Öldin - 01.05.1896, Blaðsíða 12
76
ÖLDIN.
“Nei, Jack, við skuhmi ekki tala um
slíkt. Mér er það ðmögulcgt”.
“Ja, það eina sem cg vildi segja,”
svaraði lautenantiim, “er það, að mennirn-
ir taka ráðin i sínar hendur og að hví er
ég framast sé, gefast þcir upp á morgun.
Wilson sagði mér að það væri afráðið. Þeir
náttúrlega segja ekkcrt við þig fyr en þar
kcmur, vita sem er, að það Iieflr enga þýð-
ingu.”
“Er Wilson með þeim í þessu ?”
“Það sagði hann ekki, en það ætla ég,
að hann ávíti þá ekki stórlega. Þeir voru
nfi aldrei úrvalalið, og er það sönnunin að
þeir voru sendir á þennan yflrgefna stað.
En, eins og Wilson sagði, hafa þeir samt
gert alt sem dauðlegir menn geta afrekað.”
“Dauðlegir menn, Jaek ? Til hvors
voru menn gerðir dauðlegir, ef ekki til þess
að þeir gætu látið líflð ?”
Lautenantinn svaraði cngu og gengu
þeir þögulir inn í skála foringjans.
“Seztu nú þarna,” sagði foringinn,
“og skulum við nú ræða þetta mál. Hér
er ckki það ég sé nema um einn vcg að
veija.”
Það var skuggsýnt orðið inni og gekk
hann yflr þveran skálann og kveikti á
lampa. í því urðn þeir varir við að þriðji
maðurinn var inni oger lýsti.sáu þeir hvar
ungur maður í einkennisbúningi lá á legu-
bekk út við vegginn.
“Einmitt!” sagði foringinn og hlð
kuldahlátur. “Þetta var eftir Charlie!
Eg haf'ði gleymt honum alveg í svipinn”.
“Sofandi?” spurði lautenantinn.
“Nei. ITann er drukkinn !”
“Drukkinn ?”
“Já. Byrjaði í ndtt er leið.”
“En hvernig náðihann í vín?”
“0, hann braut upp akrínið mitt og
stal flösku, sem ég hafði alt af geymt
handa mönnunum, ef mikið lægi við. Rétt
laglegur bróðir að tarna, og er ekki svo,
tvíburi minn að auki ?” Um leið cg hann
sagði þetta, gokk hann með Ijósið yfir til
hins dauðadrukna manns og lýsti í andlit
hans. Lautenantinn gekk til hans og í
því, af því birtan féll á augu hans, byltist
hann til, opnaði augun, en sem vegnabirt-
unnar luktust strax aftur og svo hélt hann
áfram að móka.
Andlitið var litið eitt þrútið, þó mað-
urinn annars vseri holdlaus vegna lang-
varandi fæðuskorts, og bar með sér öll vcgs-
um merki eftir langvarandi drykkjuslark.
Annars var ancllitið fallegl,, svipurinn
hreinn cn stórslcorinn eins og segja mátti
um andlit foringjans. En hvílíkt flak var
ekki hinn ölvaði maður að öðru leyti!”
1 “Hann er alt að einu eins og þú, eða
hvað flnst þér?” sagði lautenantinn.
“Já, því er nú ver! Ilann hedr
líka æði oft notað sér það, mór til skap-
raunar. Ein og þú sérð er hann jafnhár
mér og áður cn vínið úttaugaði hann var
hann álíka gildur og ég er. Fyrir það hefi
óg líka mátt borga margan pening”. Um
leið og hann sagði þetta, gekk hann að
borðinu attur og hélt svo áfram: “Þú veizt
það, Jack, að ég cr cngin blcyða, on að-
farir bróður míns hafa gengið miklu nær
mér, en allar þrengingarnar í virkinu því
arna. Og breytni hans varð bani móður
okkar. Hún þoldi ekki þá ofi aun”.
Meðan foringinn sagði þetta hafði
hinn drukni maður lyft höfðinu lítið eitt og
augun voru starandi. En hvorugur þeirra
við borðið veitti því ef'tirtekt. Þeir sátu
þegjandi um stund og foringinn ýtti lamp-
anum lengra burtu, eins og birtan af Ijós-
inu væri of skær fyrir augu hans.
“Já”, hélt'hann svo áfram. “Hjarta
móður okkar braSt vegna bróður míns.
Hann hafði æfinlega verið uppáhaldið
hennar. Henni þótti að vísu vænt um mig
líka— hún var góð móðir, svo, að guð hef-
ir engum geflð betri móðir—en samt þótti
henni æflnlega vænna um Charlie. Áður
en við gengum í hei-þjónustuna, hafði
hann verið nokkuð gapafenginn, en hin
eiginlegu vandræði með hann byrjuðu ekki
fyrr en eftir að í herinn var komið. Við