Öldin - 01.12.1895, Síða 12

Öldin - 01.12.1895, Síða 12
190 ÖLDIN. uín vér svo sögu af Árna Grímssyni, sem alment var kallaður Einar Jónsson, sterki. Eftirmáli, Af framanskrifaðri æfisögu má ráða, hvílíkur afbragðsmaður Einar sterki var að öllu, enda hafa gamlir menn, sem vér áttum tal við í ungdæmi voru, hæ't honum fyrir nálega alt. Hann var svo geðprúður að menn sáu hann aldrei reiðann, heldur sí-glaðan og skemtiiegan. Alla æfi var hann fátækur, en hafði sem menn kalla til hnífs og skeiðar. I ungdæmi voru sáum vér skurðverk eftir hann milli kórs og framkyrkju í Svalbarðskyrkju hinni gömlu, og þekkist það varla frá bíldhöggvara- verki sem þar var eftir Ingimund Ingi- mundarson, sem bjó lengi á Sveinungavík í Þistilfirði, síðari part 17. aldar, ogvar út- lagi eins og Einar, en mikill listamaður og skáld — ættaður frá Eyðum í Eyðaþinghá í N.-Múlasýslu. Vér höfum leitast við að segja svo rétt frá æfiatriðum Einars sem kostur var á, og slept mörgu smávegis sem miður var trú- legt, en sem gamlir menn þóttust þó muna rétt, því fleiri þektu til Einars en Þórunn skáldkona, sem ég hefi fyrir flestu í sög- unni, að fráteknu tímatali og skýringar- á fi'óni ísa fæst ei hér, sá fleiri listir prýða. Skurðmeistari’ og skáld var hann, skemtinn, marg kunnandi; á tíu liandir svo með sann sagður vel skrifandi. Siðprúður og syndur vel, söng með fögrum hljóðum, af einum manni ég sem tel er nú rart hjá þjóðum. Hann var glíminn, hraustur, snar, til handa og fóta slingur. Hagleiks mentir beztu bar, burðugur vestfirðingur. greinum. T.d. sögðu menn, að þegar Einar kom fyrst að Sauðanesi til séra Árna þá hafi prestur farið með hann út í kyrkju, til að geta talað við hann í næði og þar voru þeir heilan dag. Þá höfðu heimamenn forvitn- ast um hvað þeir væru að gera,og skygnd- ust inn um glugga. Áttu þá prestur og Ein- ar að hafa verið að leika sér að því, að láta hver annan standa á lófum sér og ganga svo frarn og aftur um kyrkjugólfið (séra Arni var afburðamaður að kröftum). það var líka almæli, að Einar hefði verið út- lærður úr heimaskóla, og því hetðí hann verið svo vel að sér, en þar höfum vér enga sönnun fyrir, nema mentun hans. — Öxi hans átti að hafa verið 12—14 þuml- ungar fyrir egg, og getur það verið satt. Ekkert skrifað lá eftir Einar (nema ef' séra Ólafur hefir náð því). En hitt vitum vér, að hann var skáldmæltur, en mjög lítið kunnu menn eftir hann, því það var eins og hann dyldi flestar listir sínar. Bjarni son •‘prjóna”-Péturs bjó að Und- irheiði á Langanesi. Hann var gáfaður en ódrengur og orðlagður fantur við allar skepnur og hafði mikið gaman áf að kvelja úr þeim lífið með ýmsu móti. Um það kvað Einar: ‘‘Vænt er Bjarni vinnuhjú, í verkum er hann slingur ! ! halabrýtur hverja kú, úr hestum augu stingur !’’ Eitt sinn kom Einar að unglingsmanni sem var að herma eftir honum, þá kvað hann : *’0, þú heimska hermikráka. hverjum manni hneikslanleg, þú úrþvætti allra stráka athugar ei sjálfan þig.” Eg hefi svo engu að bæta við, en í'el réttvísum lesara þetta sögukorn til gamans og dægrastyttingar, og bið hann að vera vægan í dómi við gamalmenni, þó mörg séu smíðalýtin.

x

Öldin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.