Öldin - 01.05.1896, Qupperneq 15
ÖLDIN.
79
endist ekki og þá því síður fæðið. En far
þú nú að sofa. Þú þarft alls þín við á
morgun”.
“Nei, ég held nú einmitt að égfariekki
að sofa. Þig svíður að líkindum æði mikið
í nótt og getur þess vegna ekki sofið. Ef
við þá sitjum saman, getum við talað um
ástandið og ef til vill fundið nýtt ráð”.
Kapteinninn andæfði þessari uppá-
stungu, en lautenantinn tók stól og settist
hjá leguhekknum. “Hvað er orðið af hon-
um bróðir þínum?” spurði hann. Þeir
höfðu ekki fyrri tekið ef'tir að hann var
farinn.
“Hann er líklega að leita eftir annari
fiösku!” sagði kapteinninn mæðilega.
Nóttin leið seint en þó um síðir. Ein-
stöku sinnum hafði kapteinninn mókað, en
ekki nema augnablik í senn.
Það var farið að bregða grárri slykju
á gluggann, af vaxandi dagsrönd á aust-
urloftinu, þegar kapteinninn alt í einu
settist upp og ldustaði.
“Iívað er að?” spurði lautenantinn.
“Ég hélt ég hefði heyrt skot. Þey!”
Lautenantinn lagði sig til að hlusta.
Já, það var enginn efi á því. Það mátti
heyra tvö byssuskot, hvert á eftir öðru.
Stökk þá lautenantinn á fætur og út.
Kapteinninn beið um stund, en er
enginn kom þvarr þolinmæði hans. Hann
dróg sig á fætur og út að glugganum. Sá
hann þá hvar lautenautinn og nokkrir her-
menn komu og báru sáran hermann og
stefndu að skála kapteinsins. Þeir lnku
upp hurðinni og komu inn með hinn særða
mann.
“Það er hann bróðír þinn!” hvíslaði
lautenantinn að kapteininum.
“Hann Charle!” tók hann upp.
“Já. Leggið hann þarna”, sagði
lautenantinn og fór þegar að skoða sárið.
“Hann getur ekki lifað lengi”, sagði
hann eftir litla stund. “Kúlan hefir geng-
ið gegnum brjóstið !”
Kapteinninn var hræddur og spurði
nú óðamála hvar hann hefði verið, hvað
að gera, hver hefði skotið hann o. fl.
Það gat enginn svarað. Þeir höfðu
heyrt skotin og fundið hann úti fyrir virk-
isveggjunum. Meira vissu þeir ekki.
Hermennirnir gengu út, en þeir kapt-
einninn og lautenantinn settust niður hjá
legubekknum, sem hinn dauðsærði maður
hvíldi á. Það leið æði stund þangað til
hann raknaði við, og þegar að hann þá sá
bróður sinn uppi yfir sór, brosti hann lítið
eitt og varirnar bærðust sem vildi hann
tala. Kapteinninn beygði sig niður að
honum og hlustaði, og hann skildi orðin,
þó lágt væri talað og orðin óskýr. En þessi
voru orðin: “Þeir eru á leiðinni, Harry!
Þeir koma! Gresham er á ferðinni' með
svo marga menn, að hann getur kagstrýkt
allan hópinn !”
“Gresham! Hvar heflr þú verið?”
spurði kapteinninn.
“í St. Hillaire!” Þessi síðustu orð
voru svo óskýr, að þau urðu tæpast greind
frá veikum andardrættinum. Svo reyndi
hann ekki að segja meira, en lét aftur
augun og lá hreyfingarlaus.
Lautenantinn gekk þegar út til að
segja hermönnunum fréttirnar. Svo kom
liann að vörmu spori aftur og heyrði hinn
deyjandi maður þá til hans og eins og
vaknaði af dvala. “Louis hélt það værir
þú, Harry, og léði mér hestinn. Gresham
vildi ég biði eftir sér, en ég vis3i þeir ætl-
uðu að gefast upp í dögunina. Ég fór svo
á undan”.
“Og þetta gerðir þú einsamall, Char-
lie! ’ sagði kapteinninn og tárin hrundu
niður ltinnarnar. “Hvað hugrakkur þú
ert!”
Veiklulegt bros flögraði um varir hins
deyjandi manns, og lá hann kyr um stund
og liorfði á bróður sinn. Alt í einu sagði
hann: “Manstu, Harry, söguna um kross-