Öldin - 01.12.1896, Blaðsíða 2
ÖLDIN.
3 80
ið einkennilega góð eftirmæli eftir, þau er
enda á þessu erindi:
“Hög var mund og hagur andi,
hógvær lund og regluhundinn ;
varla mún á voru landi .
verða betri drengur fundinn.’’
Fundurinn lauk þó sínu hlutverki;
við komum öllum oltkar áformum fram á
þinginu, og mér leið svo alveg úr minni
aftur þessi ungi maður, sem alveg óvit-
andi var nærri búinn að kollvelta afdrifa-
miklum áformum um stefnubrey ting áþingi.
Síðar heyrði ég á hann minzt í Reykja-
vík, en veitti því þó ekki mikla eftirtekt,
þangað til ég síðar heyrði vini mína tvo,
þá séra Þórhall Bjarnarson og Hannes
Ilafstein, er voru honum samtíða í Höfn,
minnast á hann sinn í hvoru lagi_
Hann dvaldi í Höfn ; hann tók þar heim-
spekispróf; síðar frétti ég að hann hefði
tekið eitt próf á notfræðaskólanum (poly-
teknisk Institut), en það síðasta, er ég frétti
um hann, áður en ég fór vestur, var, að
hann væri í fjárskorti til námsins og dýrk-
aði fleiri goð en vísindagyðjuna.
Svo fór ég vestur um haf og frétti
þá skömmu síðar, að Steingrímur Stefáns-
son væri kominn til Chieago. Sýningarár-
ið (1893) kom ég snöggsinnis til Chicago
um haustið, og þá sá ég Steingrím í fyrsta
sinn. Yorum við eitt kvöld saman hjá
Stephensens-systrunum hór í bænum,og þótti
mér Steingrímur ágætlega skemtilegur.
Síðan ég flutti til Chicago vorið 1894 höf-
um við kynzt betur. Nú sjáumst við dags
daglega, þar sem við vinnum sinn í hvorri
deild við sama bókasafnið.
Steingrímur er mikill maður á velli,
föngulegur og þróttlegur, yfir sex fet á
hæð, herðibreiður og vöðvastæltur, en ekki
feitlaginn, enda er hann gönguskarfur hinn
mesti og veitir sér þannig góða líkams-
hreyfingu. Ennið er hátt og breitt, nefið
í stærra lagi, en beint og vel lagað, augun
skýr og glampa stundum einkennilega fall-
ega og hýrlega þegar hann talar eða glott-
ir. Djúpur dráttur skáhalt út frá neíinu
fyrir ofan munninn bendir á glaða lund og
glettið bros, og er það tákn ólygið. Hárið
er dökkjarpt og heldur þunt, og verður
jafnvel alveg ósýnilegt á litlum bletti í
hvirflinum aftanverðum ; en af því að mað-
urinn er hár, sér engin stúlka þetta, nema
hann falli á kné fyrir henni og leggi höfuð
í skaut henni; en enginn þykist til vita að
hann hafl enn á kné kropið. Skeggvöxt-
urinn er heldur ekki mikill, en þó kamp-
ur á efri vör nægur til þess, að enginn get-
ur ,líkt honum við Njál í því efni.
Höfuðlagið er í bezta lagi, og væri
auðið að opna kúpuna, mnndi þar inni
vera heilabú óvenju-stórt, smágert í sér,
þétt og þungt, og með þeim ótrúlegasta
fjölda af vistarverum og forðabúrum, sem
auðið er að koma f\rir í einu mannshöfði.
Því að Steingrímur er ekki að eins
manna næmastur, heldur líka sá stálminn-
ugasti maður, sem ég hefl þekt. Þegar
þessar tvær gáfur verða samfara ágætum
skilningi og skarpri dómgreind, eins og
þær gera hjá honum, og þar við bætist, að
hann er smekkmaður, fjörraaður, orðhagur
og meinflndinn og bóksmoginn eins og
mölur í öllum veraldarinnar fræðigreinum,
skáldskap og vísdómi að fornu og nýju, þá
er ekki kyn þótt hann geti verið skemti-
legur, enda drekkur hann í sig daglega
eins og þurr svampur sérhvern nýjan
straum, er opnast í æðum bókrnentanna.
í bókasafninu er veldi hans vfðara en
annara manna, þvi að hann hefir undir
sínum forráðum þrjár deildir og tvo menn
sér til aðstoðar. Aðaldeild hans er heim-
spekisdeildin ; þar er og guðfræði og trúar-
bragðafræði, stjórnfræði, félagsfræði, þjóð-
meganfræði. Önnur deild eru innbundin
tímarit (ekki blöð) almenns efnis. Þriðja
deild er almenna lestrardeildin, þar sem
frammi iiggja ný tímarit og blöð jafnótt
og þau koma út. Eg heyrði einhvern tíma