Öldin - 01.05.1896, Side 13

Öldin - 01.05.1896, Side 13
ÖLDIN. 77 yorum sinn í hverri áttinni og heyrði ég sjaldan frá honum. Móðír mín hafði fyrir áhrif föður míns útvegað Charlie stöðu sem næst heimi’i hennar ogþess vegna sá hún upp á ógæfu hans alla, en samt bar hún traust til hans. Hún viðurkendi lireysk- leika hans, en trúði því, að hann með tím- anum lærði að sljórna sér, og að hann ein- hverntíma gerði eitthvað svo mikið og göfugt, að við öll yrðum stolt af honum. Hvílikt lijarta er ekki í brjósti góðrar móður! Þannig leið timinn, að hún treysti honum, þó hann stöðugt færi ver og vor. Að síðustu var hann sviftur foringja-tign- inni, gerður réttur og sléttur hermaður. Sú niðurlæging varð ofraun fyrir móðir mína. Ilún veslaðist upp og dó skömmu síðar”. Ilann þagnaði eins og ef geðshræring hans bæri hann ofurliða. Jafnframt seig hið þunga höfuð drykkiumannsins niður að koddanum og var sem glitti í tár í blóð storknum augum hans. Eða ðrsakaðist það máské af titringnum á ijósinu að svo virtist vera. ‘•Hugsaðu ekki meira um þetta”, sagði lautenantinn og tók þétt í hönd for- ingjans yfirborðið. “Ef hamingjan er með og við komumst héðan heilir á húfi, þá er ekki að vita nema okkur til samans takist að lækna Charlie og gera mann úr hon- um. “Nei, Jack, nei. Það er ómögulegt. Það er ekkert þrek cftir í honurn. Eg ein- mitt bað um herstjórn á þessum eyðistað, til þess að ná honum frá drykkjubræðrum sínum, og—þarna sérðu árangurinn ! En það er ekki til neins að tala um það, enda ekki tími ti! þess nú. Við skulum at- huga ástæðurnar. Ilvenær skulu þeir ætla að gefast upp ?” ‘ í dögun á morgun, — segir Wilson. Þú getur látið skjóta þá, en annað hrífur ckkitil að hindraþá fyrirætlun”. í dögun”, endurtók kapteinninn tvis- var sinnum. “Látum okkur nú sj i. Jú, mögulegt er það. Þetta ætla ég þá að gera. Eg hefði getað reynt það fyrr, en ég hefi búizt við hjáiparliði ú hveri’i stundu. Eg skal nú láta verða af því, — ríða til St. Hilaire og þaðan aftur í nótt”. “St. Hilaire! Eg sé ekki hvernig héri, hvað þá maður á hesti, kemst gegn um Indíánavörðinn óskaddaður”. “Ja, eg ætla að reyna það. Ef ég verð skotinn, þá nær það ekki lengra. Það or þá aldrei meira en fárra stunda munur á æfinni”. “En setjum nú svo, að þú komist út fyrir vörðinn, — og það er ómögulegt, að mínu áliti, þá geturðu ekki gengið alla þá leið. Þú ert of máttfarinn til þess.” “Ef til vill. En ég get setið á liest- baki!” “Já, en hvar er hesturinn?” “Á Hóli. Louis ijær mér hest orða- laust og mun engum segja frá því heldur. Ilann liefir gert mér meiri greiða en það”. “Þú bjargaðir honum úr lífsháska einu sinni ?” “Nei, það var barn sem hann á. Já, ég skal fá hest hjá Louis og þá er þrautin unnin. Gresliam var í St. Hilaire, þegar siðast fréttist, en ef ekki, þá er þar áreið- anlega einhver, sem getur hjálpað. Og mér finst liægt að ná hingað í dögun. Ef til er nnkkur von um liðsafla, mundu mennirnir líka biða litla stund”. “En þú verður skotinn áður en þú kemst fimmtíu skref frá virkisvéggnum”, sagði lautenantinn. “Ja, ég reyni það samt og það nú strax. Eg held við ættum að fá Wilson, svo að bæði þú og liann sjái mig fara. Mennirnir trúa því þá”. Svogekk foring- inn yfir að legubekknum og liorfði um stund á bróður sinn, er virtist sofa. “Vesa- lings Charlie”, sagði hann ofurlágt, snéri svo frá honum, slökti ljósið og gelck út. En ekki var hann fyr genginn út, en Charlie settist upp, hallaði höfðinu fram ú höndur sinar og sat um æðilangan tíma lireyfing.

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.