Kvennablaðið - 21.02.1895, Page 2
sem byggt er á reynslu sjálfra þeirra,
hvort sem það snertir hússtjórnina, barna-
uppeldið eða vinnuna. Það er allt jafn-
velkomið Rvennablaðinu.
Vegna þess, hve kvennfólkið hefir tekið
blaði þessu vel, eru áskrifendur orðnir
svo margir, að jeg vona, að jeg geti látið
þau uppdráttablöð fylgja blaðinu stöku
sinnum, sem lofað var í boðsbrjefinu, ef
kaupendur yrðu ekki færri enn 1000.
Kvennablaðið mun lika flytja skemmti-
sögur og ýmislegt fleira, sem erlend
kvennablöð hafa meðferðis, og gæti
orðið til fróðleiks, gagns og skemmt-
unar. Sömuleiðis ýmislegt smávegis, sem
komið getur sjer vel á heimilunum.
Það er mín innileg ósk, von og trú,
að þetta blað geti orðið meðal til að efla
fjelagsanda og samvinnu milli kvenna hjer
á landi, og að það verði eitt spor áfram
í framfaraáttina, þótt við tökum ekki
stórpólitíkina á stefnuskrá okkar. öetum
við bætt heimilislif okkar og störfin á
heimilunum vinnum við mikið, því heim-
ilislífið er sá grundvöllur, sem þjóðlífið
byggist á.
Yefnaður.
Ullarvinnu eða tóskap hefir ekki farið
jafnmikið fram á þessari öld sem ýmsri
annari vinnu. Það mun óhætt að segja,
að vaðmál sjeu ekki miklum mun betur
urinin víðast og því síður meira nú enn
áður. Jafnvel þegar mestöll ull vor var
spunnin á teinsnældu, var víða ágætur tó-
skapur. Þá var þó allt önnur aðferð,
miklu verri öli áhöld, svo það er vissu-
lega aðdáunarverð vinna á ýmsu, sem til
er frá þeim tímum. Eitt af því sem
gjörði vaðmál og dúka svo útlitsfallega
var það, að þá var allur þráður tvinnaður.
Enn sjerstaklega var það þó það, að þá
mun almennt hafa verið betur ofið enn nú
gerist. Það er líka áreiðanlegt, að góður
vefnaður er fyrsta skilyrði fyrir góðum
vaðmálum og dúkum, því sje illa ofið,
geta þau aldrei orðið falleg, hversu vel
sem önnur vinna á þeim kann að vera af
hendi leyst. Það væri kynlegt, ef vefn-
aðurinn þyrfti að vera lakari nú, þar sem
öll áhöld eru langtum betri enn áður
var. Nú er líka orðið miklu dýrara að
vefa enn áður, og kernur það sjálfsagt
bæði af því, að öll vinna er að hækka í
verði, og lika vegna þess, að nú er kven-
fólkið víðast hætt að vefa að mun, nema
víða á Austurlandi. Mun það nú ekki
geta verið ein af ástæðunum til þess, að
ullarvinna er almennt viðurkennd lang-
bezt á Austurlandi? Það er mjög lík-
legt, að ef kvenfólkið ætti sjálft ein-
göngu að fjalla um alla vinnuna frá fyrsta
handtaki til hins síðasta, þá mundu vað-
mál og dúkar verða fallegri. Það ætti
að vera venja, að hver ung stúlka lærði
að vefa. Þá mundi öll vefaaðarvara verða
langtum betri og fallegri. Því þó þær
væfu ekki sjálfar allstaðar, gætu þær
sagt betur fyrir því, þegar þær kynnu
það. Auk þess gæti það verið mikill
sparnaður víða, þar sem enginn karlmaður
er á heimili, sem kann að vefa, ef kveu-
fólkið gæti sjálft gjört það. Af þessu
leiðir, að vefstóll ætti að vera á hverju
því heimili, þar sem nokkuð þarf til muna
að vefa.
Erlendis er mjög farið að tíðkast, að