Kvennablaðið - 01.02.1896, Qupperneq 1
Kvennablaðið.
2. ár.
Reykjarík, febrúar 1896.
Nr. 2.
Frú Elín Eggertsdóttir (Briem).
ún hefir í mörg ár stýrt kvenna-
skólanum í vesturhluta Norðurlands, og
er svo góðkunn, að Iesendum Kvennablaðs
ins mun þykja mikið
gaman að sjá mynd af
henni.
Hún er fædd á Espi-
hóli í Eyjafirði, dótt-
ir Eggerts sýslumanns
öunnlaugssonar Briem
ogkonu hanslngibjarg-
ar Eiríksdóttur sýslu-
manns Sverrissonar. —
Briems-ættin er svo al-
kunn, að ekki þarf að
rekja hana.
Kvennaskóli í vest-
urhluta Norðurlands
var fyrst stofnaður
haustið 1877; var sá
skóli fyrst settur að
Ási í Hegranesi; það-
an var hann fluttur ári
síðar að Hjaltastöðum.
Tók þá frú Elin að sjer forstöðu skólansog
kenndi þar 1878—1880. Þá höfðu Hún-
vetningar einnig komið upp kvennaskóla
hjá sjer og tók Elínforstöðu þess skóla,
sem haldinn var á Lækjamóti í Víðidal;
kenndi hún þar árið 1880—81. Sumar-
ið 1881 fór hún til Danmerkur og gekk
á kennslustofnun frk. N. Zahles í Kaup-
mannahöfn. Hún kom aftur hingað 1883.
Þá vóru kvennaskólar Húnvetninga og
Skagfirðinga sameinaðir og skóli settur
á Ytriey, og var Elín
fyrir honum í tólf ár,
eða til 1895.
Hún giftist árið sem
leið kand. theol. og bú-
fræðingi Sæmundi Eyj-
ólfssyni.
Kvennaskólinn á
Ey fjekk mikið orð á
sig undir stjórn henn-
ar og var farið að sækja
hann meira enn aðra
kvennaskóla landsins,
einkum þegar tekið er
tillit til þess, að hann
liggur miklu ver við
samgöngum enn hinir
kvennaskólarnir, enda
var frú Elín bæði mjög
lagin kennslukona og
mun fullt svo vel hafa
fylgt tímanum, sem forstöðukonur hinna
skólanna. Hún var líka yngst þeirra.
Frú Elín hefir samið og gefið út
kennslubók í matreiðslu o. fl., sem nefn-
ist „Kvennafræðarinn". Var þeirri bók