Öldin - 01.05.1896, Qupperneq 16
80
ÖLDIN.
ana þrjá fj7rir utan l)orgarhliðin, sem
mamma sagði okkur svo oft? Eg vildi þú
gætir sagt mér hana eða þá einhverja
aðra”.
Kapteinninn kom engu orði upp.
Hann hyrgði andlitið með liöndunum, en
stórir dropar hnigu einn eftir öðrum niður
á milli flngranna. Leið þannig nokkur
stund, þangað til hinn deyjandi maður
velti sér til og sagði ofur lágt og veiklu-
lega:
“Það er víst nokkuð langt aftur í
tímanum þetta sem ég er að hugsa um, og
— þó, einhvernveginn flnnst mér það vera
svo nærri”.
í þessum svifum barst hvell og skær
Mðraþytur að eyrum þeirra, en í nokk-
urri fjarlægð. Og samtímis var hafln skot
hríð.
“Eg kem rött strax aftur”, sagði
lautenantinn, sem í þessu hijóp út.
I fyrstu var sem Charlie heyrði ekki
skotdynkina,en er hríðin harðnaði og náig-
aðist, velti hann sér til og hlustaði. Alt í
einu, þegar hæzt stóð skothríðin, tók fyrir
hana algerlega, en fagnaðarópi miklu laust
upp.
Þetta heyrði hinn deyjundi hermaður
og brá þá glaðværðar-svip yfir andlit lians.
Ilann þreifaði eftir hönd bróður síns, tók í
hana og hvíslaði: “Eg gerði það ,Harry,
gamli vinurog bróðir, er ekki rétt! Held-
urðu að hún móðir mín hafl vitneskju
um það ?”
Þegar lautenantinn fáum mínútum
síðar kom inn, til að tilkynna yflrmanni
sínum, að sigurinn væri fenginn, var her-
maðurinn liðinn. En samt hélt kapteinn-
inn þétt um hina köldu hönd. Spi móður-
innar, að hann einhvern tíma gerði eitt-
hvað göfugt, var komin fratn.
Skauta-hjólreið.
Reiðlijólin eru eins og kunnugt er
“hæzt móðins" um þessar mundir, það svo,
að enginn sem vill fylgja tízkunni getur
svo vel sé verið án reiðhjóls. Vandræðin
eru, að í þeim hluta heimsins, sem vetur
og snjór ríkir lengi, eru reiðhjólin ónýt
allan helming ársins, eða því sem næst. En
nú er, að sögn, búið að vinna svig á þess-
ari þraut. Maður einn í Bandaríkjunum
hefir sem sé, að því er sagt er, fundið upp
ráð til að festa skauta, eða nokkurskonar
sleða-skíði, neðan á lijólin, á þann hátt, að
fljúga megi á reiðhjólum hvert heldur er á
glærum ís eða harðri braut, með sama
hraða og menn nú fara á hjóium á sumar-
dag. Skautarnir eru þrír, einn undir fram-
hjólinu og festir það, svo að það snýst
ekki, en tveir eru undir afturhjólinu og er
svo umbúið, að hjólið snýst eins og ef
enginn skauti eða sleði væri undir því.
Þessum tveiinur samtengdu skautum fylgir
útbúnaður, gripi nokkur með járngöddum,
til að stöðva ferðina hvenær sem vill. Reið-
maðurinn styður bara á sveif hjá hand-
fanginu, og gripinn sekkur í ísinn eða snjó-
inn. Það er sagt að það fylgi þessum út-
búnaði, að maður geti sezt 1 hnakkinn á
hjólinu áður en farið er af stað og eins að
maður geti stöðvað ferðina án þess að fara
úr hnakknum. — Uppfinding þcssi er al-
veg ný og lieflr þess vegna ekki enn verið
reynd, en það verður gert undir eins og
frystir næstk. vetur. Reynist þá útbúnað-
urinn eins og vonað er, er óhætt að segja
að fjórfaldast muni eftirsókn eftir reið-
hjólum, mikil eins og hún þó er nú.
EFNÍ: Kk. Stkkansson : Tvö kvæði (Ferð-
búinn—Sjódropi). — Edda. —E. W.
Bykn: Framsókn í uppfindingum á
síðustu 50 áruin. — Stuart Livino-
ston : Móðurspáin rættist (saga). —
Skauta-hjólebib.
Ritstjóri : Egoekt Jóiiannsson.
Heimskkingla Prtg. & Purl. Co.