Öldin - 01.12.1896, Page 1

Öldin - 01.12.1896, Page 1
OlcLin. Entered at the Winnipeg Post Office as second class matter. IV., 12. Winnipeg, Man. Desember 1896. Steingrímur Stefánsson. Það var vorið 1881 að ég kom fyrsta sinn á þing. Ég hafði komið með strand- ferðaskipinu að austan og norður um land, og varð ég þar samferða ýmsum hinum merkustu samþingismönnum mínum, svo sem séra Arnljóti, Einari í Xesi, Tryggva og ýmsum fleiri. Næsta þing á undan hafði vald og vegur Gríms Thomsens og Halldórs Friðriks- sonar verið sem mestur, og voru all- margir óínægðir með þeirra frammi- stöðu. Höfðum við því tekið ráð vor saman á leiðinni um að koma nýju skipu- lagi á,og voru fyrstu sporin til þess, að ráða kosningum em- hættismanna þings- ins og skipulagi helztu nefnda. Þeg- ar til Víkur kom varð að ná I aðra þingmenn og halda fund meðal þeirra, er í þcssum ráðuin voru, daginn fyrir þing- setningu. Mér var sjálfsagt eins mikill áhugi og nokkrum liinna á því, að samtök vor gengj- ust greiðlega og tækjust vcl. Ég hafði hoðist til að eiga tal við séra Þórarinn í Görðum og fá hann á fund með oss, og svo varð. Það er um sama leyti á vorin, að þing er sett og skóla sagt upp. Ég man eftir því enn í dag glögt, að þegar á fundinn kom, þá var séra Þórarinn alt af að grobha af einhverjum dæmalausum gáfnavarg, sem var að útskrifast úr skóia og hafði fengið ágætiseinkunn í flestöllum námsgreinum. Mér var þetta hin mesta raun, að áhuginn hjá honum sýndist vera miklu minni á samtökum okkar, en á orðstír þessa unga sveins, sem ég þekti ekki. Ég hafði barizt fyrir að séraÞó arinn yrði varaforsti (eins og líka varð), en nú sýndist hann hugsa meira um þennan ný hakaða stúdent,held- ur en um alla póli- tíkina, sem svall sjóð heit í mér—nýgræð- ingnum í þingmensk unni. Hann hafði kent þessum pilti undir skóla og víst kostað hann til náms, og var alt afað segja mér sögur a-f þeim merkilegu gáfum, sem í honum væru. Hann hét Steingrímur þessi piltur og var af Alftanesi, sonur Stefáns smiðs Ste- fánssonar, er Grímur Thomson hcflr kveð- bTniNGitiMuu Stefansson.

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.