Öldin - 01.05.1896, Page 7
ÖLDIN.
71
ráða að þegar kvæðið var ort hafl þræla-
öldin verið löngu liðin. f öðru lagi segir
höfundurinn auðsætt, að í eiginlegum
skilningi sé Edda (kona Áa) alls ekki
langatnma. Amma er ekki dóttir hennar
og Móðir ekki dóttir Ommu. Ilugmyndin
sé að sýna stigbreyting þjóðfélagsins, full-
lcomnun þcss stig fyrir stig, til þess er
æðsta takmarkinu var náð—konungsvald-
inu. Þetta vakti fyrir höfundinum, þó
hann héldi illa á efninu. í þeim tiigangi
að gera alþýðu hugmynd sína skiljanlega,
kom kvæðishöfundinum í hug að framleiða
þrjár mæður hinna þriggja mismunandi
flokka. Það gerði hann á þennan hátt, en
þar fyrir tókst honum engan vegin að sýna
að Edda kvæðisins sé sama og langamma,
af því sem sagt að Amma og Móðir voru
ekki beinir afkomendur hennar. Eígsþula
hyggur fyrirlesarinn að ekki sé eldri en
frá 13. öld. Heflr hann það meðal annars
til marlcs, að í kvæðinu stendur: “kom
hann at sal, suðr horfðu dyr.” Þessi orð
segir fyrirlesarinn að bendi á tízku, eða
ímyndaða tízku, að því er húsaskipun höfð-
ingja snertir. Sams konar hugmynd segir
hann að komi fyrst frani í “Morkinskinnu,”
er rituð var sncmma á 13. öld. Þar scgir
svo: “Konungshásæti var á langpallinn,
þann er vissi í móti sólu,” en það er sama
sem að segja að sæti hans hafl verið við
norðurvegginn og þegar hann hafi setið í
því, hafl hann snúið móti suðri. Þetta
segir fyrirlesarinn að þýði það, að ís-
lendingar hafl snemma á tíma fengið þá
hugmynd, að hallir konunga og höfðingja
skylduþannig snúa,—að það væri ‘móðins.’
Og þessi hugmynd segir hann hafi enda
haldist við frain á vora tíma og vitnar í
orðabók þeirra Cleasby’s og Guðbrandar
því til sönnunar. En svo segir hann alt
slíkt misskilning, því að lega landsins, af-
staða þjóðvegar, ár, stöðuvatns eða sjávar
hafl ráðið því hvernig hús snéru á Islandi.
Skyldi nú fyrgreind sögn í .Rígsþulu vera
bygð á þessum misskilningi, sannar hún
tvent í senn: fyrst það,að kvæðið er íslenzkt,
og annað það, að það er tiltölulega ungt.
Sé það þannig fullsannað að Rígsþula
sé ekki eldri en frá 13. öld, þá virðist einn-
ig nokkurnvegin fullsannað, að Snorri hef-
ir ekki sótt nafnið Edda í það kvæði, er
hann reit Snorra-Eddu og sem hann að lík-
um hefir byrjað á, þó ekki liafl liann má-
ske fullkomnað það verk, á meðan hann
var á Odda. Hafl það kvæði þá ekki ver-
ið til orðið, eða Snorra ókunnugt og hafl
hann sjálfur ekki gefið bók sinni nafnið
Edda, cn eftirlátið það afkomendum sínum
eða ættingjum, þá er jafnólíklegt að þeir
hafi sótt nafnið á bókina í kvæði, sem í
millitíð kann að hafa orðið kunnugt, og
sem sannarlega er ekki frægra eða meira
cn önnur kvæði í Sæmundar-Eddu og sem
Snorri átti aðgang að á Odda. Og að Snorri
hafl ekki þekt Rígsþulu, það sannaði fyrir-
lesarinn með því að benda á kaflann
“ókend heiti.” Höfundur þess kafla vissi
augsýnilega ekki að Edda átti að þýða það
sama og “lang amma.” Það virðist þess
vegna óliætt alveg að leita að uppruna
bókar-nafnsins annarsstaðar en í Rígsþulu.
Yér höfum áður getið þess í fáum orð-
um, að fyrirlesarinn lireki tilgátuna þá, að
nafnið sé bjöguð gömul há-Þýzka og tákni
móður-jörð (Mammun Ertham), og slepp-
um vér því að minnast meira á það mál.
En þá er eftir að minnast á þriðju tilgát-
una og sem mörgum mun virðast miklu
eðlilegri en hinar tilgáturnar, að undantek-
inni þeirri.er fyrirlesarinn sjálfur framsetur.
Það er tilgáta Árna Magnussonar, að Edda
sé beyging orðsins “óður,” eða skáldskapur
í Ijóðum, eins og alraent er skiliðað “óður”
þýði, þó upprunalega þýddi það orð ekki
annað en vitsmuni, eða hæflleika til að
hugsa og skilja. Segir fyrirlesarinn að
Árni telji það sem ástæðu fyrir þessari til-
gátu sinni, að í Ijóðum tveggja skáldaá 14.
öld, hafl hann orðið var við setningar svo
sem “Eddu list” og “Eddureglur,” ogseg-
ir það áhrærandi að það sé greinilegt, að