þar nóg lof, þvert á móti al- þýðu i’ómi eins og titt er um dauða menn. G. G,

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.