Öldin - 01.12.1896, Síða 12
lbo ÖLDtN.
afréði Mr. Volk, eftir alvarlega íhugun
málsins, að leggja sporið eftir fjörunni, rétt
fyrir ofan lægsta vatnsmark, en 14 fet und-
ir vatni í háflóði. Af því fyrirhugað var
að senda f'ólksvagn eftir brautinni án til-
lits til flóðs og fjöru, var óumflýjanlegt að
finna upp og fá smíðaðan fólksvagn með
sérstöku lagi. Og Mr. Volk hefir líka tek
ist að fá gerðan vagn sem er alveg ólíkur
öllum fólksflutninga færum, sem menn
þekkja. Er reið þessi hálfgildings-vagn og
hálfgildings-bátur á fjórum löngum fótum
með hjólunum neðan á.
Hið einkennilegasta við sporið sjálft
er það, að það samanstendur af fjórum
stálteinum, en ekki tveimur eins og venju-
legt er. Til að sjá, þegar útfall er, og
sporið sézt, lítur það þess vegna út eins og
þar væri tvöfaldur sporvegur. Milli ytri-
teinanna eru 18 fet og má af því ráða hvað
vagninn muni breiður. Menn geta hugsað
sér hvílíkt vandræðaverk var að byggja
þessa braut, þegar athugað er, að hún varð
lögð að eins þegar útfall var og að alt af
mátti búast við, að með aðfallinu eyðilegð-
ist svo og svo mikið af því, sem búið var
að vinna. Brautin var bygð þannig, að
stöplar úr sand- og sement-steypu voru
bygðir með fárra faðma millibili, sín röðin
undir hverjum hinna ytri teir.a. Eikartré
voru fest milli þessara steyptu stöpla, þvert
yfir sporið, á sama hátt og almenn járn-
brautar bönd, og við þau þvertré og stöpl-
ana voru svo teinarnir festir með járnbolt-
um og hespum. Auk þessara þver trjáa
voru og þverbönd úr járni og tengd öllum
teinunum, með tíu feta millibili þar sem
brautin var bein, en með flmm feta milli-
bili, þar sem sveigur er á henni.
Yagninn sjálfur er ef til vill það ein-
kennilegasta við þessa járnbrautar eign.
Sem sagt eru fjórir fætur undir honum,
sinn úr hvoru horni og undir hverjum fæti
er fjögur hjól,er velta á stálteinunum. Hjóla-
klasinn undir hverjum fæti er í hulstri
miklu úr járni, kúptu að ofan og á hliðum,
en mjótt eins og saumhögg í báða enda.
Er hulstrið gert þannig í þeim tilgangi t
bæði, að varpa rusli, steinum, trjábolum
eða hverju sem setja'st kynni á sporið,'burtu
af sporinu, á sama hátt og trjóna á gufu-
vagni, og til þess einnig að rista sjóinn
með sem minstum átökum. Fætur þessir
eru fjötraðir hver við annan, þvert og endi-
langt og á snið, með járnböndum. Frá
frambrún bjólahulstursins fremra, aftur á
afturenda þess aftara, eru tuttugu og átta
fet, og breiddin á sporinu, er, sem áður
heflr verið getið um, átján fet. Hjólin á
hverjum vagni grípa þess vegna yflr 28x18
fet að flatarmáli, er ætti að veita næga
tryggingu fyrir því, að vagninn sé stöð-
ugur. Ofan á fæturna koma þverbitar úr
járni og járngrindaverk, áþekt venjulegu
brúar-járni og ofan á það stálgrindaverk
kemur gólflð, eða þilfarið. Umhverfis alt
þilfarið gengur handrið úr járni með á-
festu þéttu vírneti, sem að neðan er fest
við ytri brúnina á þilfarinu. Þetta þilfar
er 50 feta langt og 22 feta breitt. Á því
miðju er yfirbygging og ofan á henni ann-
að þilfar, með sama útbúnaði og aðal-þil-
farið. Yfirbygging þessi er svo stór, að
inni í henni er salur 25x12 fet og ei hann
skrautbúinn ekki síður en eru salir á skraut-
mestu skipum. Ilver vagn ber alt að 200
manns.
Hvað búning allan snertir uppi á þil-
farinu, heflr það augsýnilega vakað fyrir
höfundinum, að búa til reið, sem líktist
skrautlegastri “jakt” sem mest mætti verða
Þar er allur sá búningur, sem menn gætu
vonast eftir að finna á vönduðustu lysti-
skipum. Þar enda gengið svo langt í eft-
irlíkingunni, að á þilfarinu, eða uppi yfir
því, á járnkrókum, er dálítill bátur, og á
vírnetinu hanga í röðum sundhringir úr
kork, eins og sjá má hvervetna á skipum.
Hreyfiaflið er samskonar og á venju-
legum rafmagnssporvegum,—leitt eftir vir