Öldin - 01.12.1896, Blaðsíða 10
188
ÖLDIN.
bráð, — svo sem klukkustund! Ef við
bara getum dregið það, með svo sem
tveimur.... ” Hann lítur á vasaklukkuna.
“Jæja, húsið mitt er líka farið,” svar-
aði Hemphill og fór hrollur um hann, en
stórir svitadropar stóðu á enni hans, —
komu fram jafnóðum og hann þurkaði
þá af.
“Já, mér datt þetta í hug,” sagði
Melden.
“Ja, þú kemur í kvöld ?” sagði Hemp-
hill spyrjandi. “Guð minn góður! Sextíu
og átta og tveir þriðju og helmingurinn af
þremur áttundu!” Honum verður svo um
þessa frétt, að bann rífur bréf-lengjuna í
tætlur, sem þá fellur út á gólfið úr körf-
unni og liðast þar jiiður í hi’ingum, eins og
hvít eiturslanga. Ilann kastar sér niður í
hægindastól og hallar sér aítur á bak og
lítur illilega til merkivélarinnar, sem sak-
laus og ósjilfrátt merkir þær tölur á bréf-
lengjuna, sem henni eru fengnar til flutn-
ings yflr í axíu-markaðinum.
“Súptu á þessu!” sagði Melden og
tók flösku og tvö staup fram úr skáp, og
helti á bæði. “Það er ágætis feluleikur
þetta “ball” þitt í kvöld,” sagði hann svo.
“Þeir koma þangað náttúrlega allir. Eg
segi fyrir mig, að ég vildi ekki sleppa af
því samkvæmi, þó heil bújörð væri íboði”.
Svo fer hann um stund að horfa á tölurnar
úr merkivélinni og les tölurnar upphátt,
óafvitandi: Sextíu og átta og einn fjórði;
— einn áttundi; — sextíu og átta!” í
þessu slær klukkan tólf á hádegi.
Það fer hrollur um Lorimer Ilemphill,
og vefur hann i avala-kápunni þéttar að sér,
þó í stofunni sé meira en 70 stiga hiti. Úti
fyrir, í frostinu, gengur fáklæddur maður
um gólf, eins og hermaður á verði. 'Honitm
er ekki kalt, eða sé svo, þá veít hann ekki
af því. Ilann hugsar um það eitt, að ef
þörf gerist, skal hann ganga þarna um
gólf alla nóttina. Dyravörðurinn og öku-
maðurinn gjóta til hans hornaugum öðru-
hvoru út undan krögunum á grávöru-káp-
unum sem þeir veíja að sér.
“Sextíu og sjö og limm áttundu! Sex-
tíu og sjö og hálfur !” Þetta segir merki-
vélin nú við hina kvíðandi höfðingja í
stofunni. Falli verðið einn sextánda nið-
ur fyrir sextíu og sjö cents, er þessi drembi-
láti miljónaeigandi allslaus alveg og ein-
göngu kominn upp á náðir konu sinnar.
Hann rís hægt og seint á fætur, fölur eins
og nár, og riðar á íótujium.
í því segir Melden við sjálfan sig, of-
ur lágt, en þó svo hátt, að Hemphill þykist
vita hvað hann -sé að segja : Sextíu og sjö
og þrír áttundu!”
“Guð minn góður! Ég þoli ekki
þetta!” sagði Hemphill oggerði sitt sárasta
til að vökva varirnar, sem alt í einu höfðu
þornað upp. “Það er nú ekki nema augna-
blika spursmál. Eg ætla heim. Sendu
mér skeyti þegar alt er úti. Og, gamli
vinur,” og Hemphill lagði hendina á hand-
legg Meldens. “Við höfum gert mörg á-
tök saman. Mér svíður meir þín en mín
vegna. En kondu í kvöld. Gleymdu
ekki “ballinu”! Hún veit ekkert um þetta
enn. Guð hjálpi henni!”
Hemphill gengur út. Dyrnar lykjást
á eftir honum.
“Einn áttundi!” segir Melden v;ð
sjálfan sig. “Einveldið er að buga okkur
í þetta skifti áreiðanlega.” Þó hann sé
einn eftir gerir hann sér upp hugrekki,
sem hann á þó ekki til. Hann handleikur
bréf-ræmuna ósjálfrátt og tugði vindilinn
þangað til ekkert var eftir. Alt í einu
verður honum svo hverft við, að hann rek-
ur upp hljóð. Ilvaðvarþað? Voru það
endalokin ? Það sem hann alt í einu sá,
var það, að Sampson Cordage-félags axíu-
urnar höfðu alt í einu stigið upp svo nam
einum áttunda úr einu stigi! Það var lít-
ið, en nægði. 0g í því verði héngu svo
axíurnar.
I millitíðinni hafði Cullen gengið í