Öldin - 01.12.1896, Page 7
ÖLDIN.
185
herðir g’anginn enn og vonar að enn sé
ekki komin vinnntími. Hann er að hon-
um virðist klukkutíma að komast fram hjá
einni stórbyggingu, sem hann þekkir svo
vel, en samt vonar hann að enn sé nægur
tími. Hann veit að þetta er vonleysa,
en vonar samt.
Alt í einu verðui' honum fótaskortur.
Hann hefir lent utan við gangstéttina með
annan fótinn, tapar svo jafnvæginu og fer
flatur. ofan í snjóinn. Kannan hans hend-
ist 4 háaloft og kemur miður 4 fönnina
langt fram undan honum. Kaffið, brauð-
ið, kjötið, — alt fór á ringulreið, alt í snjó-
inn sitt í hverri áttinni! Þar er miðdags-
verðurinn farinn. Cullen rís íijótt á fætur
en stynur þungan yfir óförunum. Treyju-
ermarnar eru fullar af snjó og hann er eins
og dofinn og hikar eitt augnablik. Á með-
an hann hikar þannig, heyrir hann hinn
illkvitnislega hvin gufupípunnar í verk-
stæðinu. Hann rýnir fram fyrir sig í hríð-
ina og sér þá grilla í verkamennina suma
á harða hiaupi. Það er um að gera að
vera kominn í dyrnar áður en blísturinn
hættir. Cullen starir fram undan sér á alt
og ekkert. Hann sér það eitt, að hann er
orðinn of seinn einu sinni enn. ITonum
flnst hann ætla að kafna og hjartað hleyp-
ur upp í kverkarnar á honum. Hann vein-
ar af tilfinningu og tárin lilaupa fram í
augun og — hrjóta niður hina skeggjuðu
vanga hans. Hann missir alveg móðinn.
Hann hleypur til, þrífur upp könn-
una og brauðbitana og kjöt-agnirnar, sem
hann nær þægilega í. Hann bítur í brauð-
ið áður en hann vöðlar því ofan í könnuna
og tekur svo á sprett.
Fimm mínútum síðar er maður að
reyna, að læðast inn um “vinnuinanna”-
dyrnar á verkstæðinu, þar sem ein hurð
tekur við af annari. Ilann er lafmóður og
er að reyna, að komast inn án þess eftur
sér verði tekið. En í því er hann kom inn
á gólflð gægðist verkstjórinn út úr skrif-
stofunni og — kom þegar auga 4 letingj-
ann.
“Þrátt fyrir veðrið voru allir komnir
í tæka tíð í morgun, nema þú!” sagðí
verkstjórinn kuldalega. “Ég held að við
getum komist af án þín framvegis. Gjald-
kerinn borgar þér það sem þú átt inni.”
“Er það meiningin, Mr. Pettingill”,
stundi Cullen, “að þú rekir mig af því ég
kom of seint í morgun?” Sorg, reiði, hefni-
girni lýsa sér á víxl 4 andliti verkamanns-
ins, og hvetja hann til að svara harðstjóran-
um fullum hálsi. Það er á slíkum augna-
blikum að anarkistar eru framleiddir. Eu
Cuflen er bljúgur og segir í auðmýkt:
“Ég gat ekki að því gert, herra minn!
Geturðu ekki afsakað mig rétt í þetta sinn?
Það skal aldrei koma fyrir oftar. Eins og
þú sér á mér, datt ég flatur og—og — svo
er konan mín........” Verkstjórinn veif-
ar hendinni til merkis um að hann vilji
ekki heyra meira. Hann hefir oft og marg-
sinnis heyrt slíkar afsakanir.
“Við þurfum”, sagði hann, “menn,
sem geta staðið, þó stormur sé. Ég hefi
líka, Cullen, geflð þér áminningu þrisvar-
sinnum á tveggja vikna tíma. Að líða
þér að vera seinn, þýðir að venja alla hina
mennina á óreglu. Þú mátt til með að f5
þér vinnu annarsstaðar.” Að svo mæltu
snéri verkstjórinn sér frá Cullen og gekk
inn í verksmiðjuna.
Verkamaðurinn, stór og sterkur, stend
ur eftir niðurlútur og sorgbitinn, hvítur
eins og snjórinn úti fyrir. Hér var efní í
fræga mynd, ef listfengur málari hefði
verið við hendina.
ANNAR KAFLI.
Hádegið.
Lorimer Hemphill, hinn tignaðí for-
seti Sampson Cordage-félagsins, er óvinn-
andi. Það félag hafði fyrir skömmu hætt