Öldin - 01.05.1896, Page 10

Öldin - 01.05.1896, Page 10
74 ÖLDIN. sera síðan er kend við hann, og ekkert um hafjiræði m. m. o. fl — Líti maður þann- ig ein 50 ár aftur í tímann, verður fyrir manni það afgrunn vanþekkingar í þessu efni og þar af leiðandi skortur allra þæg- inda, að manni ofbýður og hryllir við þeirri tilhugsun, ef mannkynið skyldi ein- hverra byltinga vegna verða af með öll þau hlunnindi er hinar margvíslegu upp- flndingar hafa haft í för með sér. Því næst skýrir höfundurinn frá hvern- ig framsóknin I uppgötvunum heflr sýnt sig á hverjum áratug, aðteljafrá 1846ogenda á 1896, að því er snertir útgáfu einkaleyfa í einkaleyflsstjórnardcildinni í Washing- ton. Árið 1816 voru þar gefin út 4,318 einkalcyfl; 1856 voru þau orðin 14,009; 1866 voru þau 51,784; 1876, 171,641: 1886 133,987; 1896 (áætluð tala einkaleyfa) 563,000. Þá fylgir og skýrsla er sýnir hvað það cr, sem flestir hafa lagt sig cftii að breyta til bóta, og er skýrsla sú á þessa leið (tölurnar sýna fjölda einkaleyfanna, sem veitt hafa verið fyrir uppfindingar til bóta): Til umbóta á vögnum og kerrum.. 20,000 “ “ hitunarvélum og stóm 18,340 “ “ hringjum, hespum og hnöppum..............11,795 “ “ geymsluskrlnum alls» konar................10,854 “ “ uppskeruvælum......10,155 “ “ plógum..............10,122 “ “ “mylnurn allskonar... 9,720 Höfundurinn segir fróðlegt að athuga ltvar þetta stórfelda starfsvið séaðallega og hverjir aðal-starfsmennirnir. “Starfsvið- ið”, segir hann, “komast menn að raun um að er nærri cingöngu á litlu belti liinj mentaða heims, á sviðinu frá 30. til 50. stigs norðurbreiddar í Ameríku og í Norð- urálfunni á milli 40. og 60. stigs norður- breiddar. Og öll þcssi stórvirki eru rétt eingöngu að þakka tiltölulega litlum hóp manna af Kákasusbynþættinum, sem hafa orðið fyrir blessunarríkum áhrifum krist- innar menningar”. Ritgerð sína endar höfundurinn svo á þessa leið: “í yflrliti þessu, stuttu og ónákvæmu eins og það er, er sýnt fram á nóg af hin- um merkustu uppgötvunum, til að mynda vegamerki á vorri miklu framsóknarbraut, jafnframt og upptalningin fyllir oss með aðdáun og undrun yfir úrræðum og olju mannsandans. Með því að grafa í yður jarðarinnar, hefir hann leitt til sín hulda strauma af eldsneyti náttúrunnar; heflr þar brotið upp fjárhirslur náttúrunnar og borið burt þaðan gull og góða gripi, sem huldir voru í skauti móður-jarðar. Ekki þar með búið. Ilinn stórvirki, starf'sami maður hefir einnig fundið ættfræði móður jarðar og lesið þau blað fyrir blað. Þann- ig heflr hann komist að þeim sannleika að jörð vor er 60 miljóna ára gömul. Hann heflr ekki verið ánægður með rannsókn jarðarinnar einnar. Hann heflr jafnframt rýnt út í geiminn og leitast við að skoða ósýnilegar veraldir. Og með sjónaukan- um og litmælinum heflr honum tekist að ferðast um hinn ómælilega bláa geim, að kanna, mæla, nafnfesta og ákveða stærð og afstöðu himintungla svo miljónurn mílna skiftir burt frá jörð vorri. Eldinguna hef- ir hann gert að sendiboða sínum og sem leiftur svífur hugur hans í bundnum orð- um landa á milli á botni sjávarins. Hið ósýnilega er gert sjáanlegt. Dauðir hlutir eru látnir tala,—flytja rödd manns og orð miklu fljótara en vindurinn fer. Hið mikla afl í Niagarafossi er aktýgjað og lát- ið vinna að vild mannsins og slíkt liið sama gcra ótal önnur náttúruöfl,— oru neydd til að vera til taks og þjóna manninum að boði hans. Vér sjáum þannig nýjan himinn, nýja veröld. Að horfa á þá fegurð alla, allan þann mikilleik og að hugsa um það alt, — alt það vekur óþreyju og orsakar eins og svima. Maður verður eins og utan við

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.