Öldin - 01.12.1896, Qupperneq 4

Öldin - 01.12.1896, Qupperneq 4
ÖLDIN. 182 um Jiræði cr ætt hans að rckjn austur í Múlasýslur, á Jökuldal. Eg orðlengi nú ekki meira um hann hcr að sinni. Þetta var hvort sem er aldrei ætlað til annars en að vera fáein fylgi-orð með myndinni, sem ég hafði lofað “Öldinni” fyrir löngu. Jón Ólafsson. Chicago, 20. Des. 1896. Svita-baðiö. Eftir Herbert D. Waed. FYESTI KAFLI. Klukkan sex að moi'gni. Aftureldingiu var venjufremar súr á svip. Snjókornin eltu eitt annað og lömd- ust á gluggarflðurnar naktar og kuldaleg- ar, hví þar var hvorki blæja eða glagga- tjald. Fyrir innan gluggann stendur stein- olíulampi með Ijóstýru, sem kastar Ijósrák á snjóbreiðuna úti fyrir glugganum og lýsir upp snjókornin sem lemjast í rúðuna og sem í óskýru Ijósinu líta út eins og for- vitin flðrildi umhverfis rafmagnsljós. Þau elta hvert annað í Sttina til Ijóssins, skella á glerið í glugganum og — kastast burtu aftur út í haf kuldans og dimmunnar. Karlmaður er að bograst við mat- reiðslustóna, og satt sagt er það eina hitun- arvélin á heimilinu. Það er kalt í her- berginu, —. ámóta hlýtt og í frystihúsi. ’Það sýnir andi mannsins, sem umhverflst í gráan þokuhnoðra, undir eins og hann sleppur af vitum hans. Hann er að kepp- ast við að leggja í stóna, til að kveikja eld. Uppkveikju viðarknyppi er þar við hend- ina og sem enn er óborgað. Hann ristir bandið af því, tekur handfylli og stingur í eldholið, brunnið og slitið og gýs þ't upji öskuryk og blandast gufunni af vitum hans og festist í skegginu. Svo fyllir nann eld- holið með kolum, hellir svodálitlu af stein- olín yflr alt saman og kveikir sto eldinn. I þessari íbúð, — þessum húsparti, til- heyrandi einni fjölskyldu, er bara annað herbergi til, og í því eru tvö rúm. Fram úr öðru þeirra, útundan bómullarábreiðum og teppum, gægist nú magurt kvennmans andlit. Hún er að heita má bara skinin beinin, inneygð mjög og blóðlitur enginn á andlitinu. Það leynir sér ekki að kona þessi er búin að liggja veik og það lengi. 1 Hin hvíldarlausa barAtta fyrir tilver- unni, sem jafnframt innibindur baráttu fyrir lifvænlegu kaupi og útilokar stríðs- manninn frá aðlaðandi samsæti, þó skað- leg sé, á veitingahúsunum í Ijósasktun- um, hcfir fyrir Uingu síðan rænt þessa fjöl- skyldu allri blíðu, allri viðkvæmni, —heflr jafnvel rænt hana meir en góðu hófi gegn- ir af umburðarlyndi. Því miður er hægar sagt en gert, að útiloka frá heimahúsum kuldann og kærleiksleysið, sem hið bitra hvérsdagsstríð hefir í fór með sér. Ef tann- hvöss kona er heima, sem þá má sín ætíð betur en hinn stórgerði, sterki karlmaður, þá er því fretnur von til að meiri og minni eimur af hversdagsstríðinu slæðist inn fyr- ir dyrastafinn. Með óþolinmæði, sem veik- indanna vegna er afsakandi, horflr konan á manninn bogra við stóna. Þegar hann tók upp olíu-brúsann, réði hún sér ekki, en spurði í bistum róm, hvert ekki væri nær að hella olíunni yflr bæði rúmin, ef hann endilega vildi brenna sig og börnin. Það tæki miklu fyrri af! I samfleyttar fimm vikur, og sá tími fanst honum endalaus eilífð, hafði Frank Cullen eldað morgunmatinn, þvegið börn- in sín öll, þau voru þrjú, klætt þau og matað þau. Og að sjálfsögðu hafði hann gert öll nauðsynleg húsverk og búið t.il mið- dagsmat handa sér og látið í miðdagsverð- ar könnuna sína. Alt þetta hafði hann

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.