Öldin - 01.05.1896, Side 3

Öldin - 01.05.1896, Side 3
ÖLDIN. 67 fyrir þá að vita, hvað merkir landar þeirra og aðrir íslendingavinir í Norðurálfu eru að gera fyrir íslenzkar békmentir og þá um leið fyrir íslendinga í lieild sinni. Hvað snertir störf Mr. Magnússonar í þessa átt á iCnglandi, þá eru þeir hinir síð- ustu fyrirlestrar hans (“Yggdrasill Óðins- hestur” og “Edda”) óræk s’Jnnun fyrir því að þar er ekki verið að vinna fyrir gýg. Að til eru fjölda margir menn á Englandi (tvö félög að minsta kosti) sem hvað eftir annað sitja og hlýða með athygli á fyrir- lestra, sem eingöngu höndla um íslenzk fornrit og þar sem verið er að sýna rót þessa og liinsorðsins, byggingar orða, setn- ingaskipun, skáldskaparkenningar o. s.frv. Að þessir menn síðan stuðla til að fyrir- lestrarnir verði prentaðir og þá auðvitað keyptir og lesnir,— þetta alt sannar, að á- litið á íslenzkunni og íslenzkum bókment- um er að vaxa, að þeir íjolga óðum, sem virða og meta þessa kj'irgripi fslendinga. þessari vaxandi þekkingu áíslenzkumbók- mentum er það óefað að þakka, að þeir smáfjölga enskutalandi mennirnir, sein álíta hinum engilsaxneska ættbálki inildu gagn- legra- að draga úr latnesku og grískunámi sínu, en aulca að þeim mun íslenzkunámið, af því norrænar fornsögur innibindi svo mikinn1 hluta af fornsögum Breta, og að þær undir öllum kringumstæðurn séu skuggsjáin, er bezt sýni þeim þeirra eigin fornöld. Það sem Mr. Magnússon í ritgerð sinni: “Edda”, er að sanna, er það, að Snorri Sturluson liaíi sjálfur gefið bók sinni (Snorra, eða yngri Eddu) nafnið og að nafnið sé ekki annað en beyging orðsins “Oddi”, að bókin sé þannig kend við bæ- inn, sem Snorri ólzt upp á og þar sem hann fékk mesta mentun sína, á Odda í Eangár- vallasýslu. Þótt í leyíisleysi sé, tökum vér hér upp ágrip af þeim katia úr fyrirlestrinum, er um þetta atriði höndlar sérstaklega og setjum liann hér í lausri þýðingu: “Snorri Sturluson var fæddur á vest- uriandi, í Hvammi, árið 1178. Þriggja ára gamall, var hann fluttur að Odda, til uppfósturs bjá Jóni Loptssyni, er var son- arsonur Sæmundar fróða. Þetta var árið 1181. Á Odda var svo þessi tilvonandi sagnaritari norðurlanda, til þess ei' hann vas 19 ára gamall (1197). Þá dó fóstur- faðir hans. Jón Loptsson var alment við- urkendur voldugastur goðanna (eða hér- aðshöfðingjanna) og mest metinn maður á landinu. Að honum látnum tók við goð- orðinu Sæmundur sonur hans, fósturbróðir Snorra, er liafði að geyma alt það sem bezt var og göfugast í fari hinnar frægu ættar Sæmundar fróða. IJverskyns heimili var þá þotta heim- ili, sem Snorri ólst upp á og lærði, þar sem hann lagði grundvöllinn að framtíðarfrægð sinni sem ritdómari, sagnaritari, goðfræða- ritari, skáld, lögfræðingur, stjórnmálamað- ur ? Það heimili auðvitað var nafnfrægt sem mentastofnun. Ef'tir að hafa eytt mörg- um árum við lærdóm í ýmsuin löndum Norðurálfu, sérstaklega þó í Parísarborg, var Sæmundur fróði talinn á að flytja til Islands árið 1076. Settist hann þá að á óðul sinni, að Odda, og tók innan lítils tíma til að koma þar á fót skóla og sem afkomendur hans lögðu kapp á að viðhalda jafnfrægum og þeim að Skálholti og í Hauk- dal. Það er enginn efl að sjálfur heflr Sæmundur hlotið að vera kunnugri samtíð- armentun allri í Evrópu, en aðrir menn á Islandi. Og auðlegð hans heimaíyrir gaf lionuin ákjósanlegasta tækifæri til að safna að sér þeim bókum, sem fullnægðu smekk hans sem mentamanns og kröfum hans sem skólakennara. Oss er það lcunnugt að afkomendur Sæmundar, vernduðu moð sérlegri umönn- un alt fram á 13. öld, það semað Sæmund- ur þannig gerðist höfundur að. Vér höfum þess vegna þann sögulcga sannleika við að styðjast: 1.) Að Snorri Sturluson ólst upp á Odda í 16 ár; 2.) Að

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.