Öldin - 01.05.1896, Side 9
ÖLDIN.
73
sköpunarverki. Ilin gamla sköpunarsaga
segir, að guð liaíi blásið anda lífsins í leir-
inn. I nútíðinni er anda líf-ins blásið í
allskonar efni og — ný og sívaxandi sköp-
un framleiðist. Ilið heimspekilega grufl
liðinna alda er of mikill hégómi til að full-
nægja kröfum starfandi manns í nútíðinni,
sem ekki á nema fá ár að lif'a. Yið Ijós
þekkingarinnar sér hann live mikið er
fólgið í liinu dauða efni. í stað þess því
að grufla, beitir liann hugsanfærum sínum,
andar guðdómlegum anda á efnið og fram-
leiðir með því nýjan heim.
Þegar maður venst því sem yfirgcngi-
legt er, þá or auðgert að missa sjónar af
því, og af því er það sprottið að mönnum
gengur svo illa að meta að fullnaði hin
milclu afreksverlc manna á þessari miklu
öld. I fyrstunni bregður þeirn fyrir sjón
vora eins og glóandi loftsteinum. Vér
undrumst utn stundarsakir, en fyrri en var-
ir viðurkennum vér fregnina sanna og
smámsaman vorður uppfindingin svo al-
menn og svo nátengd voru daglega lífl, að
hún gleymist, svo framarlega sem vér ekki
fyrir tilviljun missum afnota hennar um
stund.
Ef til vill er þá meira unnið með yfir-
litinu yfir hina margvíslegu framsókn, ef
vér berurn saman ástandið nú og fyrir 50
árum síðan. Snúum þá framsóknar vél
vorri í öfuga átt og höldum áfram 50 ár
aftur í tímann. Þegar þar er komið förum
vér að sakna margs. í praktiskum skiln-
ingi eru þá telcgraf-þræðir horfnir, sauma-
vélarnar, reiðhjólin, og hin margvíslegu
áhöld og tilbúningur úr tcigleðri. Telc-
fón þræði sjáum vér enga, og ekki heldur
stræta-sporvagna knúða áfram með raf-
magni, eða gufuknúðum dragreipum. Raf-
magnsljps sjáum vér heldur engin, fótó-
graf-prentun eða fótograf-myndaskurð, og
þá ekki neina alt vinnandi prentvél og því
síður augnabliks myndtökuvélar svo smá-
ai að geyma má í vasa sínum. Þá sjáum
vér heldur engar vélar til að skera út tré,
engar hinar mikilfenglegu húsbúnaðar-
verzlanir né aðrar slíkar; engar lyfti-vélar
í stórhýsum; ekkert asphalt á strætum til
brúlagningar: enga gufuknúða slökkvivél;
enga gufuvél sem þrí-þéttir gufuna; enga
Gifford-sprautu; engan búning úr “cellu-
loid”; cngan gaddavír til girðinga; engar
stunda-læsingar á öryggis-skápum; engar
sjálfbindara uppskeru-vélar; cnga olíu cða
gas-brunna; cngar ísgerðar vélar eða
kuldalofts hús til að geyma vörur í. Þá
söknum vér og fónografsins og gratófóns-
ins, þrýstilofts-vélanna, sjálf-undinna vasa-
klukkna, smápeninga-registurs, sem í búð-
um eru höfð til að telja smápcninga sem í
kassann eru látnir á hverjum dcgi, og vcr
söknum þáeinnig vírbrautanna, sem ístór-
um búðutn þeyta peningunum úr öllum
hornum á einn og sama stað, — til fchirð-
isins og bókhaldarans. Ekki heldur sjáum
vér þá hengibrýrnar, járngrindabygging-
arnar stóru, brynskipin stóru eða járn-
byrðinga “Monitor”, torpedo-sprengibát-
ana, gatling-byssur eða aðra hríðskota og
ekki heldur marglileyptar pístólur. Vér
sjáum enga letursetninga-vél, enga ritvél
(typewriter), og vitum ekkert um aðferð
til að drepa sóttfræ oða bakteríur, né um
það hve*nig saurindi má leiða um hús og
byggingar eftir pípum niður í saurrem.ur,
án þess nokkur verði þess á nokkurn hátt
var. Ekki heldur höfum vér þá hugmynd
um loft-þanið vatn í einni eða annari mynd,
og ekki vitum vér þá neitt um að til séu
þrýstilofts hjól-klípur á vagnlestum, til að
stöðva fcrðina á augnabliki. Ekkert vit-
um vér heldur um meðöl og litarefni dreg-
in úr koltjöru og höfum ekki hugmynd um
sprengiefnin nafnfrægu: “Nitro-Glyccrine”
“dynamite” og “gun-cotton”. Þávitumvér
ekki fremur um vélar sem draga saman og
framleiða rafmagn, og elcki minstu vitund
um áhöld og verkfæri úr “aluminium”;
ekkert um rafmagns-“locomotive”, ekkert
um ummyndun járns í stál með þeirri að-
ferð er Sir Ilenry Bessemer uppgötvaði og