Öldin - 01.05.1896, Side 14

Öldin - 01.05.1896, Side 14
78 ÖLDIN. arlaus. Hann var að yfirvega æfireikn- ing sinn. Ekkert kijóð barst að eyrum hans, nema þegar endur og sinnum að orð hraut af vörum hans án þess hann vissi af. Það var satt, sem Harry hafði sagt. Hví- líkt þó flak var hann ekki orðinn. Alt lífsafl hans að þverra og öll tækifæri farin. Hvílíka loftkastala hafði hann ekki bygt á unga-aldri og móðir hans trúði öllu sem hann sagði, trúði honum þegar allir aðrir sneru við honum baki. Þegar allir vinir hans forsmáðu hann, var hann alt af hinn sami I augum móður sinnar, eins og þegar hann var lítill drengur og lék sér berfætt- ur í liúsagarði. 0g hversu indæll var ekki sá garður, svo hár, að vindurinn kom að virtist ofan úr hinu heiðbláa livolfi. og bar í fanginu ilminn af blómum og jurtum og dreifði honum inn um opna húsglugg- ana. 0g akrarnir, hve breiðir og langir ! og engið fagurgrænt niður frá húsinu, þar sem var lindin svo köld og svo krystal- tær. Hvergi var vatnið eins ijúffengt eins og í þeirri gömlu, góðu lind ! Þá voru hin hávöxnu, laufmiklu álm-tré í garðinum og fuglarnir í greinum þeiri'a. Hvað hann var skrítinn litli fuglinn, er stundum fiaug inn um opnar eldhúsdyrnar, settist þar inni, hallaði undir fiatt, kreisti aftur ann- að augað og kærði sig kollóttan hver sem var í kring. Það var skrítið, að hann hafði ekki munað eftir þessum fugli nú í fleiri ár. En hvað eldhúsið var stórt, með skjall-hvítu gólfi. Þangað fiúði hann oft úr sólarhitanum, þegar hann var þreyttur orðinn að leika sér, og þá settist móðirin góða æfinlega niður nokkur augnablik til að segja honum sögu. 0g sá fjöldi af sög- um sem hún kunni! Á sunnudagskvöldin, þegar alt var kyrð og ró, þegar fólkið var komið til kyrkju og kyrkjuklukkurnar hættar að hringja, þá settist hún æfinlega hjá honum og sagði honum svo indælar sögur. En hann liafði gleymt þeim fyrir löngu síðan. Hann rankaði nú við einni þeirra, um einhvern mikinn konung, sem honum þótti vænt um. Já, og nú mundi hann eftir annari, um krossana þrjá fyrir utan borgarvegginn. Hann hafði nú heyrt hana síðar og hlegið að henni, en — eng- inn sagði hana þó eins vel eins og móðir hans. Tveir af mönnunum voru þjófar, nærri eins vondir menn máske, eins og hann. En þögnin æfinlega á eftir þegar móðir hans hafði lokið þeirri sögu. Þessa móðir hafði hann sjálfur ráðið af dögum! Harry hafði sagt það, en þess þurfti ekki hans vegna. Honum var það kunnugt áður! 0g nú ætlaði Harry að ganga út í dauðann líka og —- einsamall! 1 “Einsamall, nei, hann skal ekki verða einsamall!” sagði hann upphátt og stökk á fætur og út úr húsinu. Um leið og hann gekk út, reið af skot í norðurátt og samtímis reis upp hróp um hjálp. Þekti hann þar rödd bróður síns. Hermennirnir hlupu út um norður hliðið. Nokkur skot heyrðust á strjálingi. Innan lítillar stundar var kapteinninn borinn inn, með blæðandi sár og svo komst alt í kyrð. Það tók enginn eftir því, er maður læddist út um suður-hliðið og hvarf út í myrkrið. Það heyrði heldur enginn hið eina orð, er hraut af vörum hans, er hann skauzt út um liliðið. Þetta eina orð: “St. Hilaire”. Kapteinninn var borinn inn í skálann og lagður á legubekkinn. “Ég held það sö ekki nema, skinnspretta”, og reyndi að brosa. “En ég er svo máttþrota eftir all- an þennan sult, að ég þoli ekki neitt. Ég vildi þú vildir líta á skeinuna, Jack, og segja mér hver skaði er gerður”. Lautenantinn gerði það og létti þá yfir honuin. “Það er satt, herra foringi”, sagði hann. “Sárið er ekki hættulegt. Kúlan hefir farið gegnum holdið einungis, að því er ég sé, og eftir svo sem viku, ætti sárið að vera gróið. Bara við gætum hald- ið saman sál og líkama þangað til, með ærlegri fæðu”. “Já, en ég er hræddur um að vikan

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.