Kvennablaðið - 21.02.1895, Síða 8

Kvennablaðið - 21.02.1895, Síða 8
8 ekki til, má nota romm eða konjakk. Það er bor- ið á borð með harðsoðnum eggjum, sem eru skor- in sundur og látin í kring á fatinu, eða ofan á, og heitum kartöfium. Eins má fara með kaldar, soðnar kálfskjötsleifar. Seyði af steikarbeinum og kjötbeinum. Brjðt beinin, þvo þau og set í kalt vatn yfir eldinn. Lát lítið eitt af salti í, og lát það sjóðajafnt 2—3tíma. Sía soðið síðan, og lát í það litið eitt af soðnu smjöri, sem áður hefir verið látinn saxaður laukur og „persille" í. Lát soðið siðan komast vel í suðu aftur, og set lítið eitt at „soju“ í, svo það fái sykurvatnslit. Það er borið á borð með „makkarónum", grænum ertum og gulrótum, eða hrisgrjónum. Þetta seyði má líka hafa í sósur. Góð ráð. Hentuga vatnssíu (filter) geta allir hæglega böið sjer til kostnaðarlítið. Taka skal stóran blómsturpott og láta mátulega stóran svamp yfir gatið á botnin- um. Setja síðan fingursþykkt lag af vel þvegnum sandi yfir botninn, ofan á það lag af smámuldum viðarkolum og þar á ofan nýtt sandlag, og er þá vatnssían tilbúin. Þegar nú vatninu er helt í blómst- urpottinn, seitlar vafnið fljótt í gegnum öll lögin og svampinn og rennur niður tárhreint. Yið og við, ef til vill einu sinni í mánuði, skal skola sand- inn og skifta um kolin. Ljereft, sem eru farin að gulna, hvítna aftur sjeu þau lögð í bleyti í ósoðnar áfir, og þvegin vel úr volgu sápuvatni. Dugi það ekki einu sinni verður að gera það oftar. Gróf ljereft þurfa að liggja lengur i bleyti enn smágerð Ijereft. Blekblettir á hörljereftum og bómullarljereftum hverfa án þess að skemma Ijereftin, ef glycerin er borið á blettinn og látið liggja þar stundarkorn. Síðan er bletturinn þveginn í volgu sápuvatni, eða enn þá betra í fosforsúru natroni. Dugi þetta ekki í fyrsta sinn, verður að reyna það aftur. Hjelaðir gluggar. í mörgum blöðum er sagt,, að hægt sje að varna þess, aö gluggar hjeli, með því að leysa upp 55 gr. af glycerin í einum potti af 63. procent spritti, og til þess að gera betri lykt mætti setja litið eitt af rafolíu saman við. Þegar þessi blanda er orðin tær sem vatn, skal núa rúðurnar að innanverðu með klút eða mjúku Bkinni. Og með þessu má ekki einungis koma í veg fyrir að röðurn- ar hjeli, heldur að þær Buddi líka. Smælki. Astin eykur hugvitið. Ungum manni nokkrum hafði tekizt að verða kunnugur i einhverju helzta húsinu í B, og skömmu síðar var hann orðinn ást- fanginn í einkadóttur hjóna, sem var mjög falleg stúlka. Hann leitaðist nú við á ýmsan hátt að láta hana vita það, og einkum færði hann henni oft nýjar bækur. Til allrar ógæfu kom faðir stúlkunnar einu sinni fyrri heim frá skemmtigöngu en mæðgurnar, og sá þá nýprentaða skáldsögu liggja á borði í her- bergi ungfrúarinnar. Sjer til skemmtunar fór hann að fletta í bókinni, og fannst það þá kynlegt, að einstöku orð voru undirstrykuð hingað og þangað, og það jafnvel svo þýðingarlaus orð eins og „þú“ og „jeg“. Af því að ríkismenn, sem eiga eina einustu dóttur barna, eru oft tortryggnir og oft líka hugvitssamir, datt honum í hug, að fletta fleiri blöðum, og reyna að lesa þessi undirstrykuðu orð sarnan. Og öldungis rjett! með því móti fann hann lykilinn að leyndarmálinu, sem hljóðaði þannig: „Ungfrú! mín . . . mundi það . . . móðga yður . . . að jeg . . . tilbið yður ..." o. s. frv. Jú það var ástarbrjef sem endaði með orðunum: „Bið um . . . svar . . . í . . . næsta kapítula“. „Jú, bíddu við lagsmaður“, hugsaði faðirinn, fjekk sjer blýant og undirstrykaði ýms orð í næsta kapítula, sem hinn ástfangni maður sá sjer til undr- unar og örvæntingar, og vóru þannig: „Efþjer . . . ósvífni fantur . . . nokkurntíma þorið að .. . koma inn fyrir mínar . . . verður yður . . . fleygt út um . . . gluggann . . . pabbi“. Útgefandi: Bríet Bjurnhjeðinsdóttir. Fjelagsprentsmiöjan.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.