Öldin - 01.05.1896, Blaðsíða 6

Öldin - 01.05.1896, Blaðsíða 6
70 ÖLDIN. lýsa aðferð hans í því efni nákvæmlega, er þvðingarlítið, enda yrði það langt mál. Vér förum því fijótt yfir þá sögu og slepp- um öllu nema fyrsta kaflanum, sem sýnir á averju “langömmu” hugmyndin byggist. Höfundurinn segir að elzta skjalið scm hafi að geyma nafnið Edda, sem kvenn- iieiti, sé kvæðið Rígsþula í Sæmundar- Eddu. Af því kvæði er ekki til, svo menn viti, nema eitt handrit í Árna Bfagnússon- ar safninu í Khöfn. Er þar á lausu blaði í Snorra-Eddu handritinu,Codex W ormianus. En Arngrímur Jónsson sendi hinum nafn- fræga danska fornfræðiingi Ola Worm kvæð- ishandritið að gjöf. Var það komið í hend- ur Ola, svo víst sé, áiið 1628. Endirinnaf kvæðinu er týndur og er þcss vegna ekki til nema brot af þessu eina handriti. Stuttur formáli fyrir Rígsþulu scgir hvernig kvæðið er til orðið, þannig: “Svá segja menn í fornum sögum,at einnhverr af ásum, sá er Heimdallr hét, fór ferðar sinn- ar ok fram með sjóvarströndu nokkurri, kom at einum húsabæ ok nefndisk Rígur. Eftir þeirri sögu er kvæði þetta.” í hús- inu bjuggu aldurhnigin hjón og hétu “Ái ok Edda,” þ. e., langafi og langamma. Þar dvaldi guðinn þrjár nætur. Níu mánuðurn síðar ól Edda svein mikinn en ófríðann og var hann nefndur Þræll. Á sínurn tíma kom kona ein ófríð að húsum Áa og Eddlx er nefndist Þír og giftist hún Þræli. Frá þeim er komin Þræla-ætt öll. Enn hélt Rígur (Heimdallur) áfram göngunni og kom næst að höll einni, þar sem “hurð var á skíði,” þ. e. dregin að cg frá dyrum en ekki unclin á hjöium. Þar bjuggu “Afi ok Amma.” Þar dvaldi guð- inn þrjár nætur og á sínum tíma ól Amma svein, er nefndur var Karl. Er hann hafði aldur til tók hann sér fyrir konu þá konu er Snör nefndist og eru af þeim komnir bændur allir og búar. “Þaðan eru komnar karla ættir,” segir í Rígsþulu. Enn hélt guðinn áfram ferð sinni og kom næst að kastala, þar sem dyr vissu móti suðri. Hurð var lmigin að staf en hringur í, Cekk Rígur inn og var gólfið þakið með hálmi* Þar bjuggu “Faðir ok Móðir” og sátu að vinnu sinni, en horfðust í augu. Faðir fléttaði bogastreng og smíð- aði boga og örfar, en Móðir járnclróg dúka og “stífaði,” “strauk og ripti, sterti ermar.” Hún var með fald á höfði, í bláum serk síðum og brjóstnál gljáði á barmi hennar. Er henni svo lýst í kvæðinu: “brún bjartari, brjóst Ijósara, háls hvitari; hreinni mjöllu.” Þar var Ríg veitt rausnarlega og þar einnig dvaldi hann þrjár nætur. Á sínum tíma ól Móðir sveinbarn og lét skíra hann: “Jarl.” Hann var fagur ásýndar og æf'ði í æsku allar hermannlegar íþróttir og flm- leiki. Er Jarl var nær fulltíða maðurkom Rígur fram úr skógi og kvaðst vera faðir sveinsins og gaf honnrn þá nafnið Rígur. Jarl lagðist í hernað og lierjaði á og yfir- bugaði jarldæmi það er Hersir stýrði. Átti Hersir dóttur þá er “Ern(a)” hét og henni kvongaðist Jarl Rígur. Yngsti sonur þeirra Jarls og Ernu hét “Konrungr” og af því ræður svo höfundur kvæðisins að þaðan sé runnið nafnið konungur. Hvað snertir kvæðið, þá er það skoð- un fyrirlesarans, að það geti ekki verið mjög gamalt, og telur margt því til sönn- unar. Fyrst það, að Þræll og Þír eru lát- in eiga eignir, en slíkt átti sér ekki stað á Norðurlöndum á meðan þrælar voru til. Er það sönnun f'yrir því, að höfundur kvæðisins hafi ekki haft neina þekkingu í því efni, en hafi að eins haft ranga ímynd- un sína um ástand þrælanna sér til stuðn- ings, er hann orti kvæðið. Af því er að *) Segir svo í Rlgsþulu : “Kom hann at sal, suðr horfðu dyrr ; var hurð hnigin, , hringr var í gætti, gekk liann inn at þat, gólf var strát.”

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.