Garðar - 02.01.1894, Qupperneq 4

Garðar - 02.01.1894, Qupperneq 4
4 til hennar fallinn, en hefir með langri og góðri þjónustu í bæjarins þarfir hverjum manni betur unnið til þess sæmdarauka, er slíka kosningu má með sanni telja, þegar hún hefir almennt fylgi, sem hjer mun raun á verða, verði kjörfundur vel sóttur. Bærinn getur eptir sem áður notið hans ágætu liðveizlu við stjórn fátækra- mála, þó að hann komist í bæjarstjórn> með því að hægðarleikur er að velja hann þar í fátækranefndina. Það væri heldur daufleg viðurkenning, ef menn sætu held- ur heima, af tómlæti eða sporleti, eða ljetu sjer detta í hug slík fjarstæða sem að kjósa hann W. 0., það er að segja í ai- vöru; en glens og spott á ekki við kosn- ingu i neina stöðu í almenningsþarfir. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1894. Hver góður bæjarfjelagsmaður á að gera sjer að skyldu, að vita nokkurn veginn greinilega um stjórnarhagi bæjarins, þar á meðal fyrst og fremst það er snertir fjárhag hans. Mun blað þetta gera sjer annt um að veita góða og áreiðanlega fræðslu í þeim efnum, og byrjar þá á ágripi af fjárhagsáætlun bæjarins þ. á. Tekjurnar eru ráðgerðar um 31,600 kr., þar af er meiri hlutinn, nær 2/3, aukaútsvör bæjarmanna, nálægt 20 þús. kr. Þá eru lóðargjöld um 5 þús. kr. Þriðja aðal- tekjugreinin er hátt á 3. þús. (2729 kr.) í túnleigum (af 110 túnum og lóðarblettum) landskuldum (af Laugarnesi, Kleppi, Seli o. fl.), hagatoll (325 kr.) o. fl. Þá eru nú skólapeningar, hátt upp í 2 þús. (1900). Enn fremur sjerstakar tekjur fátælcrasjóðs 1500 kr., þar á meðal 600 kr. endurgoldin lán frá öðrum sveitum. Loks sótaragjald 800 kr., og óvissar tekjur 800 kr. — Um fram þessar 31,600 kr. er gert ráð fyrir 3000 kr. leifum frá f. á. í ársbyrjun. Utgjaldabyrðin þyngsta er hjer sem í öðrum sveitarfjelögum fátækrakostnaður- inn, rúm 12 þús. kr. alls, þar af helming- ur frarafæri sveitarómaga, ogúþ^ þús. styrk- ur og lán til þurfamanna. Þá eru vextir af lánum og afborganir hátt upp í 6 þús. Þar næst kostar barnaskólinn hátt á 5. þús. (4700). Löggæzla: laun lögregluþjóna og næturvarða, svo og eptirlaun,kostar um 2800 kr. Þá heflr gjaldkeri 800 kr. í laun og sótari 600 kr. Til vegabóta ín. m. eru ætlaðar 1500 kr., til að lýsa götur bæjar- ins 800, tii þrifnaðar, snjómoksturs, klaka- höggs og renna 600, til vatnsbólanna 500, til slökkvitóla og slökkviliðs 250. Til gufubátsferða á Faxaflóa nær 500. Óvænt og óviss útgjöld 1500. Aukýmislegs smá- reitis, sem ekki tekur því að telja hjer. Úr „Misskilningnum”. I Bröttugötunni’ er háreist höll; þar hávaði glymur í sölum og »plyss«-fóðruð sætin nú eru þar öll og ósköp er flutt þar af tölum, því þar eru fundir um fjöldamörg orð, sem falla í kring um það jólaborð, er krýnt er með klútum og sjölum Halló! Halló! Halló! Það leikhúsið stóra er »lagarsins« gagn, en listaverk mikið að smíði; og bjórinn þar ávallt hið bezta er agn, — þótt bæjarins sje hann ei prýði; — á flöskur hann »tappar« ein vísindavjel, en vagninn, sem bar þær, — haun setti upp stjel og finnst ekki lengur við líði. Halló! Halló! Halló! Og rökstóla hefir þar »Reykvíkings« stjórn, sem reynd er að »praktisku« viti og miðlar í smáskömmtum montálfafórn, er margbreytta hefir þó liti. Þar hagsýni ræður með dugnað og dáð, með djörfung og einurð og viljakraptsráð, sem þekkist af þjóðmærings striti. Halló! Halló! Halló! ^Krumminn á Skjánum”. Hinn andlega volaði amlóði og atkvæða- betlari í Aðalstræti þeytir nú örvæntingar- fyllst Fjósakots-lúðurinn í Fjalakisunni, og minnir það mjög á púkann í saíerninu. G-reyið er þósvogortinn af því, að hans var lítilfjör- lega getið í heiðarlegu blaði—náttúrl. í háði— að hann heldur sig, hvorki meira nje minna, en haiinn upp á móts við þá Bismarck og Gladstone ! Ja, signor Þiðrandasen! Nú hefir Fjósi sann- arlega sýnt yður allt of mikið af»ríkjum ver- aldarinnar« ! Ætli það het'ði ekki verið nær að sýna yður aptan í hælana á þeim Gvendi y>pata<í og Jóni »sinnep« i. stað þess að narra yður til þess að glápa út í geiminn eptir öðru eins yður ókunnu og ó- skiljanlegu eins og Bismarck og Gladstone. Er annars ekki bezt að reyna að hanga við hælinn í Fjósakots-veitunni þangað til þjer heyrið í hrossabrestinum ? Sigm. Guðmundsson. Eitstjóri: Jónas Jónsson. Prentsmibja ísafoldar 1894.

x

Garðar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Garðar
https://timarit.is/publication/149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.