Öldin - 01.12.1896, Side 13
ÖLDIN.
191
yflr, eða treðfram, endilöngu sporinu, frá
rafmagnsgerðarhúsinu í Rottingdean, og
sem Mr. Volk á einsamall, eins og brautina
og allan útbúnaðinn. í báðum bæjunum,
við endann á brautinni, þurfti hann að
byggja sérstakar bryggjur, þar sem far-
þegjar ganga af vagninum og á hann.
Braut þessi, um 4 mílur á lengd, heflr kost-
að um 150 þúsund dollars með öllum út-
búnaði, bryggjum og rafmagnsgerðarhúsi.
í ofviðrinu sem æddi yfir England
snemma í Desémber í vetur, brotnaði þessi
kynjalega reið, önnur bryggjan fór í rústir
og sporið sjálft skemdist. Nam eignatjón
það fullum 20 þús. dollars. Þegar svona
óhappalega vildi til hafði braut þessi ekki
verið notuð til fólksfiutninga nema eina
viku.
Stórskáld Ungveija.
Þess var nýlega getið í “'Temple Bar”
(London) að hinar ensku talandi þjóðir
þektu furðu lítið til þess manns, er þýzkir
bókmentamenn segja að talinn muni í fram-
röð stærstu skálda á öllum tímum ogöllum
tungumálum. Þessi maður er Alexauder
Petöfi, fæddur 1823 og dáinn, eða horflnn,
svo hann hefir ekki sézt síðan, 1849, —
að eins 2G ára gamall. Ljóðmæli hans hafa
verið þýdd á flest tungumál Norðurálfu, en
ekki nema fáein kvæði á ensku og er hann
þessvegna enskutalandi mönnutn að heita
má algerlega ókunnur. Þeir þekkja helzt
ckkert þetta þriðja stórmenni Ungverja,
samtlðarmann þeirra Kossuths og stjóm-
málagarpsins Deáks, sem cins og þeir og
engu síður brann af föðurlands'st og frels-
islöngun.
Hlutverk hans var áþekt hlutverki
Jónasar Ilallgrímssonar, það, að hreinsa
feðratunguna og færa hana á sitt gull aldar
stig. Hið gamla Magyar-tungumál var óðuic
að hverfa þegar Petöfi kom fram á sjónarsyid-
ið, en með sínum ljómandi kveðskaplyfti hanœ
því á það stig, að franskur málfræðingur hefie
sagt það eitt hið fullkomnasta að setning*.
skipun og hið hljómfegursta mál sem til sé.
Kaflar úr þessari ritgerð í Temple Bar eœ
endurprentaðir í “Lit. Digest” og fylgir myn£
af Petöfi, er ber með sér að þar er skáld. Mað-
urinn hefir verið aðdáanlega fríður sýnum <»*■
bæði andlitslag og háralag rótt yfirgengilegs.
líkt Byron lávarði, hinu nafnfræga skákti
Breta.
Æfisaga hans er einkennileg og sýnir a£
maðurinn hefir ekki ráðið vel við sig. Erc
aðal-atriðin sem fylgir:
Faðir hans var slátrari, en tilheyrandi aúfe-
inum að skoðun Magyara, þar eð hann var
óðalsbóndi. Þegar Alexander var 15 ára, vará
faðir hans nærri öreigi fyrir flóð í Danube-
fljótinu, en streyttist þó við að útvega sym
sínum mentun. En hið unga skáld var bæðs
tornæmur og vildi líka alt annað gera en læraL,
Hann sat við að yrkja og var fyrir það rekins.
af skólanum. Reiddist þá faðir kans og strák-
ur sjálfur, og strauk svo úr föðurhúsum. Dafcf
þá í hug að verða leikari og komst að vinmt
sem vikadrengur við leikhúsí Buda Pesth. Dœ
þær mundir var hann svo kominn, að hane
bað beininga í borginni. Síðar reyndi hanE
hermensku. en féll ekki vistinog losnaðihanc
að lyktum úr þeirri vist, er hann veiktist,
Datt honum þá enn í hug að ganga á skóla og
geröi það, eu til einskis gagns. Hann laf
ósköpin öll, en ekkert að gagni. en orti stöd-
ugt og las skólabræðrum sínum kvæðin.
Þá reyndi hann næst að rita í blöð. Hana
frumsamdi og þýddí or sendi blöðum kvæðý
en ekkert gekk eða.rak, Hann var nú heim-
ilislaus, vinalaus, allslaus, en hitti í þessutv
raunum gamlan skólabróður, er gaf honunt
helming peninga sinna, — eitt gyllini. Me5
þessa peninga hélt hann ’ gangandi til Bud*
Pesth, því þar átli hann von á vinnu við eití.
blaðið. Þegar þar kom, ræfilslegur eins og
hann var, fór hann fyrst á fund Ungverja-
skáldsins Vorösmarty og las honum nokkur
kvæði, hvað sem stórmennið sagði. Urðu þaic.
leikslok, að stórmennið sagði Petöfi “eina ljód-
skáldið, sem Ungverjar ættu.” Gerdist hann
þá vinur hans og kom honum á framfæri. Þá
var búið. Petöfi var frægur orðinn á augns-
blikinu og átti nú vini hvar sem hann fót,
Blöðin sem áður vildu ekki heyra hann, grát-
bændu hann nú um kvæði til að flytja. Han*
tók með fögnuði uppreistinni 1848 og gekk
fram ótrauður i orusturn. Eftir eina þeirra
var 500 líkum dyngt í eina grðf og i þo.im
flokki hefir hann eflaust verið, því síðan hefe-
hann aldreiheyrst eða sézt.