Kvennablaðið - 21.02.1895, Síða 3

Kvennablaðið - 21.02.1895, Síða 3
kvenfólk læri vefnað og fái sjer vefstóla, líkt og hjer gerist með saumavjelar. Vef- stólar hafa verið smíðaðir með nýju lagi, sem eru miklu handhægri enn hjer ger- ist; bæði miklu minni og liprari. Suma þeirra má líka leggja saman, milli þess sem ofið er í þeim, og reisa þá svo ein- hversstaðar upp, svo þeir sjeu ekki til þrengsla. Þeir hafa kostað 45—50 kr. í þeim má vefa vaðmál og dúka, 5 kvartil á breidd, nema hvað betra væri sjálfsagt að hafa þá viðameiri, ef smíða ætti eftir þeim hjer til að vefa í þeim algengan vefnað. Auk þess má vefa í þeim ýmsan útvefnað, sem líklegt er að ungu stúlk- urnar hefðu gaman af, svo sem fallega svuntudúka handa sjer og kjóiadúka handa litlu stúlkunum, sjöl og borðdúka. Líka gætu þeir vakið að nokkru leyti upp gamla flosið, sem margar stúlkur sjá svo eftir, því í þessum vefstólum má flosa mjög fallega. Þá gætu þær flosað sjer sessur og skrautlega gólfdúka, ef þær vildu kosta svo miklu til þess. Mjög líklegt er, að fá mætti þessa vef- stóla miklu ódýrari hjer, ef þeir væru notaðir til muna, því hver góður trjesmiður getur sjálfsagt smíðað þá eftir öðrum vef- stól. Mundu þá líklega ekki kosta meira enn 30—35 krónur. Konur, sem ekki eiga vefstól, enn koma upp talsverðri vefnaðarvöru, ættu því að leggja tvær saman, ef þær treystu sjer ekki eða vildu ekki kaupa hann einar. Einstöku konur og stúlkur, sem komið hafa hingað til Reykjavíkur, hafa lært að vefa hjer í þessum vefstólum, bæði algengan vefnað og útvefnað. Vildu nú konur sinna þessu máli, væri hægast að stúlkur, sem hingað kæmu til náms, lærðu hjer vefnað, að minnsta kosti útvefnað, því algengan vefnað ættu þær að geta lært heima kostnaðarlaust. Með þessu móti mundi gamli útvefnaðurinn ekki deyja alveg út. Og þó ekki yrðu allar gömlu vefnaðar- tegundirnar teknar upp aptur, þá kæmu aðrar nýjar í staðinn. Þeir sem hafa efni og vilja til að kosta nokkru tll verklegs náms dætra sinna, gætu með þessu móti unnið sjálfum sjer og þeim mikið gagn. Að sinni fer jeg ekki fleiri orðum um þetta mál. Enn raun síðar við tækifæri minnast greinilega á vefnað og aðra ullar- vinnu. Lísa krypplingur. Eftir Fr. Lorensen. |BóLIN skein inn um gluggana í rjettar- salnum, og einn af rjettarþjónunum dró þá döggleitu gluggtjöldin niður, svo að hálfdimmt varð í salnum. Um mjóa rifu milli gluggtjaldanna kemst að eins ofurlítill sólargeisli, sem skín á letur á veggnum, sem hljóðar svo: Justitia funda- mentum regnorum (rjettvísin er grundvöll- ur ríkjanna). Dómsmenuirnir sátu grafkyrrir. Þeir vóru hátíðlega alvarlegir í bragði; þeir fundu greinilega til þess með sjálfum sjer, í hve hárri stöðu þeir vóru og hver ábyrgð á þeim hvíldi; nú var ekki nema um Iíf eða dauða að gera. Kona var dregin fyr- ir dómstólinn, sem hafði kyrkt barnið sitt. Áheyrendasvæðið var troðfullt af körl- um og konum. Allir þekktu sakakonuna; það var hún Lísa kryplingur, sem svo oft

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.